Frjáls verslun - 01.11.1960, Qupperneq 5
M/s Hrafn Sveinbjarnarson II, Grindavxk, 110 brl. SmiSaSur í Noregi eitir teikningum Hjálmars R. Bárðarsonar
skipa í smíði hjá reyndum stálskipasmíðastöðv-
um.
Hjá mörgum Islendingum er ótrúlega rótgróin
sú vanmáttarkennd, að trúa því vart, að í iðnaði
geti verið til óreyndari menn en við sjálfir. Svo
var þó um sumar þeirra skipasmíðastöðva er á
síðustu árum hafa smíðað stálskip fyrir okkur
Islendinga, að stundum hefði ég treyst jafnvel
smiðjunum í heimahöfn skipanna, í samvinnu
við tréskipasmíðastöð staðarins, að smíða stál-
skip, og þeim erlendum, sem verkið tóku að sér.
Enda er það staðreynd, að margar þessara skipa-
smíðastöðva voru hreinlega að byrja að smíða
stálslcip, og fengu til þess verkefni frá íslenzkum
kaupendum að æfa sig í þessari grein. Það er
sorglegt, að við skyldum ekki bera gæfu til að
veita íslenzkum iðnaðarmönnum tækifæri til
þessarar þjálfunar, og byggja þar með upp ís-
lenzkan stálskipasmíðaiðnað.
Eins og að framan var minnzt á, er ástæðan
liins vegar ekki fyrst og fremst tæknilegs eðlis,
heldur fjárhagslegs. Lánsfjármagn hefir skort
innanlands til að geta veitt kaupendum sömu
greiðsluskihnála og erlendar stöðvar, og óraun-
hæf skráning íslenzks gjaldmiðils hefir gert verð
á íslenzk-smíðuðu skipi óeðlilega hátt.
Nú er þetta að nokkru liðin tíð. Verðlags
vegna ætti í dag að vera hægt að smíða stálskip
hér innanlands á sambærilegu verði, eftir að ís-
lenzkar skipasmíðastöðvar hafa haft tækifæri til
að þróast. Þess er og að vænta að lánsfjárskort-
urinn verði leystur ef fjármál fá að þróast. eðli-
lega á komandi árum. Ef litið er á ástand þessara
mála í dag, fæ ég ekki betur séð, en að mögu-
leikarnir liggi opnir til að hefja á Islandi smíði
fiskiskipa úr stáli fyrst og fremst, en smíði ann-
arra stálskipa eftir því sem verkefnin berast.
Undanfarin ár höfum við keypt mikinn fjölda
nýrra skipa. Þörfin verður því tæplega eins
mikil að fjölda til á næstu árum, en hún verður
alltaf einhver. Við eigum nú að leggja drög að
því að geta smíðað hér innanlands vaxandi hluta
þess, sem við þörfnumst í þessum efnum. — Ef
við hins vegar enn sofum værum svefni varð-
andi þessi mál nokkur ár í viðbót, þá blasir við
okkur aftur álíka kapphlaup um nýsmíði stál-
skipa erlendis og var það tímabil, sem nú er
væntanlega að fjara út. Auk þess vandamáls
kemur svo annað engu minna, en það er við-
hald alls þessa flota stálskipa. Ef við ekki á
næstu árum eflum verulega stálskipasmíði og
stálskipaviðgerðir innanlands, þá eigum við á
hættu að verða innan fárra ára að senda mik-
inn fjölda þessara stálskipa einnig til viðhalds
FRJÁLS VERZLUN
5