Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1968, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.03.1968, Blaðsíða 29
FRJÁLS VERZLUN 29 ÚR ÞDMGSÖLUM EKKI NÁÐIST SAMSTAÐA UM ÝMS- AR BREYTINGAR Á ÞINGSKÖPUM Rœtt um kjördœmaskipulagið, sem nauðsynlegt er að íara að gera breytingu á. Dregið úr heildarútgjöldum ríkisins um 138 millj. kr. Senn fer að líða að því, að 88. löggjafarþing íslendinga, það er nú situr, Ijúki störfum sínum, og eru þingstörfin þegar tekin að mótast af því. Færri ný lagafrum- vcrp og tillögur koma fram en áður, en þess fleiri nefndarálit frá fastanefndum þingsins, svo og breytingartillögur við framkomin frumvörp. Um mánaðamót febrú- ar — marz höfðu alls 41 þingmál hlotið fullnaðarafgreiðslu, þar af 19 stjórnarfrumvörp og 17 fyrir- spurnir. Aðeins eitt þingmanna- frumvarp hafði hlotið samþykki og eitt verið fellt. Það er því ljóst, að miklum fjölda þingmála er nú sem alltaf áður búin þau örlög að „sofna í nefnd“. Svo mun alltaf verða, a. m. k. að óbreyttu skipulagi þingstarfa. Nú eru reyndar uppi raddir um, að skipulaginu verði að breyta, og þá helzt hallazt að því, að Alþingi verði gert að einni málstofu. Ætti slíkt skipulag, ef úr verður, að geta leitt til þess, að fleiri þingmál hlytu afgreiðslu, og auðvelt ætti að vera aðtryggja, að þau fengju örugga meðferð. Það er t. d. nokkuð kátlegt, að jafn-lítilvæg mál og sala eyði- jarða eða veiting stýrimannsrétt- inda til manns, sem lært hefur erlendis, skuli verða að fara gegn- um 6 umræður á Alþingi og tvær nefndir fjalla um þau. Full ástæða er til að hrósafasta- nefndum Alþingis fyrir þauvinnu- brögð, sem þær hafa. Þær leggja greinilega alúð í vinnu sína og kanna málin frá sem flestum hiið- um. Og þau mál, sem stuttan tíma tekur að afgreiða, er venju- lega búið að undirbúa rækilega í þingflokkunum, áður en þau eru lögð fram, og þingmenn hafa þar fengið glögga innsýn í þau. ÞINGSKÖPIN ENDURSKOÐUÐ. Nefnd, sem kjörin var til að endurskoða gildandi lög um þing- sköp, hefur skilað áliti sínu í frumvarpsformi, sem tekið hefur verið til umræðu í neðri deild. í nefndinni áttu sæti fulltrúar stjórnmálaflokkanna, svo og for- setar þingsins. Tillögur nefndar- innar eru allar spor í rétta átt, en ekki er hægt að segja, að þær breyti miklu, enda kom það i ljós, að hún lagði aðeins fram þær tillögur, sem full samstaða var um. Úr því að unnið er að endur- skoðun þingskapa á annað borð, ætti að taka þau mál fastari tök- um, heldur en nefndin leggur til, og gera allar þær breytingar, sem telja má nauðsynlegt að gera. Það mætti t. d. telja furðulegt, ef samstaða næðist ekki á Alþingi um að leggja útvarpsumræður að öllu niður með því formi, sem nú er á þeim. Slíkar tilbúnar umræð- ur gefa með öllu ranga hugmynd AÐALVINNINGUR arsins ' ÚTDREGINN i 12.flokki 2 EKKERT HAPPDR/ETTI HÉREENDIS BÝDUR JAFNHÁAN VIHNING Á EINN MIDA MILLJONIR KR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.