Frjáls verslun - 01.11.1960, Qupperneq 8
Guirnar Guðjónsson, íorm. Verzlunarráðs fslcmds:
Róttækar ráðstafanir
voru nauðsynlegar
Efnahagslegar ráðstafanir og athafnir líðandi
stundar verða, sem kunnug er, ekki metnar svo
að einhlítt sé, nema í ljósi reynslunnar. Tíminn
hefir þá leitt í ljós áhrif ýmissa ófyrirsjáanlegra
atvika, ýmist af náttúrunnar eða manna völdum,
sem enginn gat séð fyrir. Slíkar athafnir verða því
að byggjast á þeim staðreyndum, sem fyrir liggja.
Engin mál hafa verið ofar á baugi með þjóðinni
undanfarin ár en efnahagsmálin, og það ekki að
ófyrirsynju. Alþjóð hefir horft á það um langt ára-
bil, hvernig sigið hefir á ógæfuhliðina í þessum mál-
um, verðbólga magnazt og þjóðin hlaðið á sig skuld-
um erlendis, þrátt fyrir stórfellda, óendurkræfa efna-
hagsaðstoð af hálfu Bandaríkja Norður-Ameríku.
Henni er í fersku minni, hve fyrrverandi forsætis-
ráðherra vinstri stjórnarinnar lýsti ástandinu rétti-
lega við valdatöku sína 1950, er hann sagði efna-
hagskerfið „helsjúkt“, og brýna nauðsyn skjótra
aðgerða, svo fremi þjóðarbúskapurinn ætti ekki að
fara í kalda kol. Töldu víst flestir, að hér væri sizt
ofmælt, og mörkuðu af þessum orðum, að þáverandi
stjórn væri fullljóst, hvernig efnahagsmálum þjóðar-
innar væri komið. Væntu menn því athafna af
hendi þessarar stjórnar, sem byggðar væru á þeim
forsendum, er fyrir lágu. En því miður, þær athafnir
létu algjörlega á sér standa, og þjóðin varð þar fyrir
vonbrigðum. Hinu helsjúka efnahagskerfi elnaði
sóttin jafnt og þétt, unz svo var komið undir síð-
ustu árslok, að þrátt fyrir bráðabirgðaráðstafanir
snemma á árinu til stöðvunar dýrtíðarskrúfunnar,
áfram eingöngu á stigi veiðimannsins, sem þarf
að njóta erlendrar aðstoðar til að búa sér í hend-
ur veiðitækin.
Það er von mín að innan fárra ára verði það
talið jafnsjálfsagt hér á landi að smíða stál-
fiskiskip, eins og nú er talið að smíða íbúðarhús,
og er reyndar merkilegt, að svo skuli ekki vera
þegar í dag.
blasti engu að síður við alvarleg verðbólga og
gjaldeyriskreppa, ef ekki yrðu þá þegar gerðar rót-
tækar frambúðarráðstafanir.
Engri stjórn verður legið á hálsi fyrir það, að
draga ályktanir sem reynast skakkar, ef ófyrir-
sjáanlegir atburðir hafa áhrif á rás viðburðanna.
Ilins vegar hlýtur þjóðin að áfellast þá og glata
trausti til þeirra þjóðarleiðtoga, sem hliðra sér hjá
að horfast í augu við þær staðreyndir, sem við þeim
blasa, og þeir hafa til fullnustu kunnað að meta,
og marka stefnu sína samkvæmt því.
Engum duldist, að ekkert annað en mjög róttæk-
ar ráðstafanir máttu að gagni koma, enda alþjóð
orðið Ijóst, þegar hér var komið, að slíkar ráðstaf-
anir væru óumflýjanlegar, enda þótt í þeim mundu
felast um stund, eigi óverulegar þrengingar fyrir
landsmenn. Þjóðin trúði ekki lengur fullyrðinguin
])eirra stjórnmálaleiðtoga, sem illu heilli, og á móti
betri vitund, vildu telja henni trú um, að hægt
væri að komast úr ógöngunum, án þess að nokkur
þyrfti að sér að leggja. Bitur reynsla hafði sannfært
allt skyni borið fólk um, að slíkt fékk ekki staðizt.
Ný vinnubrögð
Stiórn sú, sem tók við völdum í nóvember síð-
astliðins árs, snerist við þessum vandamálum á allt
annan og ábvrgari liátt en hingað til hefir tíðkazt
í íslenzkum stjórnmálum. Hún lét það verða sitt
fyrsta verk að fela sérfræðingum framkvæmd gaum-
gæfilegrar rannsóknar á gjörvöllu efnahagskerfi
landsins, og völdust til þess úrvnlsmenn, sem allir
báru traust til. A grundvelli þeirra staðreynda, sem
þessar athuganir leiddu í Ijós, lagði hún síðan fyrir
Alþingi í byrjun þessa árs, frumvarp um nýja skip-
an efnahagsmála, sem varð að lögum í febrúarbyrj-
un, sem kunnugt er. Hér var horfzt beint í augu
við staðreyndirnar, og róttækari aðgerðir fram-
kvæmdar í efnahagsmálum þjóðarinnar, en áður
hafa þekkzt. enda ekki seinna vænna. Við umræð-
urnar um frumvarpið á Alþingi, kom í ljós, hve
uggvænlegt pólitfskt siðferðisástand ríkir meðal
8
FRJÁLS VERZLUN