Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1968, Síða 56

Frjáls verslun - 01.03.1968, Síða 56
56 FRJÁLS VERZLUN að lýðveldi, og yrði frá bví gengið, væri engin leið til að snúa aftur. Hermenn Rhódesíustjórnar berjast enn við þúsundir skæruliða frá ná- grannaríkinu Zambíu, en skærulið- arnir fóru yfir Karibavatn, sem er á landamærum Zambíu og Rhódesíu, aðfararnótt 19. marz. Megintilgang- ur þeirra var sá að hefna aftöku blökkumannanna fimm í Salisbury. Barizt er mestmegnis i Zambesi-daln- um, þar sem landið er vaxið þéttum frumskógi og mjög erfitt yfirferðar. VESTUR- ÞÝZKALAND Innanríkisráðherra V.-Þýzkalands, Paul Luecke, sem er varaformaður Kristilega demókrataflokksins, af- henti Kiesinger kanzlara lausnar- beiðni sína 27. marz i mótmæiaskyni við afstöðu sósíaldemókrata tii frum- varps um endurbætur á kosningalög- gjöf landsins, en sósíaldemókratar og kristilegir demókratar mynda sam- steypustjórn þá, sem fer með völd í V.-Þýzkalandi. Luecke dró síðar af- sögn sína til baka, er honum hafði verið heitið því, að reynt skyldi að finna samkomulagsgrundvöll fyrir sjónarmið hans. ALÞJÓÐA- GULLSJÓDURINN Þjóðirnar sjö, sem standa að Al- þjóðagullsjóðnum, komust að því samkomulagi 17. marz, að tvenns konar verð á gulli skyldi gilda í framtíðinni. Samkomulag þetta var gert til að koma í veg fyrir óhófleg gullkaup gjaldeyrisbraskara. Ákveð- ið var að stöðva afgreiðslu á gulli til gullmarkaðarins í London og allra annarra gullmarkaða. Annars vegar verða opinberar gullsölur á milli þessara landa, þar sem verðið á einni únsu gulls verður 35 Bandaríkjadalir, eins og áður, en hins vegar verður annar gullmarkaður, sem er frjáls og þar ákveðst gullverðið af framboði og eftirspurn, en aðildarríki gull- sjóðsins munu ekki bjóða fram gull á þessum markaði. Ákvörðun þessi var tekin á fundi aðalbankastjóra seðlabanka þeirra sjö ríkja, sem standa að Alþjóðagull- sjóðnum, og fór þessi fundur fram í Washington. Ríkin eru Bandaríkin, Belgía, V.-Þýzkaland, Italía, Holland. Sviss og Bretland. Ásókn spákaupmanna í gull á rót sína að rekja til gengisfellingar sterl- ingspundsins í nóvember í fyrra. Gengisfellingin var mikið áfall fyrir traust manna á peningakerfi heims- ins, en það er grundvallað á ákveðnu sambandi milli pundsins, dollarsins og gullsins. Er pundið var fellt, var doll- arinn óvarinn fyrir spákaupmennsku, sem jókst vegna minnkandi trausts á pappírsmynt. Margir efuðust um, að Bandaríkjunum yrði kleift að halda dollarnum á núverandi gengi vegna minnkandi gullforða og vaxandi greiðsluhalla. Spákaupmenn héldu, að ef dollarinn yrði felldur, myndi gull hækka mjög í verði, og síðustu tvo mánuði fyrra árs minnkaði gull- forði aðildarlanda Alþjóðagullsjcðs- ins um 1500 millj. dollara. í byrjun marzmánaðar jókst orðrómurinn um gengisfellingu dollarsins, og öngþveiti varð á gullmarkaðinum í London 15. marz, er gullsalan náði 100 tonnum. En með fyrrnefndum aðgerðum hafa „gulllöndin" stöðvað gullbraskið og gert vonir spákaupmannanna að engu. Til frekara öryggis voru for- vextir í Bandaríkjunum hækkaðir úr 4,5% í 5%. Vert er að geta þess, að þessar ráðstafanir hafa lítil áhrif á gjaldeyrismál íslendinga. ZANUSSI HEIMILISTÆKI Söluumboð fyrir hin vinsælu heimilistæki, svo sem sjálfvirkar ÞVOTTAVÉLAR KÆLISKÁPA UPPÞVOTTAVÉLAR FRYSTIKISTUR 0G FRYSTIBOX Getum einnig útvegað úrvalstæki til veitinga- og gistihúsa. VERZLUNIN LUKTIN HF. SNORRABRAUT 44 SÍMAR: 16242-15470 - PÓSTHÓLF 119

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.