Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1960, Síða 25

Frjáls verslun - 01.11.1960, Síða 25
eða hvort eitthvað sé í því til, sem oft hefur verið sagt undanfarið, að þær hafi þegar í aðalatriðum misheppnazt. Skoðun okkar á framtíðinni hlýtur mjög að vera háð því, hvor staðhæfingin er rétt. Óhagstæðar ytri aðstæður Þegar rætt er um það, sem gerzt hefur í efnahags- málum þjóðarinnar síðan í febrúar sl., er stefnu- breytingin var samþykkt á Alþingi, er nauðsynlegt að greina skýrt milli þess tvenns, sem orðið hefur og á rót sina að rekja til ytri aðstæðna, aflabragða og verðlagsbreytinga erlendis, og svo hins, sem gerzt hefur og er afleiðing ákvarðana okkar liér innanlands. Allir vita, að sjávarafli og jarðargróður er ekki á valdi okkar sjálfra, og ekki heldur verð- lag erlendis á því, sem við seljum þangað eða kaup- um þaðan. Hitt er á valdi okkar sjálfra, hverjar að- stæður við búum framleiðslu og viðskiptum og hvernig við skiptum milli okkar afrakstri þjóðarbús- ins. Nú hafa forlögin hagað því svo, að nærri allar breytingar, sem rekja má til ytri aðstæðna, sem eru okkur ósjálfráðar, og óviðráðanlegar, hafa verið þjóðinni óhagstæðar. Á ég þar fyrst og fremst við hið mikla verðfall á fiskimjöli og lýsi, sem orðið hefur síðan í des. í fyrra og veldur því, að tekjur þjóðar- innar af útflutningi verða í ár um 175 m. kr. lægri en þær hefðu orðið, ef verðlag hefði haldizt óbreytt. Þetta svarar til um það bil 7% verðlækkunar á öllum útflutningsafurðum landsmanna. Við þetta hefur svo bætzt, að tekjur af síldveiðum verða í ár miklu minni en í fyrra. Útflutningsverðmæti síldarafurða verður líklega um 120 m. kr. minna í ár en í fyrra og lætur því nærri, að þetta tvennt, verðfallið og aflabresturinn á síldveiðunum, rýri þjóðartekjurnar um því sem næst 300 m. kr. miðað við óbreyttar aðstæður frá því í fyrra, og svarar þetta til um það bil 12% lækkunar á öllum útflutn- ingsvörum landsmanna. Jafngildir þetta því sem næst 4% lækkun á þjóðartekjunum í ár frá því sem var 1959. Enn má nefna það, að togararnir hafa dregið mun rýrari hlut í þjóðarbúið nú í ár en þeir gerðu á síðasta ári, en á móti því vegur, að þorskafli bátanna hefur verið meiri bæði á vetr- arvertíð og eins vegna dragnótaveiðanna. Á hinn bóginn hefur landbúnaðurinn notið mikillar ár- gæzku. Ef hið nýja efnahagskerfi hefði verið reist á veik- um grunni og teflt á mjög tæpt vað, er enginn vafi á því, að jafnstórkostleg áföll og þjóðarbúið hefur orðið fyrir á þessum tíma hefðu stefnt framkvæind þess í óefni og kippt grundvellinum undan þeirri byggingu, sem reist var. Reynslan hefur þó alls ekki orðið sú. Batamerkin hafa að vísu komið seinna og hægar en átt hefði sér stað, ef ytri að- stæður hefðu reynzt hagstæðari. En á öllum þeim sviðum, sem máli skipta, eru batamerkin samt svo augljós, að enginn vafi er á því, að stefnt hefur verið í rétta átt, og að hin óhagstæða ytri þróun hefur ekki megnað að stöðva afturbatann innan- lands. Ég skal nefna nokkur dæmi þessu til sönn- unar. Batnandi gjaldeyrisstaða 1 byrjun þessa mánaðar er gjaldeyrisstaðan betri, bæði í frjálsum gjaldeyri og vöruskiptagjaldeyri en hún var í febrúarlok sl. Þá var hún orðin svo slæm, að greiðsluþrot virtist framundan, ef ekki væri gripið til sérstakra ráðstafana. í lok febrúar sl. voru yfirdráttarskuldir bankanna að frádregnum gjaldeyrisinnstæðum hvorki meira né minna en 557,9 m. kr. Þrátt fyrir leiðrétta gengisskráningu var auðvitað vonlaust að ætla sér að auka inn- flutningsfrelsi með slíkan skuldabagga á bakinu gagnvart útlöndum í stað gjaldeyrisvarasjóðs. Það var þess vegna, sem leitað var eftir því hjá Efna- hagssamvinnustofnun Evrópu í París og Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum í Washington, að þessar alþjóða- stofnanir, sem íslendingar hafa verið aðilar að frá stofnun þeirra, veittu íslendingum kost á yfir- dráttarheimild, sem gæti gert þeini kleift að losna við lausaskuldir bankanna og gegnt gæti hlutverki gjaldeyrisvarasjóðs. Það hefur mátt lesa í blöðum, að verulegur hluti þeirrar 760 m. kr. yfirdráttar- heimildar, sem fékkst hjá þessum alþjóðastofnun- um, sé þegar notaður og það talið ótvíræð sönnun þess, að hið aukna frjálsræði i innflutningsmálum sé á góðum vegi með að steypa þjóðinni í botn- lausar skuldir erlendis og sigla þjóðarskútunni í kaf. Sannleikurinn í þessu máli er sá, að 1. október hafði verið notað af yfirdráttarheimildinni hjá Al- þjóðagjaldeyrissjóðnnm í Washington 153,4 m. kr. og hjá Evrópusjóðnum í París 266 m. kr. eða sam- tals 419,4 m. kr. I þessu sambandi verður þó að liafa hliðsjón af því, að nettó-yfirdráttarskuldir bankanna voru eins og ég sagði áðan 557,9 m. kr. í febrúarlok, en hins vegar ekki nema 42,4 m. kr. í septemberlok. Þær liafa því lækkað um 515,5 m. kr. Frá þessari upphæð verður að draga lækkun verð- bréfaeignar bankanna, 88,6 m., og verður niðurstað- an þá sú, að nettó-minnkun yfirdráttarskulda bank- anna, að frádreginni minnkun verðbréfaeignar, nem- ur 426,9 m. kr. eða 7,5 m. kr. meira en sú upphæð, sem notuð hefur verið af yfidráttarheimildunum hjá Evrópusjóðnum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Af þessu er ljóst, að af yfirdráttarheimildunum hjá Evrópusjóðnum og Alþjóðagjaldevrissjóðnum hefur enginn eyrir verið notaður til vörukaupa, þ. e. a. s. ekkert livorki til eyðslu né fjárfestingar, FRJÁLS VERZLUN 25

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.