Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1968, Blaðsíða 62

Frjáls verslun - 01.03.1968, Blaðsíða 62
62 FRJÁLS VERZLUN frá ritstjórn Það er athyglisvert að heyra frásögn Edwards Frederiksens um eftirlitsstörf hans á vegum gisti- og veitingahúsaeftirlitsins. Af henni að dæma eru Islendingar ef til vill ekki almennt sóðalegriennágrannaþjóðirokkar, — hinsvegar kemur það berlega í ljós, að víða er pottur brotinn og full þörf á að hugleiða alvarlega, hvaða ráðstafanir mættu helzt að gagni koma við útrýmingu hirðuleysis og til eflingar hrein- lætis og samvizkusamlegra vinnubragða þeirra, sem starfa að matvælaframleiðslu og verzlun eða annast önnur þjónustustörf. Þess er dæmi að fiskiðnaðarverksmiðja Is- lendinga erlendis hafi sent aftur heim heilan skipsfarm af fiski, sem ekki var hæfur til ma~m- eldis sakir hirðuleysis þeirra, sem sáu um vinnslu hans í frystihúsi á Islandi. Það er líka býsna algengt, að starfsstúlkur í frystihúsum sendi hárspennurnar sínar, einbauga eða eitt- hvert glingur með í fiskpölckum á erlendan markað, svo að ekki sé minnzt á kutana, sem þær nota ella til fiskskurðarins. Umkvörtunum er nú jafnan komið til réttra aðila, þegar slíkar sendingar berast til fjarlægra stranda, en þá er allt undir því komið, að forráðamenn viðkom- andi vinnslustöðva láti sér þær að kenningu verða og reyni af fremsta megni að koma í veg fyrir, að svipuð atvik endurtaki sig. Það er sérstök ástæða til að hafa strangt eftir- lit með því, að þessar kvartanir séu virtar, þar sem aðstæður eru slíkar, sem Ediward Frede- riksen lýsir þeim, — það er að segja á þeim stöðum úti um Iandið, þar sem reynt er að halda uppi sjálfstæðum atvinnurekstri við erf- iðustu skilyrði. Þetta á þó ekki eingöngu við um frystihús, slúturhús eða mjólkurstöðvar. Langflestirlands- menn bíða þess óþreyjufullir að fá tækifæri til útivistar í sumar og munu þeir, sem um landið ferðast, þurfa á aðstoð þeirra að halda, sem við þjónustustörf fást úti í sveitunum eða í kaup- stöðum og kauptúnum. Vegna síaukinnar um- ferðar um héruð landsins hafa víða verið opnuð gistihús eða veitingastaðir í einhverri mynd. I langflestum tilvikum eru skilyrði til þess háttar starfsemi ekki fyrir hendi nema að sumrinu til. Þörfin er mikil yfir hábjargræðistímann og hreppsfélögin standa eflaust í mikilli þakkar- skuld við þá, sem vilja leggja það á sig að taka á móti ferðafólki til gistingar eða selja því mat. En það hlýtur að koma að því fyrr en seinna að almennir ferðamenn, innlendir sem erlendir, geri sér ekki allt að góðu þó að staddir séu á íslenzkum útkjálka. Rekstur margra veitinga- og gististaða úti um sveitirnar er með mestu endemum ef miðað er við þá þjónustu, sem veitt er á hótelum í Reykjavík eða á Akureyri og hinum stærstu sumargistihúsum. Einhver kann að segja, að ekki sé réttmætt að gera samanburð á sumar- gististað í þorpi einhvers staðar við sjávarsið- una og á því bezta, sem þekkist í þessum efnum í höfuðborginni. En það gerir heldur enginn nema þeir karlar og þær konur úti á landi, sem selja mat og gistingu i húsakynnum sinum á sumrin. Það er nefnilega ekkert einsdæmi, að þessir gistihúsaeigendur og veitingakonur geri heina fyrirspurn til hótela í Reykjavík um verð- lagningu á mat og annarri þjónustu og skrifi svo verðlista heima i héraði samkvæmt upplýs- ingum frá þeim. Það er því ekki óeðlilegt, að spurt sé, hvenær búast megi við gæðaflokkun veitingastaða og gistihúsa i höfuðborginni jafnt sem utan henn- ar og hvenær gistihúsarekstur eða matsala utan Reykjavíkur verði háð einhverjum reglum, sem önnur yfirvöld en viðkomandi hreppsnefndir eða bæjaryfirvöld kunna að setja hverju sinni. Væri til dæmis ekki ósanngjamt að ætlast til þess af ferðamálaráði, samgöngumálaráðuneyt- inu eða samtökum ferðaskrifstofa að þessir aðil- ar gæfu allar upplýsingar um þá veitinga- og gististaði, sem þeir gætu mælt með að undan- genginni könnun á skilyrðum til slíks reksturs á staðnum og verðlagningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.