Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1968, Blaðsíða 54

Frjáls verslun - 01.03.1968, Blaðsíða 54
54 FRJAL5 VERZLUN UMFERÐARMÁL ÝMIS TÆKNILEGUR UNDIRBÚINNGUR HÆGRI UMFERDAR i REYKJAVÍK Undirbúningi fyrir gildistöku hægri umferðar 26. maí má skipta í tvennt: í fyrsta lagi er um að ræða undirbúning, sem kallast getur tæknilegur, þ. e. færsla um- ferðarmerkja, uppsetning umferð- arljósa, breyting gatnakerfisins o. s. frv. í öðru lagi er um að ræða þann undirbúning, sem lýtur að fræðslu- og upplýsingastarfinu vegna breytingarinnar. Hér á eft- ir verður gerð nokkur grein fyrir hinum tæknilega undirbúningi í Reykjavík. 1. TILFÆRSLA OG UPPSETN- ING UMFERÐARMERKJA. í Reykjavík eru nú um 2000 umferðarmerki. Vegna umferðar- breytingarinnar þarf að færa um 1100 merki, þ. e. þau merki, sem í vinstri umferð eru vinstra megin vegar, en með tilkomu hægri um- ferðar verða hægra megin. Flest umferðarmerki í Reykjavík eru af gerðinni B 15, bannað að leggja ökutæki“, og þessi umferðar- merki þarf ekki að flytja með til- komu hægri umferðar. Þegar er lokið við að setja upp stólpa fyrir meirihlutann af nýju umferðar- merkjunum, og öllu verkinu verð- ur lokið í apríl. Umferðarmerkj- um í Reykjavík verður fjöigað með tilkomu hægri umferðar, og er þar aðallega um að ræða merki af gerðinni C 2, akbrautarmerki. Mestur hluti skiltanna verður fluttur sjálfa H-nóttina á tímabil- inu kl. 03.00—05.45, en nokkur hluti rétt fyrir H-dag. Jafnhliða þessari tilfærslu verður staðsetn- ing umferðarmerkjanna með til- liti til fjarlægðar frá gatnamótum og hæð frá jörðu samræmd. 2. UPPSETNING NÝRRA UM- FERÐARLJÓSA, ENDURSTILL- ING ELDRI LJÓSA. Með tilkomu hægri umferðar verða tekin í notkun ný umferð- arljós á sex gatnamótum. Gatna- mót þessi eru: Miklabraut—Kringlumýrarbraut Miklabraut—Háaleitisbraut Miklabraut—Grensásvegur Suðurlandsbraut—Álfheimar Suðurlandsbraut—Grensásvegur Suðurlandsbraut—Kringlumýrar- braut. Umferðarljós eru í dag á 10 gatnamótum, þannig að með til- komu hægri umferðar verða um- ferðarljós á 16 gatnamótum í Reykjavík. Umferðarljós á Miklubrautinni frá Lönguhlíð að Grensásvegi verða samstillt einni ákveðinni móðurstöð, þannig að unnt verði að aka eftir grænu ljósi eftir Miklubraut, sé ákveðnum meðal- hraða innan ramma umferðar- laga haldið. Hið sama er áformað síðar meir varðandi Suðurlands- braut. Endurstilla þarf eldri umferð- arljós, jafnframt því að þau verða færð. Breyting verður einnig gerð á umferðarljósum fyrir gangandi vegfarendur. í stað orðanna, BÍÐ- IÐ — GANGIÐ kemur mynd af manni, semstendurkyrr, ogmanni, sem gengur, en þessar myndir eru alþjóðleg umferðartákn. Á sjálfa H-nóttina fer síðan fram stilling allra umferðarljósa, en vegna breytingarinnar má gera ráð fyr- ir, að eldri umferðarljósin verði tekin úr sambandi nokkru fyrir H-dag, þar sem lagnir í jörðu (kaplar) verða endurnýjaðar. 3. BREYTING Á GATNAMÓT- UM, UPPSETNING NÝRRA UMFERÐAREYJA. Breyting á gatnamótum er eink- um fólgin í uppsetningu nýrra umferðareyja, lagfæringu eldri eyja, gerð nýrra akreina o. s. frv. Langstærsta verkið af þessu tagi er breikkun Hverfisgötu austan Snorrabrautar, en þar verður tví- stefnuakstur og sett miðeyja austan við Snorrabraut. Einnig verður viðamikil breyting á um- ferðareyjum á gatnamótumMiklu- brautar og Kringlumýrarbrautar. Þar þarf að breyta bogum um- ferðareyjanna, færa eyjarnar til o. s. frv. Nokkur breyting verður og á gatnamótum Hverfisgötu og Kalkofnsvegar. Á nokkrum gatna- mótum þarf og að lagfæra gang- stéttarhorn, auk þess sem eyjar verða þar færðar. Gert er ráð fyr- ir, að alls þurfi að breyta um 20 gatnamótum í borginni vegna gild- istöku H-umferðar. 4. GATNAMÁLNING. Mjög er undir veðri komið, hversu vel á veg komið verður málningu gatna í borginni fyrir H-dag. Borgin hefur tekið á leigu danska vélasamstæðu, sem notuð verður til að fræsa malbik upp úr götum og setja hvítan massa í staðinn. Koma hingað danskir sér- fræðingar til að leiðbeina við þetta verk. Þessi aðferð er talin mun endingarbetri en sú, sem hér hefur hingað til verið viðhöfð, þ. e. að mála ofan á malbikið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.