Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1970, Síða 30

Frjáls verslun - 01.02.1970, Síða 30
3D FRJALS VERZLUN BRAUTRYÐJENDUR sanngjarnra IÐGJALDA HVAÐ SEM TRYGGINGIN NEFNIST ER AÐ BAKI HENNI ÖFLUGT TRYGGINGAFÉLAG Hagtrygging hf. Eiríksgötu 5 sími 3 85 80 vík, og rak það í fjögur ár. Hann byrjaði fyrst með nám- skeið fyrir Matsveina- og veit- ingaþjónaskólann 1951, en hef- ur svo verið skólastjóri hans frá 1955, Og við gefum Tryggva orðið: — Matsveina- og veitinga- þjónaskólinn tók til starfa haustið 1955, í Sjómannaskól- anum, og hefur verið þar æ síðan. Aðstaðan er því miður ekki nógu góð, ef vel á að vera þarf að reka svona skóla í sam- bandi við veitingastað til að auðvelda verklega kennslu. Eins og málin standa nú er verkleg kennsla ekki nógu ít- arleg, við höfum hreinlega ekki efni á henni. — Það má segja, að náminu sé skipt í tvo flokka, eða kannske öllu heldur þrjá. Framreiðslumenn þurfa að ljúka þriggja ára námi hjá meistara, en jafnframt stunda þeir nám hér í skólanum í þrisvar sinnum fjóra mánuði. Matreiðslumenn þurfa fjögur ár, og þeir eru einnig þrisvar sinnum fjóra mánuði í skólan- um. Þetta veitir þeim réttindi til starfa á veitingahúsum og á farþegaskipum. Svo erum við með átta mánaða námskeið fyrir þá, sem vilja gerast mat- sveinar á fiski- eða flutninga- skipum. Við erum svo einnig með námskeið fyrir fram- reiðslustúlkur, sem annað hvort vinna sjálfstætt á minni veit- ingastöðum, eða eru fram- reiðslumönnum til aðstoðar á þeim stærri. — Hvað geta margir stund- að nám í einu? — Við reynum að taka alla, sem vilja. Núna erum við t. d. með 20 matreiðslumenn í þriðja bekk, 7 í öðrum og 15 í fyrsta. Hingað til höfum við útskrifað 84 matreiðslumenn, sem hafa lokið reglulegu námi frá skól- anum, en nokkrir hafa fengið undanþágur, þannig að alls eru þeir 101, sem stundað hafa nám hér. Framreiðslumenn eru 112, 126 með þeim, sem hafa íengið undanþágur frá námstíma. — Hvað þurfa þeir að vera gamlir, og hvaða menntunar er krafist, þegar þeir koma hing- að?

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.