Frjáls verslun - 01.11.1960, Side 31
Athafnamenn og frjálst framtak ^
Guðmundur Guðmundsson
idnrekandi
Guðmundur Guðmundsson er
fæddur í Onundarholti í Árnes-
sýslu 4. júní 1910. Foreldrar hans
voru Guðmundur Bjarnason bóndi
og Ilildur Bjarnardóttir kona
hans. Þau fluttust til Reykjavík-
ur árið 1911, og hefur Guðmundur
átt heima þar síðan. Guðmundur
er kvæntur Ólafíu Ólafsdóttur, og
eiga þau tvo syni, Ólaf og Gísla.
★
Húsgögn hafa löngum verið
frumstæð á íslenzkum heimilum.
Efnisskortur og áhaldaleysi, svo
og lélegur húsakostur hefur vakl-
ið þessu. En oft var reynt að gera
húsgögnin eins vel úr garði og að-
stæður frekast leyfðu, og margt
var prýtt með útskurði. Eftir að
samgöngur tóku að batna var far-
ið að flytja inn erlend húsgögn,
en fáir höfðu ráð á að kaupa mik-
ið af þeim. Þannig var þó hægt
að fylgjast nokkuð með húsgagna-
gerð erlendis, og um síðustu alda-
mót hófu svo íslenzkir iðnaðar-
menn að smíða húsgögn með að-
stoð véla. Og risu þá upp í laml-
inu fyrstu vinnustofurnar, sem ein-
göngu framleiddu húsgögn.
Ýmsir hófu þessar smíðar einir,
en bættu síðan við einum og síðar
flciri starfsmönnum, eftir því sem
salan jókst. Þannig byrjaði Guð-
mundur Guðmundsson. Fyrst cinn
í Iitlu herbergi við erfiðar aðstæð-
ur, en árið 1938 hóf hann svo
rekstur vinnustofu í kjallara húss-
ins að Víðimel 31. Þar framleiddi
hann máluð húsgögn. Starfsliðið
jókst á næstu árum í sex manns
og sífellt var bætt við fleiri vél-
um til vinnusparnaðar.
Árið 1945 stofnaði Guðmundur
svo Trésmiðjuna Víði hf. og lét
jafnframt reisa stórt verksmiðju-
hús að Laugavegi ÍCG, sem var
samtals 4 þús. ferm. að gólffleti,
á fjórum hæðum. Þar var hafin
meiri fjöldaframleiðsla á húsgögn-
um, en áður mun hafa þekkzt hér
á landi.
Smám saman jók fyrirtækið
vélakost sinn, og starfsmönnunum
fjölgaði að sama skapi, enda marg-
földuðust afköstin á tiltölulega
skömmum tíma. Er Trésmiðjan
Víðir nú orðin langstærsta hús-
gagnaverksmiðja landsins, með um
80 starfsmenn.
Árið 1952 var hafin framleiðsla
á bólstruðum húsgögnum og er
hún nú orðin snar þáttur í heildar-
framleiðslunni.
Árið 1957 var húsnæði trésmiðj-
unnar aukið vcrulega með því að
byggja ofan á húsið. Strax á eftir
jók fyrirtækið fjölbreytni sína í
húsgagnagerð. Nú framleiðir það
margvísleg húsgögn, bónuð og
póleruð, úr flestum þeim harðvið-
artegundum, sem til landsins flytj-
ast. Á síðastliðnu ári var hafin
framleiðsla á „spring-dýnum“; þá
er í undirbúningi framleiðsla á
plast-húsgögnum, sem mjög ryðja
sér til rúms erlendis og þykja
smekkleg og þægileg.
Sala húsgagna frá Trésmiðjunni
Víði hefur stöðugt farið vaxandi,
enda hefur verið hægt að selja
þau tiltölulega ódýrt vegna hag-
stæðra framleiðsluhátta. Nú í
haust hefur fvrirtækið mjög aukið
verzlunarhúsnæði sitt, og er þar
nú sýnt mikið úrval húsgagna á
750 ferm. gólffleti, í björtu og
smekklegu umhverfi.
FKJÁLS VERZLUN
31