Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1958, Qupperneq 26

Frjáls verslun - 01.10.1958, Qupperneq 26
Samvinnufélögin í Svíþjóð Frh. af bls. 6 og á síðasta ári varð vart smávegis rýrnunar. Svo virðist því sem samvinnuhreyfingin sænska eigi við erfiðleika að stríða. Spurningin er, hvort hún nái öllu lengra með því að fylgja hefðbund- inni samvinnustefnuskrá. Þetta er ástæðan, sem liggur því til grund- vallar, að Samband samvinnufélaganna og kaup- felögin eru tekin að kanna möguleikana á öðrum sviðum en matvælaverzluninni, sem til þessa hef- ur verið langsnarasti þátturinn í verzlun þeirra. Nú á að nota sér hagstæða þróun sérverzlananna. Hér koma samvinnu-vöruhúsin til sögunnar. A síðustu árum hafa Samband samvinnufélag- anna og kaupfélögin stofnað fjölda vöruhúsa, sem öll bera heitið „Domus“. Sum þeirra eru afar stór og dýr að allri gerð. Sum eru í nýbygg- ingum, önnur hafa áður verið í einkaeign, og enn önnur hafa verið yfirtekin frá einstökum kaupfélögum. Domushringurinn er greindur í fjölda útibúa, sem eru undir aðalstjórn dóttur- fyrirtækis Sambands samvinnufélaganna. Að þessu leyti er sjálfstjórn kaupfélaganna úr sög- unni, þótt samvinnuhreyíingin geri annars mjög mikið úr henni. Tízkuvörur á boðstólum. Ein af grundvallarkenningum samvinnustefn- unnar fjallar um góðar og vandaðar vörur. Hvers konar vörur hafa þá vöruhúsin á boðstólum? Mjög mikið ber á munaðarvarningi, t. d. glæsi- legum baðfötum og innfluttum tízkuskóm, án þess að til séu þægilegir skór til daglegrar notk- unar. Hverju svara samvinnumenn, þegar á þetta er deilt? Vafalaust er, að hinum dyggari samvinnu- mönnum fellur ekki alls kostar við hina nýju verzlunarhætti. Hér skal getið um eitt sjónar- mið, sem segja má, að gæti réttlætt þróunina. Við verðum að afla okkur fleiri viðskipta- manna, segja forvígismenn sænsku samvinnu- félaganna. Einkum verðum við að ná til okkar æskufólki því, sem verða mun framtíðar-kjarni samvinnuhreyfingarinnar. Þess vegna hljótum við að freista þess að fullnægja óskum þess. Við gætum til dæmis vel selt andlitskrem í einföld- um dósum við lágu verði, eins og gert er í lyfja- búðum. En stúlkurnar sækjast ekki eftir slíku. Þær borga með glöðu geði margfalt hærra verð fyrir sömu vöru, ef hún er í íburðarmiklum um- búðum. Þær kjósa glæsibraginn. Við tökum af- leiðingunum og látum þær fá það, sem þær vilja. Enska samvinnustefnan fylgir gömlu kenning- unum nákvæmar en sú sænska, en árangurinn er ekki uppörvandi. Einstrengingshátturinn hef- ur orðið leiðigjarn og valdið stöðnun og afturför. Þessi röksemdafærsla er vissulega rétt, en hún veldur því, að forystumenn samvinnuhreyf- ingarinnar fylla sama flokk og kanpmenn, sem Samband samvinnufélaganna í Svíþjóð lastar þó af miklum móði. Hvað er þá orðið af hinu háa siðferðisstigi, sem Albin Johansson prédikaði? Nei, það er annars satt: — Við erum allir kapítalistar. ^ þýddi, nohkuð stytt. Hér eru talin upp nokkur helztu fyrirtækin í eigu Sambands samvinnufélaganna í Svíþjóð, dóttur- fyrirtækja þess eða kaupfélaganna. Iðnfyrirtæki Karlshamns Oljefabriker AB (dýra- og jurtaolíur) Björnekulla Fruktindustri (ávaxtaiðnaðarvörur) Skundiakonserv AB (niðursoðið grænmeti og fiskur) Gissleliamns fiskföriidlings AB (niðursoðinn fiskur) Kvarn AB Tre Kronor (kornvörur) AB Tre Lejon (kornvörur) Wárbyvatten AB (gosdrykkir) AB Wárby Bryggerier (öl) Wasa Bryggeriet (gosdrykkir) AB Kalmar Chokladfabrik (sælgæti) Konfektions AB S:t Erik (fatnaður) Regnkládersfabriken Vargen AB (regnföt) Vinslövs Syfabriks AB (skyrtur) Káttilstorps Textilindustri AB (nærföt) Kembels Skofabriks AB (skór) Svenska Skoindustri A15 (skór) Svenska Gummifabriks AB (plast- og gúmmívörur) AB Ilenkel-IIelios (bvottaefni) I.umalampan AB (Ijósaperur) AB Stathmos (vogir) Verkstads AB Calor (l)vottavélar) AB Bygg- och Transportekonomi (flutningafyrirtæki) Domkraft AB Nike (lyftitæki) Ilugin Kassaregister (reiknivélar) Fiskeby Fabriks AB (pappír o. fl.) AB LainmhulLs möbler (húsgögn) Karlholms AB (trétexplötur) AB Gustavsbergs Fabriker (postulín) Smósöluverzlun Vöruhús: „PUB“ — Paul U. Bergströms AB, Stokkhólmi Forum, Uppsölum 14 vöruhús víða um Inndið, sem öll heita Domus Matvöruverzlanir í Stokkhólmi: Kronlaxen Kvickly Bandet Starten 26 FRJÁLS VEBZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.