Frjáls verslun - 01.11.1960, Page 11
Hugleiðingar á lyrsla degi lýðveldiskosninganna
eftir Gísla J. Johnsen stórkaupmann
Hér fer á eflir bréf, sem einn kunnasti athafnamaður lands-
ins, Gísli J. Johnsen, skrifaði Sigurði Eggerz í maí 1044. Þá
stóðu yfir kosningai um lýðveldisstofnunina. og ínikill vorhugur
var í mönnum. Athafnamanninum þótti framfaraviðleitnin oft
liafa mætt skilningsleysi, og er fróðlegt að lesa liugleiðingar
lians á hinum merku tímamótum í sögu þjóðarinnar.
Reykjavik 20. maí 1944
Herra bæjarfógeti.
Sigurður Eggerz
GóSi vin!
Það er eins og mig langi stundum til að tala við ykkur stjórn-
málamennina, stundum sennilega til að leiðrétta ýmislegt, og
þá einnig til að geia ykkur smá-ábendingar. Þið skrifið svo
mikið. að það endist naumast nokkur til að lesa það allt. Svo
eru líka sumir svo gerðir, að þeir óska frekar að sjá þetta eða
hitt frcmkvæmt, heldur en sí og æ að vera að lesa um slíkt, og
að ekkert sé aðhafzt.
Eg held þess vegna. að það væri oft gott fyrir hugsjónaríka
stjórnmálamenn að hafa samstarf við víðsýna og gáfaða „for-
retningsmenn". Mér detta oft í hug í þessu sambandi ummæli,
sem ég heyrði í Kaupmannahöfn, og höfð voru eftir Jacobsen.
scm stofnaði Carlsbergsjóðinn. Hann sagði, að sam3tarf vís-
indamanna og „forretningsmanna" færi vel saman. Þeir gætu
jafnvel hlegið hver að annars tillögum, en hann hélt því íram,
að betri útkomu á raunsærri hugsun til hyggilegrar framkvæmd-
ar væri ekki hægt að fá, en frá þessum tveim aðilum. Þetta
er vafalaust rétt ályktað. Og ég held að margar framkvæmdir
hér færu betur úr hendi og væru fljótar og ódýrar framkvæmd-
ar, ef meira væru samræmd hin vísindalegu hyggindi, og þau
hyggindi, sem menn afla sér í starfi sínu. Hér á landi virðast
þeir akademisku eiga að ráða öllu, og ráða því einir. Allir
eða flestir aðrir koma naumast við sögu, — eru léttvægir
fundnir.
Flestir, sem komið hafa nálægt framkvæmdum hér á landi,
hafa oftastnær átt við hina mestu andstöðu að stríða. Þeir
akademisku „pólitísku" hafa venjulega lagzt á móti, og þeir
hafa haft blöðin á valdi sínu. Þeir hafa oft nægan tíma til að
skrifa blaðagreinar, þar sem hinir gefa sér minni tima til slíks.
Þar af leiðir oft, að þeir eru af fjöldanum ekki taldir til þess
hæfir. Þeir séu bara smásálir, óhæfir tii annars en að skrifa
„nótur" yfir uppskrúfaða úttekt. lík ummæli þessu heyrði ég
allmerkan mann viðhafa í ræðu ekki alls fyrir löngu. Vitaskuld
hefir þessi maður „góðan" penna, en íramkvæmdir eftir hann
eru alls engar.
Ég hefi mfkinn hluta ævi minnar verið að berjast við hleypi-
dóma, en oft átt erfitt með að v.'kka sióndeildarhring fólksins,
sem jafnan, að minnsta kosli fram á síðustu ár, hefir haft ímu-
gust á flestum nýjungum. sérstaklega ef þær hafa verið nokkuð
við vöxt. Ég þ:kki þetta líklega betur en þú, og ég gæti nefnt
þér nokkur dæmi. En ég ætla ekki að þreyta þig mikið á slíku,
þvi ég veit ekki hvort þú vilt eyða tíma þ'num í að l?sa þetta
„rugl" úr mér. En ég ætla nú samt að nefna þér. að gamni
mínu, nokkur dæmi, og bið þig að afsaka.
Arið 1908 var orðinn mikill og blómlegur vélbátafloti i Eyj-
um. Hann þurfti mikla beitu og hennar varð að afla að haust-
inu, en sama sem ekkert var um is á staðnum. Það bar þvi
mikla nauðsyn til að leysa þetta „beituspursmál", og helzta
og raunverulega eina lausnin var að koma upp vélfrystihúsi.
Ég lagði fram allmikla vinnu í þetta, ferðaðist víða um útlönd,
til að leita mér upplýsinga og kynna mér málið (allt auðvitað,
eins og þá gerðist, á eigin kostnað). Og útkoman varð sú, að
ráðizt var í byggingu fullkomins frystihúss með vélum, og þar
með var Eyjabúum og útvegi þeirra séð fyrir nægri beitusíld,
og floti Vestmannaeyinga var jafnan aflasæll, og aflameiri
en floti annarra verstöðva, sem oftastnær þraut beitu áður en
vertíð var úti. En viti menn. A fyrsta árinu, eftir að búið var
að koma þessu frystihúsi upp, komu nokkrir nýir „valdasjúkir"
menn til Eyja, og þeir þurftu að berja niður þessa heimastjóm-
armenn (til þ'ss að afla sjálfum sér frægðar), sem með glanna-
skap sínum voru að stefna fjárhag eyjanna í voða. Já, og þeim
tókst þetta. Þetta vom nýir menn, sem fólkið leit upp til. Níður-
staðan varð sú, að við fimm (gömlu) stjórnarnefndarmenn Is-
félagsins vomm allir með tölu „reknir" úr stjórninni, og hinir
nýju aðkomumenn tóku að sér að „bjarga" fyrirtækinu með
því að gerast stjórnendur þess. Varla er hugsanlegl, að þetta
hafi verið sannfæring þessara manna, en það reyndist þeim
öruggur „leikur" til valda og álits — í bili, því næsta ár
„hrckkluðust" þeir úr stjórninni og áttu aldrei afturkvæmt.
Þú minnist efalaust átakanna um símann til Eyja. 1 heil fimm
ár vorum við búnir að vera símalausir, meðan þeir akadem-
isku „pólitísku" héldu því fram, að ekki væri vit að leggja
síma til Eyja, ekki væri hægt að heyra símtölin sökum brim-
hljóðsins!! Símasambandið komst ekki á, fyrr en athafnamenn-
imir tóku málið í sínar hendur, samfara því að taka á sig alla
ábyrgðina. Þama kemur aftur að því, ssm ég sagði í upphafi;
hefðu báðir aðilar starfað saman, mundi síminn hafa verið
lagður strax og engin fimm ár þurft að líða — símalaus fyrir
jafnstórt byggðarlag í örum vexti.
Ég get nefnt ótal fleiri dæmi, en ég ætla að lokum aðeins að
nefna oitt enn, enda munt þú kannast vel við það. En það vil
FRJALS VERZLUN
11