Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1960, Page 15

Frjáls verslun - 01.11.1960, Page 15
sig eftir þessari breyttu aðstöðu, gerir sexvelda- samningurinn ráð fyrir 12 árum til uppbyggingar Sameiginlega markaðsins. Horfur eru þó á, að sá tími verði styttur nokkuð. Þá má gera ráð fyrir að viðskiptafrelsið á Sam- eiginlega markaðnum leiði af sér allverulegar breyt- ingar á staðsetningu framleiðslufyrirtækja innan markaðssvæðisins. Framleiðendur geta, án tillits til ríkisborgararéttar, ákveðið staðsetningu fyrirtækja sinna eftir því, hvar aðstaðan er bezt til sam- keppni, og hvar hægt, er að ná hagkvæmustum árangri. Það má þannig gera ráð fyrir því, að stofnun Sanreiginlega markaðsins hafi í för nreð sér veru- legar og varanlegar breytingar, á „strúktúr“ eða uppbyggingu atvinnulífs aðildarríkjanna. En þess- ar „strúktúrbreytingar“, sem eru afleiðing af frjálsri samkeppni og aukinni verkaskiptingu, beinast að því að auka afköstin og bæta kjör almennings. 2. Viðskipti milli aðildarrílcjanna Af því, sem þegar er sagt, leiðir hins vegar, að viðskijrti rnilli þessara ríkja hljóta að aukast rnjög verulega. Hin stutta reynsla, sem þegar er fengin, sýnir þetta glögglegad) — Raunar nrá segja, að höfuðafleiðingar af stofnun Sanreiginlega markaðs- ins fyrir efnaliagslíf aðildarríkjanna inn á við, skiptist í tvo aðalþætti: annars vegar „strúktúr- breytingar“ innan hvers lands, en hins vegar aukin viðskipti nrilli sexveldanna sjálfra. Allt rniðar þetta að því, að þessi lönd vaxi sam- an í eina efnahagslega heild, styrki þannig aðstöðu sína efnahagslega og stjórnmálalega og myndi kjarnann fyrir stjórnmálalega sameiningu Vestur- Evrópurikjanna. VII. Sameiginlegi markaSurinn og viðskipti „þriðju" landa við aðildarríkin Með afnárni tolla og annarra hindrana í við- skiptum milli sexveldanna skapast verri aðstaða fyrir önnur lönd en aðildarríkin til að selja vörur sínar á Sanreiginlega markaðnum. Þetta er stað- reynd, sem önnur lönd verða að horfast í augu við. Hins vegar er það margyfirlýst stefna Sameigin- lega markaðsins að einangra sig elcki frá öðrum löndum viðskiptalega séð. Og það er ekki ástæða til að efast urn að hugur fylgir máli hjá sexveldunum í þessu efni. Enda hefur Sanreiginlegi markaðurinn þegar sýnt í verki, að honunr er alvara með þessa stefnu gagnvart öðrunr löndum, nreð því að liann hefur ákveðið, að þær tollalækkanir, senr þegar eru komnar til framkvænrda í viðskiptum rnilli sex- veldanna, geti nreð vissum skilyrðum gilt einnig gagnvart öðrunr löndunr, senr eru aðilar að alþjóða 1) Die Welt, 8. 7. 1Í)G0, bls. 0. tollamálaráðinu (GATT). L því sámbandi skal einn- ig vísað til áðurnefndrar lækkunar á sameiginlegu tollskránni unr 20 af hundraði Eins og þegar hefur verið bent á, er hlutdeild sexveldanna í heimsviðskiptum mikil. Sameiginlegi nrarþaðurinn senr heild er t. d. stærst.i hráefnainn- flytjandi heimsinsd) Innflutningur hálfunninna og fullunninna iðnaðarvara, svo og nratvæla, er einn- ig nrikill. Öll lönd, sem reka verulega utanríkis- verzlun, eiga hér því mikilla hangsm.una að gœta. Með vaxandi kaupgetu innan markaðssvæðisins, scnr leiðir af aukinni verkaskiptingu, vaxandi hag- kvænrni í rekstri framleiðslufyrirtækja, bættri nýt- ingu framleiðsluaflanna og almennri þróun efna- hagslífsins, nrun eftirspurn innan svæðisins eftir vörunr frá „þriðju“ löndunr einnig vaxa. Stofnun Sameiginlega nrarkaðsins mun m. a. verða til þess, að draga erlcnt fjármagn til aðildar- ríkjanna til fjárfestingar þar í framleiðslufyrirtækj- unr. Framleiðendur í löndum utan Sanreiginlega nrarkaðsins eru þcgar í stórum stíl farnir að konra upp eigin framleiðslufyrirtækjum í sexvelduuum, til að vörur þeirra verði aðnjótandi þess tollfrelsis, senr ríkjandi verður innan svæðisins. Einkuin eru það bandarísk fyrirtæki, senr í slíkar framkvæmdir hafa ráðizt. Ibrð rrrá gera ráð fyrir, að stofnun slíkra fyrirtækja á nrarkaðssvæðinu verði algeng. En sanreiginlegi markaðurinn er ekki aðeins stór innflytjandi. Hann er jafnframt nrjög þýðingar- nrikill útflytjancli, einkunr hvað snertir iðnaðar- vörur. Vcgna hins breytta viðhorfs innan markaðs- svæðisins, nrunu aðildarríkin senr seljendur hafa betri aðstöðu en áður, til að keppa við önnur lönd líka á öðrum mörkuðum. B. FRÍVERZLUNARSVÆÐIÐ I. Aðdragandi Eftir að ýtarlegar tilraunir, senr gerðar lröfðu verið til að stofna fríverzlunarsvæði nreðal allra nreðlinra Efnahagssamvinnustofmnrar Evrópu, höfðu mistekizt haustið 1958, var unnið að stofnun nrinna fríverzlunarsvæðis. I>ann 20. nóvember 1959 var svo í Stokkhólmi gengið frá samningi unr jretta nrinna fríverzlunarsvæði og gekk hann í gildi snenrnra í nraí sl. II. Samningurinn frá Slokkhólmi Aðilar að Fríverzlunarsvæðinu eru eftirtalin sjö lönd: Austurríki, Danmörk, Noregur, Portúgal, Stóra-Bretland, Sviss og Svíþjóð. Fríverzlunarsamn- ingurinn nær ekki til landa brezka heimsveldisins utan Evrópu. Sanrningar standa yfir unr aðild Fimrhrnds. Öðrunr ríkjum Evrópu er heimilt að gerast aðilar að Fríverzlunarsvæðinu. 1) Europaische Wirtsclinftsgemeinsehaft, 13. 1959, bls. 323. FR.TÁLS VEHZLUN 15

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.