Frjáls verslun - 01.11.1960, Page 38
Honum fannst hjartað mundi þá og þegar rífa
sig laust innaní brjóstinu, hann reyndi að ganga
eins léttilega eftir dúnmjúku gólfteppinu og honum
framast var unnt. Hún var enn í morgunsloppnum
og hann var lauslega hnýttur að framan, hún hafði
næstum ekki neitt á fótunum. Hann óskaði þess
af alhug að hægt væri að flytja skápinn í flýti svo
hann kæmist burt sem snarast. Ilann mundi þjóta
einsog örskot niður stigana, hlaupa í stökki yfir
götuna.
En hún fór sér að engu óðslega. Gekk hægum
skrefum inní svefnherbergið og settist makindalega
framanvið spegilinn. Hann leit í kringum sig eftir
ská])num. En hún virtist liætt að hugsa um skáp-
inn. Hann stóð í dyrunum og sá útum gluggann
að meistarinn var kominn uppá þakið.
Hvað ertu gamall? spurði hún.
Fjórtán, stamaði hann.
Og hvað ertu að gera þarna alltaf uppá þaki?
Það kom kökkur í hálsinn á honum.
Leggja þakhellur, stundi hann með erfiðismun-
um. Hún hafði þá tekið eftir honum. Vissi hún ef-
tilvill að hann hafði horft á liana marflatur af
brúninni.
Fjórtán ára, sagði hún, þú ert stór eftir aldri.
Og svona miklar herðar. Og svo hefurðu græn augu.
Hann einblíndi niður á gólfið og bölvaði sjálfum
sér fyrir að hafa græn augu. Og hann hafði ekki
heyrt það fyrr að hann væri stór eftir aldri. Hún
hlaut að skopast að honum. Miklar herðar? Gat
það verið? En græn augu. Það hlaut að vera ótta-
légt.
Hún hallaði sér aftur á bak í stólnum og virti
hann fyrir sér, hallaði sér aftur á bak og reykti
úr löngu munnstykki. Hann sá hnén á henni und-
an sloppnum þegar hún sat.
Það hlýtur að vera gaman að vinna svona úti,
sagði hún, þú hlýtur að verða sólbrenndur.
Það cr stundum rigning, tuldraði hann, þá er
ekki gott að vera úti.
Eg reyni að vera eins mikið úti og ég get, sagði
hún, það er hollt að vera sólbrún. Það eru fjörefni
í sólargeislunum. Hefurðu ekki lesið um það í
skólanum?
Ég lærði svo lítið í skólanum, sagði hann, ég
var svo mikill tossi. Mér leiðist svo að læra.
Ilann furðaði sig á því hvílík feikn hann sagði
í einu. Hún reigði aftur höfuðið og skellihló. Hann
laumaðist til að líta upp og sá mjúkan ávalan
hálsinn, brúnan af sól.
Ég er alls ekki svo viss um að þú sért svo mikill
tossi einsog þú scgir. Það er ekkert að marka þó
maður sé tossi í skólanum. Það cr svo margt annað.
Hún blés útúr sér þykkum reykjarmekki og hann
horfði á reykinn liðast í loftinu og velti því fyrir
sér hvað var þetta annað. Hún tók litla dós uppaf
snyrtiborðinu, drap fingri í og smurði á sér hálsinn.
Hún hafði ekki augun af honum en víxlaði fótunum
og hirti ekki um þótt slopi^urinn drægist í gólfið.
Heyrðu, sagði hún, ég næ svo illa vit á bakið á
mér. Viltu bera sólkrem á bakið á mér.
Áðurcn hann varði stóð hann með dósina í hend-
inni og starði á brúnleitt hörundið á baki hennar.
Starði á hvernig herðablöðin kvikuðu undir skinn-
inu, þessu slétta, mjúka, ilmandi skinni. Starði á
ljóst hárið sem hún hafði svipt fram beggja megin
við hálsinn. Starði á grannar, ávalar axlirnar sem
hófust og hnigu með andardrætti hennar. Starði
á dökkan, lítinn blett ofurlítið til vinstri við hrygg-
inn á henni. Starði með dósina í hendinni.
Heyrðu vinur, ætlarðu að standa þarna í allan
dag?
Tvisvar missti hann dósina á gólfið og það fóru
krampakenndir rykkir um handlegginn á honum
þegar hann smurði hana.
Ósköp geturðu verið skjálfhentur.
Hún sogaði að sér reyk og lét liann liðast útum
annað munnvikið.
Heyrðu annars, livað heitirðu?
Jóhann, stamaði hann.
Kallaður Jói? spurði hún.
Já, sagði hann.
Veiztu hvað ég heiti? spurði hún.
Já, svaraði hann.
Hvernig veiztu það?
Ég veit það ekki.
Nú, þú sagðist vita það, sagði hún.
Ég veit bara hvað ég kalla þig, sagði hann svo
lágt að varla heyrðist.
Nú hvað kallar þú mig?
Hann kom ekki upp orði. Hann stóð niðurlútur
og horfði á hendur sínar ataðar sólsmyrsli. Iíann
óskaði þess að hann hefði aldrei stigið fæti inn í
húsið;
Segðu mér hvað þú kallar mig, spurði hún aftur.
Hann dró djúpt andann áðuren hann hvíslaði
örveikum rómi hinu dularfulla nafni:
Addisabeba . . .
Hún reigði sig afturábak. Hún féll fram á hnén.
Hún hélt um magann og tók andköf. Sennilega
.‘58
FRJÁliS VERZLUN