Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1970, Side 27

Frjáls verslun - 01.02.1970, Side 27
FRJALS VERZLUN 27 Að notfæra okkur stöðu lands- ins með ráðstefnuhald í huga og færa þær þá af aðalferða- mannatímabilinu. — Loks þyk- ist ég sannfærður um, að við munum hreinlega geta ,,selt“ ísland erlendis með því að leggja áherzlu á tæra loftið hérlendis. Verði ráðist í þessar fram- kvæmdir strax er ég sannfærð- ur um, að Ísland verður fjöl- sótt ferðamannaland eftir að- eins 10—15 ár.“ Tekið á móti gestum á Hótel Loftleiðum. Matur afgreiddur á Hótel Sögu. sem ferðamannalands: ,,Ég er bjartsýnn maður að eðlisfari,“ segir Guðni. „Ég hef tröllatrú á landi og þjóð, og er þess full- viss, að höldum við rétt á spil- unum, geta ferðamálin orðið einn stærstiatvinnuvegurlands- ins. En til þess að svo megi verða, þarf að sjálfsögðu stórt átak. Við þurfum að þjálfa bet- ur starfsfólkið, sem vinnur að þjónustustörfum fyrir ferða- menn. Við eigum óhræddir að hleypa inn erlendu fjármagni til uppbyggingar á þessu sviði, laða erlenda hótelhringi til að reisa hér hótel, en gæta þess jafnframt að þeir nái ekki und- irtökunum. Já, við þurfum að gera áætlanir á sviði ferðamála fram í tímann og starfa sam- kvæmt þeim. Eitt brýnasta hagsmunamál- ið er að fá ferðamannatímabil- ið lengt. Tillögur hafa komið fram í þeim efnum, sem ég styð mjög eindregið: 1) Láta reisa heilsulindir í Hveragerði með heita vatnið og leirinn í huga, og þykist ég þess full viss, að margur auðmaðurinn myndi leita þangað til að njóta hvíldar og hressingar. — 2) Skipuleggja skíðaferðir til fs- lands, sérstaklega með Akur- eyri í huga, þar sem byggð verði upp enn frekari skíðaað- staða. — 3) Laða hingað veiði- menn víðs vegar að til vatna- veiða og sjóstangaveiða. — 4) HILTI- þjónustan HÓTELVÉLAR FELIX kartöfluduft og margt fleira BJORN G. BJORNSSON Freyjugötu 43, Reykjavík. Símar: 21765 og heima 11785

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.