Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1958, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.10.1958, Blaðsíða 28
Leikkona, sem var að máta hatt í frægri tízku- verzlun, spurði hvað hatturinn kostaði. Þegar hún heyrði verðið, varð henni að orði: „Þetta er nú bara hlægilegt“. „Já, en það er nú hatturinn líka“, svaraði afgreiðslustúlkan. ★ ★ Fyrir nokkru var 85 ára gamall maður handtek- inn í New York. JFyrir réttinum sagði hann, að þetta erfiða líf væri sér algjörlega ofviða, og að hann þyldi það ekki lengur. Því hefði hann fram- færi sitt af því að leigja út innbrotsverkfærin sín. ★ ★ Afgrciðslustúlka í hattaverzlun fullyrti við við- skiptavininn, að hatturinn væri alveg yndislegur og bætti síðan við: „Með hattinum yngizt þér um 10 ár“. „Þá ætla ég ekki að fá hann, því ég má ekki við því að sýnast 10 árum eldri í hvert skipti, sem ég tek hattinn ofan“, svaraði viðskiptavinurinn. ★ ★ Amazon Amazon-fljóiið er vatnsmesta fljót í heimi og jajnframt það nœstlengsta. Vatnasvœði þess nœr -yfir tœpan helming S.-Ameríku. Ármynnið er 80 km. breitt og frá því og um 65 km. á haf út er saltlaust vatn á yfirborði sjáv- arins. Mikið er siglt á Amazon, en þó er það víða erfitt vegna flóða og straumhörku. Ekki er fullvíst, af hverju nafn fljótsins er dregið. Sumir telja það komið úr lndíánamáli, „Amossona", sem þýðir: „sá sem eyðileggur báta“. En aðrir segja að það sé kennt við ,„4mazons“, skjaldmeyjar, er voru herskáar konur, sem segir frá í grískum sögum. Þegar hvítir menn sigldu fyrst upp stór- fljótið, urðu þeir fyrir árásum síðhœrðra bogmanna er þeir héldu vœru konur. Mundu þeir þá eftir gríslcu sögunum og lcenndu fljótið við hinar suð- rœnu valkyrjur. Siðar komust menn að raun um, að Indíánarnir létu sér vaxa sítt hár, jafnt karlar sem lconur. Kona nokkur er fyrir rétti ásamt manni sínum og segir: „Þetta er nú mín skoðun á málinu, herra dómari, og nú skal ég segja yður álit mannsins míns“. ★ ★ Heimsborgir koma sér upp einteinungum Eftir margra ára yfirvegun virðast skipuleggjendur í ýmsum stórborgum ætla að „leita upp í loftið“ til að leysa umferðarvandamálin. í athugun er að koma upp einteinungum á súlum í London, Cara- cas, Los Angeles og San Francisco. Einteinungar (Monorail) eru eins konar járnbrautarvagnar, sem ganga á einum teini, er þeir grípa utan um. Mun uppsetning þeirra ekki kosta nema lítið brot af því, sem það kostar að gera neðanjarðarbrautir. Einnig geta einteinungsvagnarnir tekið krappari beygjur, en venjulegir járnbrautarvagnar, og hávaðinn af þeim er mun minni. Ymsir liafa verið vantrúaðir á þessa nýjung, en sú vantrú er nú að hverfa, því að fyrir nokkrum árum var slík braut sett upp milli tveggja borga í Ituhrhéraðinu í Þýzkalandi (Barmen og Elber- feld, en milli þeirra eru 12 km) og hefur hún flutt 17 milljónir farþega á ári, án þess að nokkurt óhapp hafi komið fyrir. Einteinungslest 28 FRJALS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.