Frjáls verslun - 01.11.1960, Page 32
Aðalfundur
V erzlunarráðs
íslands 1960
Aðalfundur Verzlunarráðs íslands var haldinn
dagana 13. og 14. október. Fundarstjóri, fyrri fund-
ardaginn, var kosinn Árni Árnason, kaupmaður,
og fundarritarar þeir Sveinn Finnsson og Gísli V.
Einarsson.
Formaður ráðsins, Gunnar Guðjónsson, flutti
ræðu. Talaði hann aðallega um efnahagsráðstaf-
anirnar, sem ríkisstjórnin gerði á árinu og ræddi
áhrif þau, sem þær liafa haft til þessa. Ræða for-
manns er birt á öðrum stað hér í blaðinu. Því næst
flutti framkvæmdastjóri Verzlunarráðsins, Þorvarð-
ur J. Júlíusson, skýrslu um störf stjórnarinnar á
liðnu starfsári og las upp reikninga. Síðan voru
kjörnar nefndir, er áttu að fjalla um þau mál, sem
fyrir fundinum lágu.
Fyrri fundardeginum lauk með því, að birt voru
úrslit stjórnarkosninga. Stjórn Verzlunarráðs ís-
lands skipa nú eftirtaldir menn:
Tilnefndir af sérgreinafélögum V. í.: Birgir Ein-
arsson, ísleifur Jónsson, Gunnar Ásgeirsson, Ilans
R. Þórðarson, Kristján G. Gíslason, Eggert Krist-
jánsson, Egill Guttormsson, Hilmar Fenger og
Gunnar Friðriksson.
Kosnir af meðlimum V. í. utan sérgreinafélaga:
Gunnar Guðjónsson, Þorvaldur Guðmundsson,
Magnús Viglundsson, Magnús J. Brynjólfsson,
Othar Ellingsen, Sveinn Guðmundsson, Hallgrímur
Fr. Hallgrímsson, Tómas Björnsson, Sigurður Óli
Ólafsson og Sturlaugur H. Böðvarsson.
Síðari daginn var fundur haklinn að Iílégarði í
Mosfcllssveit. Fundarstjóri var Þorsteinn Bern-
harðsson, stórkaupmaður.
Gylfi Þ. Gíslason, viðskiptainálaráðherra, flutti
ræðu í upphafi fundarins. Hann ræddi þróun efna-
hagsmálanna síðustu árin, ráðstafanir þær, sem
gerðar voru í ársbyrjun, og þann árangur, sem þeg-
ar er kominn í ljós.
Nefndir, sem starfað höfðu kvöldið áður og um
morguninn, skiluðu áliti. Nefndirnar voru viðskipta-
málanefnd, allsherjarnefnd og skattamálancfnd.
Umræður um tillögur og álit nefndanna og tillögur
einstaklinga fóru síðan fram, og voru afgreiddar
ályktanir um eftirfarandi málefni: Efnahagsmál,
verðlagsmál, utanríkisviðskipti, seðlabanka, kaup-
þing, opinber fyrirtæki, einkasölur ríkisins, lög V. í.,
Verzlunarbanka, tollvörugeymslur, skattamál, mat-
málstíma skrifstofu- og afgreiðslufólks, stóreigna-
skatt, útflutningsverzlun og einokunarlöggjöf.
Magnús J. Brynjólfsson, formaður skólanefndar
Verzlunarskóla Islands, ræddi byggingarmál skól-
ans og hvatti kaupsýslumenn til liðveizlu við það
mál. Þá þakkaði hann þann stuðning, sem Bæjar-
stjórn Reykjavíkur hefur sýnt skólanum með veit-
ingu byggingarstyrks og kvaðst vona, að Alþingi
mundi einnig sýna skólanum sama velvilja.
Þá var kosin kjörnefnd og endurskoðendur fyrir
næsta ár. I kjörnefnd voru endurkosnir þeir Árni
Árnason, Guido Bernhöft og Páll Jóhannesson. End-
urskoðendur voru kosnir Sveinn Ólafsson og Otto
A. Michelsen.
★
Fyrsti fundur hinnar nýkjörnu stjórnar Verzl-
unarráðs íslands var haldinn 21. okt.óber. Gunnar
Guðjónsson, stórkaupm., var endurkjörinn formað-
ur ráðsins, Sigurður Ó. Ólafsson, alþm., var kosinn
varaformaður og Sveinn Guðmundsson, forstjóri,
annar varaformaður.
í framkvæmdanefnd ráðsins tóku sæti auk fram-
antalinna manna, þeir Kristján G. Gíslason, stór-
kaupm., Birgir Einarsson, apótekari, Magnús Brynj-
ólfsson, kaupmaður og Tómas Björnsson, kaup-
maður.
Aðalfundur Verzlunarráðs Islands gerði
eftirfarandi ályktanir:
Efnahagsmál
Aðalfundur V. f. 1960 lýsir ánægju sinni yfir
hinni gagngerðu stefnubreytingu í efnahags- og
viðskiptamálum, sem mörkuð hefur verið með við-
reisnaraðgerðum ríkisstjórnarinnar. Fundurinn lít-
ur svo á, að með þeim sé lagður grundvöllur að heil-
brigðri þróun atvinnulífsins, vaxandi framleiðslu
og bættri þjónustu til hagsbóta fyrir alla þjóðina,
og væntir þess, að stjórnarvöld og þegnar þjóð-
félagsins hagi gerðum sínum þannig, að árangur-
inn verði sem beztur.
Fundurinn vill benda á, að kostur verzlunarinnar
hefur verið þrengdur mun meira en annarra at-
vinnugreina, en verzlunarstéttin liefur sætt sig við
það í þeirri trú, að árangur efnahagsráðstafananna
muni skapa verzluninni, sem öðrum atvinnuvegum,
heilbrigðan starfsgrundvöll.
32
FRJÁLS VERZLUN