Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1960, Síða 10

Frjáls verslun - 01.11.1960, Síða 10
Þegar gengislækkun á sér stað, eða vörur hækka í innkaupi, er það hvarvetna ófrávíkjanleg regla, að verzlunum og iðnaðarfyrirtækjum er heimilt að hækka útsöluverð vörubirgða sinna, sem samsvarar verði hinna nýju vara er þau verða að kaupa til endurnýjunar vörubirgðum sínum. í framkvæmd hinna nýju laga, var fyrirtækjunum þó ekki heimiluð slík verðhækkun, og er það lilið- stætt því, að öllum landsmönnum væri skylt að selja ekki eignir sínar hærra verði, en þær voru fyrir gengislækkun. I vörubirgðum liggur eigið rekstrarfé fyrirtækjanna og hafa á þennan hátt í einni svipan þurrkazt út nær 40% af því rekstrarfé sem bundið var í vörubirgðum. Dreg ég í efa, að almenningur geri sér ljóst, hvílík blóðtaka hér átti sér stað. í annan stað var vöruálagning skömmtuð þannig eftir gengisfellinguna, að um talsverða raunveru- lega lækkun var að ræða, miðað við, að veltumagn fyrirtækjanna hlaut að lækka, bæði vegna minni eftirspurnar, þeirrar skerðingar á rekstrarfé fyrir- tækjanna, sem áður var skýrt frá, og eins sem af- leiðing af þeirri stefnu viðskiptabankanna að auka ekki upphæð rekstrarlána. Verzlunarálagning var þó svo naum fyrir, að slíkt þekkist hvergi, og mun engum, sem til þekkir, detta í hug, að hún sé á nokkurn hátt næg til þess að standa undir kostnaði, jafnvel hjá hinum bezt reknu fyrirtækjum, og mun því verzlunin almennt rekin með tapi á þessu ári. Verzlunin hefir engu að síður látið hjá líða að gera háværar kröfur, en í stað þess rifað seglin eftir mætti og reynt að verjast áföllum, í von um, að þær byrðar sem hún og aðrir yrðu að taka á sig, yrðu til þess, að efnahagskerfi þjóðarinnar mætti komast á réttan kjöl. Burðarþoli hennar eru hins vegar takmörk sett, og hún verður að gera þær kröfur, að því verði ekki ofboðið. Endurskoðun skattalaganna Verzlunarráð íslands hefir um langt árabil bent á, að algjör endurskoðun skattlagningar á atvinnu- fyrirtæki, væri nauðsyn, sem þing og stjórn gætu ekki lengur skellt skollaeyrum við. Hefir verið bent á þá mismunun, sem átt hefir sér stað um langt skcið í skattlagningu hinna ýmsu rekstrarforma. á kostnað einkarekstursins, jafnframt þeirri stað- reynd, að ríki og bæjarfélög hafa gengið á skatt- þegnana, án tillits hvort til annars. Arangurinn hefir orðið sá, að samanlagðir skat.tar einkafyrir- tækja til ríkis og bæjar, fara tíðum langt fram úr nettóhagnaði þeirra. Sem kunnugt er, starfa nú tvær stjórnskipaðar nefndir að því að gera tillögur um að endurskoða skatta, bæði til ríkis og bæjarfélaga, og skila þær væntanlega áliti áður en langt er liðið á hið ný- byrjaða þing, þannig að lagafrumvarp um endur- skipulagningu skattakerfisins verði lagt fram á þessu þingi. Öllum hlýtur að vera ljóst, að hin nýja stefna í efnahagsmálunum nær ekki tilgangi sínum, nema að þess sé vandlega gætt, að atvinnu- fyrirtækjum þjóðarinnar sé gert kleift að kornast á öruggan fjárhagslegan grundvöll. Slíkt gctur ekki tekizt, nema sköttum sé þannig stillt í hóf, að at- vinnufyrirtæki geti hagnazt svo á rekstrinum, að sjóðir myndist til framkvæmda og uppbyggingar. Jafnframt verður arðsvon hjá hluthöfum í hluta- félögum að vera svo mikil, að allur almenningur sækist eftir að kaupa hlutabréf í atvinnufyrirtækj- um. Hugmyndir um þjóðnýtingu atvinnufyrirtækja eru nú með öllu úreltar í hinum vestræna heimi. Stór verkefni verða því ekki leyst á annan hátt en þann, að allur almenningur taki beinan þátt í þátt í atvinnuvegunum með hlutabréfaeign, og er það í alla staði æskilegt og nauðsynlegt, eins og reynsla annarra þjóða sýnir. Verðum vér því að vænta þess, að Alþingi sýni nú loksins í verki, skilning sinn á því, að ekki er hægt að vængstífa höfuðatvinnuvegi í landinu og meina þeim um tilveru- og þróunarskilyrði, sam- tímis því sem þjóðin verður að miklu leyti að byggja tilveru sína á þeim. Ég vil ljúka máli mínu með því að láta í ljós það álit mitt, að naumast geti farið hjá því, að hug- arfar margra, og þá einkum þeirra sem jafnvel aldrei hafa þekkt annað, hafi mótazt af hinni löngu dvöl við blíðan barm uppbóta- og styrkjakerfisins. Sú dvöl hefir vissulega ekki verið til þess fallin að örva menn til hagsýni og lcitar að nýjum leiðum. — Þá skyldi engan undra, þótt mörgum muni nú ganga illa að hrista af sér verðbólguhugarfarið, öðlast trú á gjaldmiðilinn og hietta að gjöra pen- ingalegar ráðstafanir sínar út frá því sjónarmiði, að hættulaust sé að stofna til stórskulda sem von bráðar verða þeim ofviða, nema verðrýrnun pen- inganna haldi áfram jafnt og þétt, eins og fram til þessa. Þetta hugarfar verðum við þó algjörlega að kveða niður með sjálfum okkur, og hafa það hugfast, að óábyrgar ráðstafanir munu nú áður en varir koma okkur í koll, hvort sem um er að ræða einstaklinga eða fyrirtæki. Því fyrr sem okkur tekst að átta okkur á þessu, þeim mun betur mun okkur vegna. 10 FRJALS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.