Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1960, Side 26

Frjáls verslun - 01.11.1960, Side 26
heldur hefur allt féð verið notað til þess að losna við yfirdráttarskuldir bankanna, sem voru þess eðlis, að þær varð undir öllum kringumstæðum að greiða innan skamms. Enn eru miklar fjárhæð- ir ónotaðar af yfirdráttarheimildunum í París og Washington. Þar er um að ræða þann gjaldeyris- varasjóð, sem þjóðin hefur nú til ráðstöfunar, auk þeirra yfidráttarheimilda hjá erlendum bönkum, sem íslenzkir bankar hafa fasta samninga um að mega nota öðru hverju um nokkurn tíma. Það er undir þróun næstu mánaða komið, að hversu miklu leyti þörf verður á því að nota hann. En það er mikilvæg staðreynd í þessu sambandi, að á þeim sjö mánuðum, sem liðnir eru, síðan ákvörðun var tekin um stefnubreytinguna, hefur gjaldeyris- staðan í frjálsum gjaldeyri batnað um 71/) m. kr., og þetta hefur gerzt Jtrátt fyrir það, að 1. júní sl. var losað mjög verulega um höft. á innflutningi, en alltaf var við því búizt, að einmitt fyrstu mánuð- irnir eftir gildistöku hins aukna viðskiptafrelsis mundu verða gjaldeyrisforðanum jtvngstir í skauti. Aðstaðan í vöruskiptagjaldeyri hefur á jiessum sama tíma batnað um 87,3 m. kr. Sá bati er að vísu ekki eins mikilvægur og batinn í frjálsa gjald- eyrinum, joótt meiri sé, og stafar það bæði af jiví, að aðstaðan í vöruskiptagjaldevri var tiltölulega góð fyrir stefnubreytinguna og hinu, að gildi inn- stæðna í vöruskiptagjaldeyri er að sjálfsögðu miklu takmarkaðra en gildi innstæðna í frjálsum gjald- eyri. Þegar hinn nýi frílisti var gefinn út og aukinn verulega frá Jrví, sem áður hafði verið, og því jafn- framt lýst yfir, að hinn aukni frílisti mundi nú verða raunhæfur, j)á sættu j)ær yfirlýsingar mikilli tortryggni, og J)að var mjög dregið í efa bæði innan Alj)ingis og utan þess, að við jæssi fyrirheit mundi unnt að standa. Engum mun kunnara um j)að en einmit kaupsýslumönnum, hvað satt er í þessu. Vegna mikils og vandasams undirbúnings var frí- listinn að vísu síðbúnari en vænzt hafði verið, en síðan hann tók gildi, hefur hann verið raunhæfur, og hann hefur ekki stefnt gjaldeyrisaðstöðunni í voða eins og tölur þær, sem ég nefndi áðan, gleggst sýna, jirátt fyrir hrakspár þær, sem fylgdu honum úr ýmsum áttum. Afnám fjárfestingatak- markananna hefur ekki heldur steypt þjóðinni út í neins konar ævintýri, eins og ýmsir spáðu. Það hefur komið í ljós, að mcnn hafa kunnað að hag- nýta aukið frelsi á sviði viðskipta og framkvæmda, J)að hefur komið í ljós, að menn hafa ekki misnotað frelsið, J)að hefur sýnt sig, að höftin í innflutningn- um og fjárfestingunni hafa ekki hindrað mistök, heldur tafið fyrir því, að menn gætu gert J)að. sem var hagkvæmt, og jafnvel ýtt undir það, að menn gerðu það, sem var óhagkvæmt frá þjóðhagslcgu sjónarmiði, þótt haftakerfið gæti gert það ábata- vænlegt frá einkasjónarmiði. Aukin sparifjórmyndun Allt ber þetta vott um, að menn hafi haft traust á þeirri stefnubreytingu, sem hafði j)að að höfuð- markmiði að gera verðbólgu og gjaldeyrishalla út- læg úr cfnahagskerfinu. Traustið á st.efnubreyting- unni kemur einnig fram í því, að sparifjármyndun- in hefur verið að aukast. í mánuðunum apríl-sept. 195!) jukust spariinnlög í viðskiptabankana og 5 stærstu sparisjóðina um 149- m. kr., en á sama tíma í ár jukust þau um 188 m. kr. eða um 39 m. kr. hærri upphæð. Þótt þessi aukning spariinn- laga sé að vísu gleðilegur vottur þess, að þróunin innanlands stefni i rétta átt, er hún samt ekki svo mikil, að hún rýmki verulega getu peningastofnana til J)ess að auka útlán sín. En eigi að forðast verð- bólgu, má bankakerfið ekki auka útlán meira en nemur aukningu sparifjár og hagnaði. Bankarnir hafa leitazt við að miða starfsemi sína undanfarna mánuði við þessa grundvallarreglu, og er það or- sök J)ess, að viðskiptamönnum þeirra hefur þótt )>rengjast fyrir sínum dyrum. í bráð kynni við- skiptamönnum bankanna að finnast lífið J)ægilegra, ef eins væri farið að og undanfarin ár, að bank- arnir lánuðu mun meira en svarar til sparifjár- aukningar og hagnaðar og sæktu það, sem um- fram er í Seðlabankann, sem þannig í raun og veru setti í umferð gjaldmiðil, sem ekkcrt stæði á bak við. Til lengdar mundi þetta bitna á J)jóðar- heildinni, þjóðarbúinu, atvinnurekendum í heild engu síður en launþegum, því að fyrirtæki þeirra reynast þá reist á sandi. Þess vegna er betra að taka á sig í bráð J)au óþægindi, sem af því hljótast að nota J)að lánsfé eitt, scm myndazt hefur með heilbrigðum hætti, en geta um leiö verið viss um, að reksturinn sé á traustum grunni. Þá er mjög athyglisvert, hver orðið hefur þróun verðlagsins, síðan efnahagsráðstafanirnar voru gerð- ar. Þegar efnahagsmálafrumvarp ríkisstjórnarinnar var lagt fram, var vitað um nokkrar verðhækkanir, sem orðnar voru, en ekki komnar fram í verðlags- vísitölu. Svöruðu J)ær til rúmlega eins vísitölustigs. Þá var í áætlunum ríkisstjórnarinnar gert ráð fyrir J)ví, að í kjölfar gengislækkunarinnar myndi sigla verðlagshækkun, sem næmi 13%. Aætlað var og', að hinn nýi 3% söluskattur mundi hækka verð- lagið og vísitöluna um 3,3% umfram J)að, sem hún myndi lækka vegna afnáms 9% skattsins á iðnaðar- vöru og J)jónustu. Lækkun tekjuskatts og útsvars átti liins vegar að vega að fullu á móti áhrifum söluskattsins á framfærslukostnaðinn, væri tekið tillit til beinna skatta við vísitöluútreikninginn. 26 FRJALS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.