Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1960, Blaðsíða 12

Frjáls verslun - 01.11.1960, Blaðsíða 12
ég segja strax, að ég hefi aldrei haldi'ð, að þú hafir verið þar sammála. Hitt veizt þú sjálfsagt betur en ég, hversu mjög ég galt þess hjá þeim, sem „valdið" höfðu, að ég var með þessi umbrot. Árið 1927 (þú varst þá meðbankastjóri Islandsbanka) ritar Viggó Björnsson Eggert Claessen einkabréf, þar sem hann tjáir honum, að hann hafi komizt á snoðir um ýmsar fyrir- ætlanir mínar. Það fyrsta var, að ég hefði í hyggju að byggja frystihús á Siglufirði. ÞAÐ var fyrsta vitleysan!! Önnur og AÐALVITLEYSAN var, að ég hefði í hyggju að reyna að koma upp SÍLDARVERKSMIÐJU!! Já, og hann (ég) væri farinn til út- landa i þessum erindum. Alyktanir Viggós af þessu voru hvorki meiri né minni en þær, að slíkt og þetta gæfi étvírætt til kynna, að ég væri ekki með réttum sönsum. — Meðan „Jónasarorra- hríðin" stóð yfir gagnvart mér og fleirum, sem framkvæmda- og framfarahug höfðum, og sem endaði með falli Islandsbanka, þá var þetta bréf lagt fram i réttarhöldum gagnvart mér, sem mjög merkiiegt „plagg". Fór ég þá betur að skilja, hversu oft og einatt ég átti erfitt, og mætti oft kulda og skilningsleysi, er ég ræddi um framkvæmdastefnu mina við þá, sem, eins og Steindór kaliar það höfðu völdin. Eg gæti tilnefnt þér ótal fleiri dæmi, en ég ætla ekki að gera það. En finnst þér undarlegt, Eggerz, þótt þessi þjóð sé ekki lengra komin á framfarabrautinni, þar sem framlarahugur og víðsýni, hefir jafnan átt að mæta vantrú og misskilningi? Og ég vil bæla því við: Hvað hafa stjórnendur landsins gert til að viðurkenna, að ég nú ekki tali um til að auka, hróður athafnamannanna? Eg held að það sé harla lítið. Þeir hafa jafnan verið hraktir og hrjáðir og iítillar virðingar notið. Þeir eru víst teljandi aldamótaathaínamennirnir, — sem meðcl ann- ars brutu vald selstöðukaupmannanna gömlu og gerðu verzl- unina innlenda, þurrkuðu þá dönsku út. og veittu ÖLLUM verzl- unargróðanum inn í landið, — sem hafa þótt verðugir innan veggja ráðherrabústaðarins eða „setið" ráðherraveizlur. En svo ég víki aftur að síldarverksmiðiuhugmynd minni lrá 1927, — en sú hugmynd aflaði mér þess álits, að óg væri fáviti, ekki með öllum mjalla, eins og það er kallað, — hvernig heldurðu annars að liti út í landinu, ef engin væri SÍLDARVERKSMIÐJ- AN? Jæja, Eggerz, ég vona að þú afsakir allt rabbið úr mér. Eg er nýbúinn að „krossa" og þurfti endilega að tala við einhvern hugsjónamann, já og gáfaðan mann, og þú varðst fyrir val- inu. — Við höfum aldrei átt samleið með Dönum, þeir hafa aldrei skilið okkur. En meðal annarra orða, ætli það sé ekki meðfram af vanmætti okkar undanfarið — við áttum enga fjár- muni, þegar við vorum búnir að ná verzluninni í okkar hend- ur — að við höfum ekki stigið þetta skref fyrr? Okkur þykir báðum vænt um Island. Eg éska þvf, þér og öllum Iandsmönnum gæfu og gengis. Þinn einlægur, Gfsli J. Johnsen. „Ég held mig Iangi ekkert til himna, pabbi." /----------------------------------------------------------N OrÖse?idi?ig til kaupenda Frjálsrar Fe?'zlu?iar Askriftargjald.Frjálsrar Verzlunar hefur verið það lágt að undanförnu, að tæpara mátti eigi standa til þess að ritið gæti borið sig. Eftir þær hækkanir, sem orðið hafa á pappír og póstburðargjöldum, er nú svo komið, að óhjákvæmilegt er að hækka áskriftargjaldið. Hefur það nú verið ákveðið 150 kr. á ári. Eðlilega mun mörgum þykja þetta allmikil hækkun. en talið hefur verið nauð- synlegt, að tfmaritið hefði nokkru rýmri fjárhag en verið hefur, auk þess, sem mæta þarf áðurnefndum auknum útgjöldum. Er það von útgefenda, að áskrifendur taki þessum breytingum með velvild og skilningi. En þá mun timaritið líka njóta hinna bættu aðstæðna. Þar sem út- gáfufélagið stefnir ekki að myndun sjóða í neinni mynd, mun rýmri fjárhagur skapa möguleika á betra og fjöl- breyttara blaði. Á næstunni verður farið að innheimta áskriftargjöldin fyrir árið 1960. Verða fyrst sendar út póstkröfur, en síðan mun innheimtumaður fara með ógreidda reikninga um Reykjavík og nágrenni. Það er eindregin áskorun til áskrifenda, að þeir greiði póstkröfurnar, þar sem sú inn- heimtuaðferð er mun ódýrari en hin síðarnefnda, og geta þeir með því sparað tímaritinu verulegt fé. 12 FRJALS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.