Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1968, Blaðsíða 59

Frjáls verslun - 01.03.1968, Blaðsíða 59
'FRJÁLS VERZLUN 59 asta samninga og hvar mest fyrir sína peninga. Með því að taka á leigu þotu styttist flugtíminn til Mallorca til muna, og samningar Sunnu við Flugfélagið eru svo hagstæðir, að þeir bæta upp geng- isfellinguna. Sunna getur því eft- ir sem áður boðið mjög ódýrar og hagstæðar ferðir. Ferðirnar eru satt að segja svo hagstæðar, að Bandaríkjamenn kjósa fremur að koma frá sínu heimalandi til ls- lands til að geta farið með Sunnu. Og þrátt fyrir krókinn til íslands, spara þeir vel á þriðja hundrað dollara. Meðan Sunnuhóparnir dveljast á Mallorca, er sífellt fylgzt með því, að öllum líði vel, og ferðaskrifstofan hefur skrif- stofu þar syðra með tveim íslenzk- um starfsmönnum, Daða Run- ólfssyni og Öldu Snæhólm. Þeir, sem vilja liggja í sólbaði á ströndinni allan tímann, geta auðvitað gert það, ef þeir kæra sig um. En þeim er líka gefinn kostur á að fara í smáferðir um eyna eða jafnvel til AJríku. Þess- ar ferðir eru ekki innifaldar í verðinu, en þær má greiða í ís- lenzkum peningum eftir heim- komuna. Ferðaskrifstofan Saga er með nokkrar hópferðir til írlands, Spánar og meginlands Evrópu. Njáll Símonarson, forstjóri, segir að þótt hópferðirnar séu jafnan vinsælar sé það mikið farið að aukast, að menn komi til þeirra og biðji um einstaklingsferðir. í því sambandi gat hann þess, að um daginn hefði hann líklega gef- ið út lengsta farmiða, sem hér hefði verið útbúinn. Það var herramaður í markaðsleit, sem fékk tólf þéttskrifuð blöð, enda ætlaði hann að heimsækja 32 staði víðsvegar um heim, m. a. í Afríku. Þrjár hópferðanna verða til ír- lands og standa yfir í tíu daga. Þær kosta 10 þúsund krónur og innifalið í því eru flugferðirnar, sex daga ferð í langferðabíl um írland, hótelgistingar og morgun- verður og kvöldverður. Þá eru ráðgerðar tvær 17 daga ferðir til Costa del Sol á Spáni og þar af er stoppað tvo daga í London. Ferðirnar kosta 17800 krónur og innifalið er gisting og fullt fæði á lúxushóteli á Spáni, gisting og morgunverður í Lon- don og svo að sjálfsögðu flugferð- ir. Ein meginlandsferð verður farin 28. júní. Flogið verður til London, farið með ferju yfir til Frakk- lands og þaðan um Belgíu, Sviss, Austurríki og til Ítalíu. Ferðin varir þrjár vikur og kostar 22700 krónur. Innifalið er gisting, ferðir og allt uppihald. Njáll er líka að hugsa um Bandaríkin, en sem kunnugt er, gerir ríkisstjórnin þar nú allt, sem í hennar valdi stendur, til að laða að ferðamenn og kemur það að sjálfsögðu fram í verðlagi. Það verður örugglega farin ein ferð til Bandaríkjanna, og þá að sjálf- sögðu flogið með Loftleiðum. Því miður lágu ekki fyrir nánari upp- lýsingar um þessa ferð þegar blaðið fór í prentun, en ferða- skrifstofan mun án efa kynna hana þegar þar að kemur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.