Frjáls verslun - 01.09.1959, Side 19
Auk afkomenda frumbyggjanna og áðurnefndra
innflytjenda, býr nú á Hawaii-eyjum fólk af ýms-
um þjóðum, svo sem frá Kóreu, Puertó Ríkó,
Spáni, Rússlandi, Þýzkalandi og Bandaríkjunum.
Mikil blöndun hefur átt sér stað milli þessara
þjóða, og hefur smæð eyjanna og einangrun efa-
laust átt mikinn þátt í því. Blöndunin er komin
á það stig, að sumir mannfræðingar eru farnir að
tala um, að þess verði ekki mjög langt að bíða, að
nýr Hawaii-kynflokkur myndist úr þjóðabrotunum.
Móttaka ferðamanna
Þrír helztu atvinnuvegirnir á Hawaii-eyjum, eru:
sykurframleiðsla, ananasrækt og móttaka ferða-
manna. Síðastnefnda atvinnugreinin er betur skipu-
lögð en í flestum öðrum löndum, enda hefur ferða-
mannastraumurinn aukizt mjög á síðari árum.
T. d. komu 162.000 ferðamenn til eyjanna árið
1957, og dvaldist hver þeirra þar að meðaltali í 20
daga. Langstærstur hluti þeirra kemur frá Banda-
ríkjunum, og er mikið um flug þangað og milli
FKJÁLS VERZLUN
19