Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1968, Side 54

Frjáls verslun - 01.03.1968, Side 54
54 FRJAL5 VERZLUN UMFERÐARMÁL ÝMIS TÆKNILEGUR UNDIRBÚINNGUR HÆGRI UMFERDAR i REYKJAVÍK Undirbúningi fyrir gildistöku hægri umferðar 26. maí má skipta í tvennt: í fyrsta lagi er um að ræða undirbúning, sem kallast getur tæknilegur, þ. e. færsla um- ferðarmerkja, uppsetning umferð- arljósa, breyting gatnakerfisins o. s. frv. í öðru lagi er um að ræða þann undirbúning, sem lýtur að fræðslu- og upplýsingastarfinu vegna breytingarinnar. Hér á eft- ir verður gerð nokkur grein fyrir hinum tæknilega undirbúningi í Reykjavík. 1. TILFÆRSLA OG UPPSETN- ING UMFERÐARMERKJA. í Reykjavík eru nú um 2000 umferðarmerki. Vegna umferðar- breytingarinnar þarf að færa um 1100 merki, þ. e. þau merki, sem í vinstri umferð eru vinstra megin vegar, en með tilkomu hægri um- ferðar verða hægra megin. Flest umferðarmerki í Reykjavík eru af gerðinni B 15, bannað að leggja ökutæki“, og þessi umferðar- merki þarf ekki að flytja með til- komu hægri umferðar. Þegar er lokið við að setja upp stólpa fyrir meirihlutann af nýju umferðar- merkjunum, og öllu verkinu verð- ur lokið í apríl. Umferðarmerkj- um í Reykjavík verður fjöigað með tilkomu hægri umferðar, og er þar aðallega um að ræða merki af gerðinni C 2, akbrautarmerki. Mestur hluti skiltanna verður fluttur sjálfa H-nóttina á tímabil- inu kl. 03.00—05.45, en nokkur hluti rétt fyrir H-dag. Jafnhliða þessari tilfærslu verður staðsetn- ing umferðarmerkjanna með til- liti til fjarlægðar frá gatnamótum og hæð frá jörðu samræmd. 2. UPPSETNING NÝRRA UM- FERÐARLJÓSA, ENDURSTILL- ING ELDRI LJÓSA. Með tilkomu hægri umferðar verða tekin í notkun ný umferð- arljós á sex gatnamótum. Gatna- mót þessi eru: Miklabraut—Kringlumýrarbraut Miklabraut—Háaleitisbraut Miklabraut—Grensásvegur Suðurlandsbraut—Álfheimar Suðurlandsbraut—Grensásvegur Suðurlandsbraut—Kringlumýrar- braut. Umferðarljós eru í dag á 10 gatnamótum, þannig að með til- komu hægri umferðar verða um- ferðarljós á 16 gatnamótum í Reykjavík. Umferðarljós á Miklubrautinni frá Lönguhlíð að Grensásvegi verða samstillt einni ákveðinni móðurstöð, þannig að unnt verði að aka eftir grænu ljósi eftir Miklubraut, sé ákveðnum meðal- hraða innan ramma umferðar- laga haldið. Hið sama er áformað síðar meir varðandi Suðurlands- braut. Endurstilla þarf eldri umferð- arljós, jafnframt því að þau verða færð. Breyting verður einnig gerð á umferðarljósum fyrir gangandi vegfarendur. í stað orðanna, BÍÐ- IÐ — GANGIÐ kemur mynd af manni, semstendurkyrr, ogmanni, sem gengur, en þessar myndir eru alþjóðleg umferðartákn. Á sjálfa H-nóttina fer síðan fram stilling allra umferðarljósa, en vegna breytingarinnar má gera ráð fyr- ir, að eldri umferðarljósin verði tekin úr sambandi nokkru fyrir H-dag, þar sem lagnir í jörðu (kaplar) verða endurnýjaðar. 3. BREYTING Á GATNAMÓT- UM, UPPSETNING NÝRRA UMFERÐAREYJA. Breyting á gatnamótum er eink- um fólgin í uppsetningu nýrra umferðareyja, lagfæringu eldri eyja, gerð nýrra akreina o. s. frv. Langstærsta verkið af þessu tagi er breikkun Hverfisgötu austan Snorrabrautar, en þar verður tví- stefnuakstur og sett miðeyja austan við Snorrabraut. Einnig verður viðamikil breyting á um- ferðareyjum á gatnamótumMiklu- brautar og Kringlumýrarbrautar. Þar þarf að breyta bogum um- ferðareyjanna, færa eyjarnar til o. s. frv. Nokkur breyting verður og á gatnamótum Hverfisgötu og Kalkofnsvegar. Á nokkrum gatna- mótum þarf og að lagfæra gang- stéttarhorn, auk þess sem eyjar verða þar færðar. Gert er ráð fyr- ir, að alls þurfi að breyta um 20 gatnamótum í borginni vegna gild- istöku H-umferðar. 4. GATNAMÁLNING. Mjög er undir veðri komið, hversu vel á veg komið verður málningu gatna í borginni fyrir H-dag. Borgin hefur tekið á leigu danska vélasamstæðu, sem notuð verður til að fræsa malbik upp úr götum og setja hvítan massa í staðinn. Koma hingað danskir sér- fræðingar til að leiðbeina við þetta verk. Þessi aðferð er talin mun endingarbetri en sú, sem hér hefur hingað til verið viðhöfð, þ. e. að mála ofan á malbikið.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.