Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1960, Qupperneq 40

Frjáls verslun - 01.11.1960, Qupperneq 40
Lögregluforinginn: „Náðuð J)ið bílþjófnum?" Lögregluþjónninn: „Sá var nú lieppinn, maður! Við vorum alveg að ná honum, þegar fullir 1500 km voru eknir frá því að við létum smyrja síðast, svo að við urðum að stanza og láta skipta um olíu.“ ★ ★ Það er svínarí af þessum manni að ætla að láta okkur borga 300 kr. fyrir að draga bílinn 5 km. Oh, ég læt hann vinna fyrir því, ég er með brems- urnar á. ★ Móðir fór með ungan son sinn í ökuferð. Á leið- inni spurði sonurinn: „Mamma, hvar eru allir „helvízku asnarnir“?“ „Sonur góður,“ svaraði móðirin, „þeir eru aðeins á vegunum, þegar hann pabbi þinn er úti að aka.“ ★ Ung stúlka hafði stöðvað bíl við gatnamót og gat ekki lcomið honum af stað aftur. Það kom gult og grænt ljós, síðan gult og rautt og aftur gult og grænt. Lögregluþjónn kom til hennar og sagði: „Iívað er þetta ungfrú, höfum við engan lit, sem yður geðjast að?“ Sonurinn: „Það er afmæli pabba á morgun, hvað getum við gert fyrir hann?“ Dóttirin: „Við gætum leyft lionum að hafa bíl- inn sinn, til tilbreytingar." ★ Lögregluþjónn var að skrifa upp bílstjóra fyrir of hraðan akstur og stakk blýantinum upp í sig í sífellu. „Er nauðsynlegt að vera alltaf að bleyta blý- antinn?“ spurði bílstjórinn. „Eg geri það til þess að brot yðar líti sem dekkst út,“ svaraði lögregluþjónninn. ★ Móðirin: „Hvað sagði faðir þinn, þegar þú beygl- aðir bílinn?“ Sonurinn: „Á ég að sleppa bölvinu?“ Móðirin: „Já, auðvitað.“ Sonurinn: „Hann sagði ekki orð.“ ★ Kona, sem er að læra að aka bíl: „Ég veit ekkert hvað ég á að gera!“ Eiginmaður hennar: „ímyndaðu þér bara, að ég sé að aka — og þá kemur þér áreiðanlega eitthvað í hug.“ „Nei, nei — það er ekki ennþó búið að ráða hann, Grímur." 40 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.