Frjáls verslun - 01.11.1960, Side 27
Heildarhækkun verðlagsins, sem gert var ráð fyrir
í áætlunum ríkisstjórnarinnar, nam því 17—18 stig-
um, en auknar fjölskyldubætur, auknar niður-
greiðslur á kornvörum, kaffi sykri og lækkun beinna
skatta áttn að svara til samtals 13—14 stiga, þann-
ig að hækkun vísitölu framfærslukostnaðar átti
að vera 4 stig. Af þeim stigum var þó, eins og ég
minntist á áðan, 1 stig efnahagsráðstöfununum
sjálfum óviðkomandi.
Hver hefur verðhækkunin raunverulega orðið?
Vísitala smásöluverðlags nam 1. okt. sl. 117 stigum,
og vísitala framfærslukostnaðar 104 stigum, eða
nákvæmlega því, sem gert hafði verið ráð fyrir.
Allar verðhækkanir, sem efnahagsráðstafanirnar
gefa tilefni til, eru nú komnar fram og ætti því
ekki að verða breyting á smásöluverðlagi á næstu
mánuðum, nema verðbreytingar erlendis gefi til-
efni til slíks. Þess ber þó að gæta, að þessi árangur
hefur aðeins náðst með því móti að auka niður-
greiðslur á innlendum landbúnaðarafurðum og fiski
um tæjilega 2 stigum meira en upphaflega var gert
ráð fyrir. Þetta var nauðsynlegt vegna þess, að
nokkrar hækkanir urðu á verðlagi, sem ekki hafði
verið ástæða tii að gera ráð fyrir, þegar efnahags-
ráðstafanirnar voru undirbúnar, og voru þeim í
sjálfu sér óviðkomandi. Var hér um að ræða hækk-
anir á póst- og símagjöldum, rafmagns- og hita-
veitutöxtum og verði á áfengi og tóbaki umfram
það, sem gengisbreytingin gaf tilefni til, og enn-
fremur brottfall niðurgreiðslna á ull, gærum og
skinnum, sem notuð eru til framleiðslu innanlands.
Stöðugt kaupgjald
Kaupgjald hefur verið stöðugt, það sein af er
þessu ári. Mér finnst flest benda til þess, að svo
verði áfram um sinn. Abyrgir leiðtogar launþega-
samtaka munu án efa gera sér ljóst, að ástand í
launamálum er nú að mörgu leyti mjög ólíkt því,
sem verið hefur um langt skeið undanfarið. í fyrsta
lagi er þess að geta, að eins og ég nefndi áðan hefur
þjóðarbúið á þessu ári orðið fyrir miklu áfalli, og
hefur það rýrt þjóðartekjurnar um sem svarar 300
millj. kr. Þegar þannig háttar, er auðvitað augljóst,
að hækkun á krónuupphæð kaups getur ckki fært
launastéttum raunverulegar kjarabætur. Vandinn,
sem nú er á höndum í hagsmunamálum launþega,
er þvert á móti sá, að koma í veg fyrir, að þetta
áfall verði lil þess að rýra raunveruleg kjör þeirra.
Ríkisstjórnin skoðar það sem eitt. meginverkefni
sitt að koma í veg fyrir, að svo fari, og einmitt
þess vegna hefur hún lagt höfuðáherzlu á, að hin
óhjákvæmilega kjararýrnun i bráð, sem gert hafði
verið ráð fyrir, verði ekki meiri en hún var upp-
haflega talin þurfa að vera. í öðru lagi- hljóta allir
ábyrgir leiðtogar launþegasamtaka að gera sér grein
fyrir, að launajöfnuður er nú orðinn svo mikill hér
á landi, að óhugsandi er að Iiækka laun hinna lægst
launuðu, eins og t. d. Dagsbrúnarmanna, nema
iðnaðarmenn, sjómenn og opinberir starfsmenn fái
hlutfallslega jafnmikla hækkun, og þá eiga bænd-
ur lögum samkvæmt rétt á hækkuninni líka. Það
er nokkurn veginn víst, að hver sú launahækkun,
sem vrði hjá einni ákveðinni starfsstétt, hlyti einn-
ig að faíla í skaut öllurn öðrum staxfshópum
launamanna, þannig að lannahækkunin myndi fyrr
en varir ná til allra launþega, auk sjómanna og
bænda, þ. e. a. s. til meira en 80% allrar þjóðarinnar.
En um það getur varla nokkrum blandazt hugur,
að slík almenn launahækkun handa % hlutum
þjóðarinnar gæti ekki orðið til neinna raun-
verulegra kjarabóta, heldur mundi aðeins setja
verðbólguhjólið af stað aftur og rýra verðgildi
peninganna sem launahækkuninni svaraði. í þriðja
og síðasta lagi hljóta ábyrgir leiðtogar laun-
þegasamtakanna að gera sér ljóst, að allar lík-
ur eru á að afstaða atvinnurekenda í launadeilu
yrði nú talsvert frábrugðin því, sem verið hcfur
um mörg undanfarin ár, þar eð bótakerfið er nú
úr sögunni og atvinnurekendur geta alls enga von
átt á því að fá auknar launagreiðslur bættar með
hækkuðum bótum né heldur að tillit sé tekið til
slíkra launahækkana við verðlagsákvarðanir, svo
sem átt liefur sér stað um langt skeið undanfarið.
Hætt er því við, að launadeilur nú mundu verða
miklu harðari og langvinnari en áður. Mér þykir
sennilegt, að allt þetta valdi því, að forustumenn
launþegasamtakanna hugsi sig vel og rækilega um,
áður en þeir leggi til allsherjarvinnudeilu.
Mér finnst þær staðreyndir, sem ég hefi hér
vakið athygli á, benda ótvírætt til þess, að full-
yrða megi, að ráðstafanir þær, sem efnt var til
með samþykkt efnahagsmálalöggjafarinnar á sl.
vetri, séu að heppnast, að þjóðin sé á rétt.ri leið í
efnahagsmálum sínum, að bjartara sé framundan
en áður, þótt þjóðarbúið hafi orðið fyrir mjög al-
varlegum áföllum á þessu ári. Verðfallið erlendis
og hin lélega síldarvertíð valda því að vísu, að
sjávarútvegurinn á nú við mun meiri erfiðleika
að etja en gert hafði verið ráð fyrir. Ríkisstjórnin
er staðráðin í því að mæta þeim erfiðleikum hvorki
með nýrri gengislækkun né nýju bótakerfi í einu
eða öðru formi. Sjávarútvegurinn verður að kom-
ast yfir þann vanda, sem hann á við að etja, ann-
ars vegar með auknum tæknilegum endurbótum á
rekstri sínum, sem leitt gætu til meiri afkasta og
aukins sparnaðar, og hins vegar með endurskipu-
lagningu á fjármálum sínum. Að svo miklu leyti,
sem ríkisvaldið gæti stuðlað að slíku, tel ég víst,
að ríkisstjórnin mundi fús til þess. Einkum og sér í
PUJÁLS VERZLUN
27