Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1970, Side 33

Frjáls verslun - 01.02.1970, Side 33
FRJÁLS VERZLUNT 33 Matsveinar og 'þjónn að störfum. — Lágmarksaldur er 15 ár, og þeir verða að hafa lokið miðskólaprófi. Þá tökum við við og kennum þeim t. d. ís- lenzku, dönsku, ensku, frönsku, bókfærslu, reikning, efna- og eðlisfræði, næringarefnafræði, réttaþekkingu, vínþekkingu, borðskreytingu, teiknun og teikniskrift. Til þessa höfum við þrjá fastráðna kennara, og eftir áramót eru fimm stunda- kennarar. — Nú er stundum kvartað yfir, að íslenzkir þjónar séu ekki nógu kurteisir? — Já, og því miður hefur það við rök að styðjast í sum- um tilfellum. Flestir eru raun- ar ágætir starfsmenn að mínu áliti, en það er auðvitað mis- jafn sauður í mörgu fé. Við er- um nú að reyna að ráða bót á þessu að einhverju leyti, með því að takmarka það hvaða hús hafa réttindi til að hafa lær- linga, sem geta orðið fuilgildir framreiðslu- eða matreiðslu- menn, að loknum vinnutíma þar og skólanámi. — Hvert er brýnasta verk- efni skólans í dag að yðar áliti? — Má ég þá byrja á að segja að fyrst þurfum við að komast í almennilegt húsnæði. Eitt brýnasta verkefnið er tvímæla- laust að víkka starfssvið skól- ans, þannig að t. d. séu haldin námskeið fyrir herbergisþern- ur, þá, sem annast gestamót- töku, og afgreiðslustúlkur í buffi. Það þýðir ekki að taka bara tvær stéttir og þjálfa þær í réttum siðum. Einnig þurfum við að gefa meiri gaum að strjálbýlinu. Við höfum að vísu verið með námskeið úti á landi, en ekki nærri nóg. Ferðamenn munu þeytast um landið þvert og endilangt, og þá verður að vera þjálfað starfsfólk til að annast þá, á hótelum og veit- ingastöðum. — Hvað stækkun skólans viðvíkur, var á síðasta alþingi heimilað ián til húsakaupa, og við höfum von um skólastofu í hinu nýja hóteli í húsi Kr. Kristjánssonar, en þetta er ekki ákveðið enn. — Og að lokum Tryggvi, hvernig líst þér á ísland sem ferðamannaland? — Ég hef mikla trú á að hægt sé að laða ferðamenn hingað, en það kostar auðvitað miklar fjárfestingar til að byrja með. Við verðum að byggja hótelin fyrst. í því sambandi vildi ég minnast á, að þegar verið er að byggja heima- vistarskóla finnst mér sjálfsagt að tekið sé tillit til þess í bygg- ingu, að hann kynni að verða notaður sem sumarhótel. Því miður er þetta ekki enn al- mennt. Og þegar öll hótelin eru risin, þarf að sjálfsögðu mikið af góðu fólki til starfa i þeim. Það verður hlutverk Matsveina- og veitingaþjóna- skólans að mennta bað fólk, og til að hann geti það þarf starfs- aðstaða hans að batna til muna. Vonandi missum við ekki af strætisvagninum í því tilliti. SYKUR, HVEITI og KORNVÖRUR, niðursoðnir, þurrkaðir og nýir AVEXTIR ávallt fyrirliggjandi. Sig Þ. Skjaldberg hf., Laugavegi 49, Reykjavík. Sími 11491 (3 línur). Símnefni: SKJALDBERG Á Hólmavík, Drangsnesi og Kaldaðarnesi • Seljum allar fáanleg- ar nauðsynjavörur á liagstæðu verði. • Kaupum íslenzkar framleiðsluvörur. • Höfum umboð fyrir SAMVINNUTRYGG- INGAR og ANDVÖKU. • Rekum innlánsdcild. KAUPFÉLAG STEINGRÍMSFJARÐAR

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.