Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1968, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.03.1968, Blaðsíða 13
FRJÁL5 VERZLUNf 13 Tollstöðvarbyggingin nýja í Reykjavík er mikið hús. TOLLSTÖÐIN FOKHELD NÆSTA HAUST Ekki er hægt að skilja svo við Torfa Hjartarson, að ekki sé minnst á hans aðalstarf, þ. e. toll- stjórastarfið. Við áttum þessvegna stutt samtal við Torfa um starf- semi Tollstjóraembættisins. Spurð- um við hann um starfsskilyrði þess. — Hvernig eru húsnæðisskil- yrði tollstjóraembættisins? — Þau hafa ávallt verið slæm. Tollstjóraskrifstofan býr nú við þröngan húsakost í Arnarhvoli, en höfuðstöðvar tollgæzlunnar eru í Hafnarhúsinu og er hús- næði hennar einnig af skornum skammti. Þessar tvær stofnanir þurfa að hafa nána samvinnu og er mjög óhagkvæmt, að þær skuli ekki vera í sameiginlegu húsnæði. Þetta stendur nú til bóta. Árið 1956 fékk ég því til leiðar komið, að byrjað var að safna fé í sér- stakan sjóð til bygginga tollstöðva með þeim hætti, að 1% af vöru- magns- og verðtolli skyldi renna í sjóðinn. Síðan 1963 rennur %% af aðflutningsgjöldum í sjóðinn. Síðastliðið ár var hafist handa um byggingu tollstöðvar í Reykja- vík. Er nú verið að ljúka við að steypa bygginguna upp og vonir standa til, að unnt verði að gera hana fokhelda fyrir næsta haust og neðstu hæðina, sem er stór vörugeymsla, nothæfa. Hins veg- ar skortir enn fé til að ljúka bygg- ingunni að fullu. Er þeim áfanga verður náð, verða tollstjóraskrif- stofan og aðalstöðvar tollgæzlunn- ar fluttar þangað í sameiginlegt og rúmgott húsnæði og þeim sköp- uð miklu betri starfsskilyrði en þær hafa nú. — Hvernig eru starfsskilyrði tollgæzlunnar að öðru leyti? — Starfsskilyrðum tollgæzl- unnar í Reykjavík við eftirlit með uppskipun, vörzlu og skoðun inn- fluttra vara er hörmulega ábóta- vant. f fyrsta lagi veldur það miklum örðugleikum, að höfn- inni hefur ekki enn verið skipt í innflutningshöfn og fiskihöfn; er á því brýn þörf. í öðru lagi er næstum alger skortur á hentug- um vöruskemmum við hafnar- bakkana. Mikið af þeim vörum, sem fluttar eru inn í Reykjavík, er hátolluð stykkjavara. Til þess að sæmilegt eftirlit verði haftmeð innflutningi slíkra vara, þurfa skipin, meðan á uppskipun stend-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.