Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1968, Blaðsíða 49

Frjáls verslun - 01.03.1968, Blaðsíða 49
FRJÁLS VERZLUN 49 Skemmdir á malbiki má flokka á eftirfarandi hátt: I. Sprungur. Orsakir: 1. Þungi farartækja er meiri en uppbygging götunnar getur borið, umferðarmagn. 2. Sig í undirstöðu. 3. Frostlyfting. 4. Malbikslag of þunnt eða of ósveigjanlegt. II. Missig og ójöfnur. Orsakir: 1. Þungi farartækja, umferðarmagn. 2. Sig í undirstöðu eða fyllingu. III. Slit- og holumyndanir. Orsakir: 1. Mikil umferð. 2. Notkun nagla í hjólbörðum, keðjunotkun. 3. Of lítið asfalt í malbikinu eða á annan hátt lélegt malbik. 4. Veikleikar í undirbyggingu. 5. Vatn, frost og þíða, saltnotkun í hálku. 10—20 ára fresti og á götur með mjög mikilli umferð, á um 10 ára fresti, nema sérstaklega hafi ver- ið vandað til byggingar hennar. Ástand gatnanna í borginni er nú þannig, að mikill meirihluti hinna eldri gatna, sem malbikaðar eru, hafa fengið skemmdir af gerð I, þ. e. a. s. sprungur. Einkum eru það íbúðargötur og gamlar dreifi- götur, sem á sínum tíma voru ekki gerðar fyrir þann þunga farar- tækja, sem nú tíðkast. Mjög fáar nýjar götur hafa fengið skemmd- ir af gerð III, þ. e. a. s. slit og holumyndanir. Hvernig er svo hægt að gera við skemmdir? Skemmdir af gerð I, sprungur, verða ekki lagfærðar svo varan- legt sé, nema burðarþol götunnar Nagladekk eru talin valda miklum skemmdum á malbikinu, og má ætla, að þau slíti götunum meira en keðjur. Hér er um eðlismun milli þess- ara þriggja atriða að ræða, þó að þar geti einnig verið samspil á milli. Oft myndast holur út frá sprungum, og er þá raunverulega um skemmd af gerð I að ræða, þar sem sprungan veldur skemmd- inni. Fyrst og fremst verður að líta á þær ráðstafanir, sem hægt er að gera til að fyrirbyggja þessar skemmdir. Skemmdir af gerð I er hægt að hindra með því að: 1. Gera uppbyggingu götunnar nægilega sterka til að þola lög- legan þunga farartækja, þ. e. malbik í yfir- og undirlögum nægilega þykkt, burðarlög (púkk, mulinn ofaníburður, malbiksburðarlag o. s. frv.) nægilega þykk og vel gerð. 2. Hafa eftirlit með því, að farar- tæki séu ekki þyngri en löglegt er. 3. Framkvæma jarðvegsskipti, þar sem með þarf. Skemmdir af gerð II valda mis- munandi miklum óþægindum, eft- ir því hve hröð umferð er á við- komandi stað. Þær er hægt að hindra með jarðvegsskiptum nið- ur á fasta undirstöðu, og er það gert, ef um umferðaræð er að ræða. í íbúðargötum er yfirleitt ekki lagt í þann kostnað, enda oft vafi á, hversu mikið sig muni koma í ljós, og er þá hægt að bæta úr því síðar, ef með þarf. Skemmdir af gerð III verður aldrei hægt að hindra algerlega, en ef vel tekst til, má tala um „eðlilegt slit“. Reynt er að hafa malbiksblöndu sem bezta og vanda útlagningu. Eitt þeirra atriða, sem þarna eru nefnd, er nýtilkomið, þ. e. notkun nagladekkja. Saltið reynir óbeint á malbikið, þar sem mjög fjölgar umskiptum malbiks úr frosnu ástandi í þítt og öfugt. Helzta vörnin gegn þessum atrið- um er talin vera að nota þéttara og feitara malbik, sem í flestum tilvikum þýðir meira asfalt í blönduna. Eðlilegt slit myndi það teljast, ef setja þyrfti slitlag á íbúðargötu á 15—20 ára fresti, á dreifigötu á sé aukið. Til þess eru aðeins tvær leiðir, algjör endurbygging göt- unnar eða nýtt malbikslag ofan á það gamla, það þykkt, að burðar- þol götunnar aukist verulega, þ. e. 4 cm. eða meira. Hvorugt af þessu hefur verið framkvæmt hér nema í litlum mæli, enda verður að segja, að ennþá hafi nýbyggingar- verkefnin verið meira aðkaliandi. Meðan ekki er farið út í þessar framkvæmdir, er hægt að gera annað tveggja, gera við holur og sprungur með handlögn eða leggja þunnt slitlag yfir götuna. Hand- lögnin getur varla talizt vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.