Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1968, Blaðsíða 56

Frjáls verslun - 01.03.1968, Blaðsíða 56
56 FRJÁLS VERZLUN að lýðveldi, og yrði frá bví gengið, væri engin leið til að snúa aftur. Hermenn Rhódesíustjórnar berjast enn við þúsundir skæruliða frá ná- grannaríkinu Zambíu, en skærulið- arnir fóru yfir Karibavatn, sem er á landamærum Zambíu og Rhódesíu, aðfararnótt 19. marz. Megintilgang- ur þeirra var sá að hefna aftöku blökkumannanna fimm í Salisbury. Barizt er mestmegnis i Zambesi-daln- um, þar sem landið er vaxið þéttum frumskógi og mjög erfitt yfirferðar. VESTUR- ÞÝZKALAND Innanríkisráðherra V.-Þýzkalands, Paul Luecke, sem er varaformaður Kristilega demókrataflokksins, af- henti Kiesinger kanzlara lausnar- beiðni sína 27. marz i mótmæiaskyni við afstöðu sósíaldemókrata tii frum- varps um endurbætur á kosningalög- gjöf landsins, en sósíaldemókratar og kristilegir demókratar mynda sam- steypustjórn þá, sem fer með völd í V.-Þýzkalandi. Luecke dró síðar af- sögn sína til baka, er honum hafði verið heitið því, að reynt skyldi að finna samkomulagsgrundvöll fyrir sjónarmið hans. ALÞJÓÐA- GULLSJÓDURINN Þjóðirnar sjö, sem standa að Al- þjóðagullsjóðnum, komust að því samkomulagi 17. marz, að tvenns konar verð á gulli skyldi gilda í framtíðinni. Samkomulag þetta var gert til að koma í veg fyrir óhófleg gullkaup gjaldeyrisbraskara. Ákveð- ið var að stöðva afgreiðslu á gulli til gullmarkaðarins í London og allra annarra gullmarkaða. Annars vegar verða opinberar gullsölur á milli þessara landa, þar sem verðið á einni únsu gulls verður 35 Bandaríkjadalir, eins og áður, en hins vegar verður annar gullmarkaður, sem er frjáls og þar ákveðst gullverðið af framboði og eftirspurn, en aðildarríki gull- sjóðsins munu ekki bjóða fram gull á þessum markaði. Ákvörðun þessi var tekin á fundi aðalbankastjóra seðlabanka þeirra sjö ríkja, sem standa að Alþjóðagull- sjóðnum, og fór þessi fundur fram í Washington. Ríkin eru Bandaríkin, Belgía, V.-Þýzkaland, Italía, Holland. Sviss og Bretland. Ásókn spákaupmanna í gull á rót sína að rekja til gengisfellingar sterl- ingspundsins í nóvember í fyrra. Gengisfellingin var mikið áfall fyrir traust manna á peningakerfi heims- ins, en það er grundvallað á ákveðnu sambandi milli pundsins, dollarsins og gullsins. Er pundið var fellt, var doll- arinn óvarinn fyrir spákaupmennsku, sem jókst vegna minnkandi trausts á pappírsmynt. Margir efuðust um, að Bandaríkjunum yrði kleift að halda dollarnum á núverandi gengi vegna minnkandi gullforða og vaxandi greiðsluhalla. Spákaupmenn héldu, að ef dollarinn yrði felldur, myndi gull hækka mjög í verði, og síðustu tvo mánuði fyrra árs minnkaði gull- forði aðildarlanda Alþjóðagullsjcðs- ins um 1500 millj. dollara. í byrjun marzmánaðar jókst orðrómurinn um gengisfellingu dollarsins, og öngþveiti varð á gullmarkaðinum í London 15. marz, er gullsalan náði 100 tonnum. En með fyrrnefndum aðgerðum hafa „gulllöndin" stöðvað gullbraskið og gert vonir spákaupmannanna að engu. Til frekara öryggis voru for- vextir í Bandaríkjunum hækkaðir úr 4,5% í 5%. Vert er að geta þess, að þessar ráðstafanir hafa lítil áhrif á gjaldeyrismál íslendinga. ZANUSSI HEIMILISTÆKI Söluumboð fyrir hin vinsælu heimilistæki, svo sem sjálfvirkar ÞVOTTAVÉLAR KÆLISKÁPA UPPÞVOTTAVÉLAR FRYSTIKISTUR 0G FRYSTIBOX Getum einnig útvegað úrvalstæki til veitinga- og gistihúsa. VERZLUNIN LUKTIN HF. SNORRABRAUT 44 SÍMAR: 16242-15470 - PÓSTHÓLF 119
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.