Frjáls verslun - 01.11.1960, Side 6
erlendis, og er þá hætt við, að verulegir fjár-
munir fari til erlendra aðila til viðhalds íslenzk-
um fiskiskipastól.
Hvað er þá framundan? Tæknilega tel ég það
engum vandkvæðum bundið að hefja innanlands
verulega smíði stálskipa, og þá einkanlega stál-
fiskiskipa, þannig að við innan fárra ára gætum
orðið okkur sjálfum nógir um viðhald fiskiskipa-
stólsins, að langmestu leyti. Þetta er að sjálf-
sögðu sagt með þeim fyrirvara, að þess verði
ekki krafizt að skip verði smíðuð þannig, að á
nokkurra ára fresti verið mikill fjöldi smíðaður,
en svo algert hlé á milli. Ef flotinn er endur-
nýjaður jafnt og þétt, þannig að alltaf sé hæfi-
legur fjöldi skipa í smíðum, á að vera hægt að
byggja upp öruggan atvinnuveg, stálskipasmíða-
iðnað, sem samtímis er fær um að anna viðgerð-
um. Ef gert er ráð fyrir, að fjármálahliðin verði
tryggð, þannig að innlendar skipasmíðastöðvar
geti fengið lán til fjárfestingar við nýsmíði skipa,
svo að þær geti boðið kaupendum áþekk kjör
og erlendar skipasmíðastöðvar veita, þá er ekki
úr vegi að atlniga tæknihlið málanna frekar.
Eins og fyrr var sagt, er hér fyrir hendi tré-
skipasmíðaiðnaður, sem stendur á gömlum merg,
og hefir þegar áunnið sér verðskuldaða viður-
kenningu fyrir vinnugæði. Telja verður senni-
legt, að minni skipin verði áfram smíðuð úr eik,
meðan það efni er fáanlegt í þeim gæðaflokki,
sem nauðsynlegur er til skipasmíða. Þó er liætt
við að tréskipasmíði minnki að miklum mun
hérlendis sem erlendis jafnskjótt og stálskipa-
smíðin er búin að festa rætur. — Tréð er líi'rænt
efni og fúavarnir ekki nægjanlega öruggar. Eink-
anlega hefir reynzt erfitt að verja eikina fúa,
en furan er aftur á móti ekki nægjanlega sterk
til smíða á stærri fiskiskipum, að minnsta kosti
ekki við íslenzkar aðstæðui-. Sennilega munu
skip að stærð 50 brúttólestir og minni fyrst um
sinn mest verða smíðuð úr eik. Skij) 100 brúttó-
lestir og stærri munu svo til eingöngu verða
smíðuð úr stáli. Skij) milli 50 og 100 brúttórúm-
lestir verða sennilega enn um nokkur ár smíðuð
bæði úr eik og stáli, en eflaust ])ó í vaxandi mæli
úr stáli.
Þær stærðir skipa, sem telja ber að íslenzkar
stálskipasmíðastöðvar eigi einkanlega að hei'ja
smíði á, eru að mínum dómi 100 til 250 brúttó-
rúmlestir. Eins og fiskveiðar nú eru stundaðar
hér við land, mun mega skij)ta þessum skipum
í þrennt eftir notkun og stærðum. Skip um 100
brúttórúmlestir eru landróðrabátagerðin sunn-
anlands og vestan. Skip um 150 brúttórúmlestir
eru útilegubátar, einkum austanlands, en einnig
sunnan- og vestanlands. Loks eru stærðirnar 180
til 250 brúttórúmlestir, sem má telja útilegu-
báta, en þó einkum togbáta norðanlands og vest-
an. Allar gerðir þessara báta eru að sjálfsögðu
nothæfar til síldveiða.
Þessa sundurgreiningu bátagerða og staðsetn-
ingu þeirra má þó ekki taka of bókstaflega. Fiski-
skij) okkar eru yfirleitt búin til allra veiða, sem
hér eru stundaðar. Þó er þessi sundurgreining
nokkur vegvísir um þær gerðir skipa, sem þörf
mun verða fyrir á næstu árum, og til að gera
stálskipasmíðina einfaldari í upphafi, væri ekki
óhugsandi að miða smíðina til að byrja með að-
allega við þessa þrjá stærðarflokka. Allar þessar
gerðir hafa þegar verið smíðaðar fyrir okkur
erlendis, sumar eftir erlendum, aðrar eftir íslenzk-
um teikningum. Til eru íslenzkar vinnuteikn-
ingar af þessum gerðum öllum, og þær standa
án efa til boða þeim skij)asmíðastöðvum íslenzk-
um, sem hefja ætla smíði stálskipa. 1 þessu atriði
getur ekki talizt rétt að gera neinar tilraunir til
að byrja með. Tryggast er að smíða þær gerðir
skipa, sem þegar eru fullreyndar við íslenzkar
aðstæður, bæði livað stærð, lag og styrkleika
snertir. Þegar stöðvarnar hafa fengið nauðsyn-
lega þjálfun og reynslu, þá er alltaf liægt að
breyta til, með því að láta eðlilega hægfara þró-
un eiga sér stað.
Hér að framan hefi ég rætt um íslenzkar stál-
skipasmíðastöðvar sem raunveruleika. Það kann
að þykja nokknr bjartsýni, þar eð fram til þessa
hafa aðeins Stálsmiðjan hf. og Landssmiðjan í
Reykjavík fengizt við smíði stálskipa. — Ég vil
leyfa mér að halda því fram, að tæknilega séð
sé þetta réttmæt bjartsýni. Ef litið er á annan
iðnað í landinu, verður mönnum ljóst, að það
er eins og stálskipasmíðaiðnaðurinn hafi dregizt
óeðlilega aftur úr miðað við aðrar iðngreinar.
Það er hins vegar svo með stálskipasmíði, að
svo til allar aðrar iðngreinar eiga þar veruleg-
an hlut að. Við smíði skij)s þarf auk stálskipa-
smiða: Trésmiði, vélsmiði, rafvirkja, rörlagninga-
menn, húsgagnasmiði, málara og fjölda annarra
sérgreinamanna. — Þegar bolnr stálskips hefir
verið smíðaður, hefir það, sem eftir er, verið
gert á fjölda mörgum stöðum um allt land vegna
6
FIiJÁnS VERZLUN