Frjáls verslun - 01.11.1960, Page 34
4. Að jöfnuð verði aðstaðan milli gainalla og
nýrra félaga með því að heimila skattfrjálsa útgáfu
fríhlutabréfa til samræmis við raunverulegt verð-
mæti hlutafjárins.
5. Að settar verði reglur um fyrningaafskriftir
og birgðamat, sem komi í veg fyrir rýrnun á raun-
verulegu verðgildi höfuðstóls fvrirtækjanna. Heim-
ilað verði að miða afskriftir við endurkaupverð
framleiðsl';tækjá og leyft frjálsara mat vörubirgða
en nú gildir.
0. Heimildin til fárdráttar. á rekstrartapi verði
rýmkuð frá því sem nú gildir, þannig að luin taki
til a. m. k. 5 ára.
7. Að eignarskattur og eignarútsvar félaga verði
fellt niður.
8. Að framkvæmd skatta- og útsvarsálagningar
verði samræmd og gerð öruggari og einfaldari en
nú er, og innheimta verði framkvæmd af einni
stofnun.
Matmálstími
Aðalfundur V. í. 1960 beinir þeim tilmælum til
stjórnar ráðsins, að hún athugi möguleikana á því
fyrirkomulagi, að starfsféúk í verzlunum og á skrif-
stofum þurfi ékki að fara heim til matar um há-
degið, enda gæti slíkt fyrirkomulag verið bæði at-
vinnurekendum og launþegum til hagsbóta.
Lög VerzlunarráSs íslands
Aðalfundur Verzlunarráðs íslands haldinn dag-
ana 1.8. og 14. október 1960, samþykkir að fram
fari endurskoðun á lögum Verzlunarráðs íslands
og felur í því skyni hinni nýkjörnu stjórn ráðsins,
að skipa 9 manna nefnd og sé formaður Verzlunar-
ráðsins formaður nefndarinnar. Nefndin skal ljúka
endurskoðun laganna það tímanlega að hægt verði
að halda aukaaðalfund Verzlunarráðs íslands eigi
síðar en í lok maímánaðar, telji nefndin þörf á
breytingu á lögunum. Aukaaðalfundurinn gangi
þá endanlcga frá samþykkt laganna. Aðalfundur
Verzlunarráðsins í september 1961 yrði þá haldinn
samkvæmt þeim lögum.
Tillaga frá nokkrum stórkaupmönnum
Aðalfundur V. í. 1960 felur stjórn ráðsins að hefja
hið fyrsta viðræður við samtök útflytjenda sjávar-
og landbúnaðarafurða um, að kaupsýsluinönnum
gefist kostur á að taka meiri þátt í útflutnings-
verzlun landsins en verið hefur.
Tillaga frá Sigurliða Kristjánssyni
Aðalfundur Verzlunarráðs íslands 1960 mótmælir
enn á ný stórcignaskattslögunum frá 1957 og skorar
á ríkisstjórn og Alþingi að afnema lögin og fella
skattinn niður.
ÁFANGAR
Bragi Kristjánsson hefur fyrir
nokkru verið ráðinn forstöðu-
maður rekstrardeildar Lands-
síma íslands. — Bragi er fædd-
ur í Reykjavík 27. ágúst 1921.
Hann lauk stúdentsprófi frá M.
R. árið 1941. Stundaði nám í við-
skiptafræði við Háskóla íslands,
þar til hann varð skrifstofustjóri
Nýbvggingarráðs 1944. Árið 1947 varð hann skrif-
stofustjóri Fjárhagsráðs og 1954 skrifstofustjóri
fjárfestingarmála hjá Innflutningsskrifstofunni.
Bragi hefur unnið mikið að íþróttamálum; átti
m. a. í nokkur ár sæti í stjórn Frjálsíþróttasam-
bands Islands og var formaður þess um skeið, og
hann hefur verið formaður Olympíunefndar íslands
Tlörður ITelgason var settur
deildarstjóri í varnarmáladeild
Utanríkisráðuneytisins 1. okt. sl.
— Hörður er fæddur á ísafirði
27. marz 1923. Hann lauk stúd-
entsprófi frá M. A. 1943 og prófi
í þjóðskipulagsfræði épolitical
science) frá Duke-háskólanum í
North-Carolina í jan. 1947. Hann
var ráðinn til starfa í Utanríkisráðuneytinu árið
1948 og starfaði í París, við sendiráð íslands, frá
1949—’60, er liann flutti heim, sem sendiráðunaut-
ur í utanríkisráðuneytinu.
síðan 1954.
Adolf Karlsson tók til starfa
sem skrifstofustjóri hjá Ileild-
verzlun Magnúsar Kjaran hinn
1. júní sl. Hann er fæddur í
Reykjavík 15. apríl 1916 og út-
skrifaðist úr Verzlunarskóla ís-
lands árið 1935. — Adolf starf-
aði áður hjá Skóverzlun Lárusar
G. Lúðvígssonar, eða um nær 25
ára skeið.
34
FRJÁLS VF.RZLUN