Frjáls verslun - 01.11.1960, Page 22
Svipmynd frá Ráðhúsforgi á Akureyri
upp góðri aðstöðu til fiskverkunar. Það rekur
nýtízku hraðfrystihús og hefir saltfiskverzlun og
lierzlu. Krossanesverksmiðjan vinnur úr fiskúr-
gangi, sem til fellur. Rekstur útgerðarfélagsins
er nú orðinn mikill þáttur í atvinnulífinu og hefir
að sjálfsögðu styrkt mjög rekstrargrundvöll
verkstæða og annarra fyrirtækja í bænum. A
síðastiiðnu ári nam umsetning félagsins um !)2
millj. kr.
Nokkrir þilfarsbátar eru gerðir út frá bænum.
Að sumrinu stunda þeir síhlveiðar, en fara ým-
ist suður á vertíð að vetrinum eða stunda tog-
veiðar fyrir Norðurlandi, og leggja þá mikinn
hluta aflans á land í kauptúnunum við Eyja-
fjörð. Þá hefir trillubátaútgerð aukizt. í bænum
munu nú vera nokkuð á annað hundrað opnir
vélbátar.
Síldarverksmiðjan í Ivrossanesi, sem er eign
bæjarins, getur brætt um 5 þúsund mál síldar
á sólarhring, og er verksmiðjan búin soðkjarna-
tækjum.
I sumar skeði sú nýlunda, að reist var í bæn-
um niðursuðuverksmiðja, búin fullkomnustu vél-
um, sem keyptar höfðu verið í Noregi. Að þess-
um framkvæmdum stóð fyrirtækið Kr. Jónsson
& Co„ sem starfað hefir að niðursuðu á síld í
nokkur ár. Gert er ráð fyrir því, að nýja verk-
smiðjan geti soðið niður í um 30 þús. % dósir á
á 8 stunda vinnuvakt. Ætlunin er að sjóða fyrst
og fremst niður smásíld, sem veiðist á Pollinum
og utan við Tangann. Framleiðsla verksmiðj-
unnar verður að mestu leyti flutt út.
LandbúnaSur
Kaupstaðurinn á mestallt landið, sem hann
stendur á, og nokkrar jarðir innan lögsagnar-
umdæmisins. Landbúnaður hefir verið nokkur
þáttur í atvinnulífinu, en fer minnkandi. Nokk-
uð af landi bæjarins er ræktað og leigt. út.
Kartöflurækt er mikil í bæjarlandinu, en hún
hófst snemma á Akureyri.
Iðnaður
I iðnaðarframleiðslu kemur Akureyri næst á
eftir Reykjavík, og miðað við fólksfjölda, er
hún jafnvel mesti iðnaðarbær landsins.
Árið 1939 tók fyrri Laxárvirkjunin til starfa,
og fimm árum síðar var bætt við einni vélasam-
stæðu. Skilaði virkjunin þá um 4.500 kw. Við
síðari virkjunina 1953 bættust svo við 8.000 kw.
Iðnaðurinn hefir haft næga orku frá Laxá, en
vegna stóraukinnar notkunar á orkuveitusvæð-
inu, verður á næstu árum að halda áfram virkjun
árinnar, eða tryggja meira rafmagn með öðrum
hætti.
Stærstu verksmiðjurnar í bænum eru reknar
á vegum Sambands ísl. samvinnufélaga, ullar-
verksmiðjan „Gefjun“ og skó- og skinnaverk-
smiðjan „Iðunn“. Báðar eru þessar verksmiðjur
búnar góðum vélakosti. Þar vinna nú að stað-
aldri um 450 manns. Þá rekur Sambandið og
fataverksmiðjuna „Heklu“ og mun fastráðið
starfsfólk hennar vera yfir 100.
Af verksmiðjum, sem reknar eru af einlta-
fyrirtækjum má nefna: Sælgætisverksmiðjuna
22
FRJÁLS VERZLUN