Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1970, Síða 34

Frjáls verslun - 01.02.1970, Síða 34
/ Engin er góðferð án lyrirliyjfifju** Því aðeins njótið þér ferðagleði að þér skiljið óhyggjurnar eftir heima. Vanir ferðamenn tryggja sig og farangur sinn óður en ferð er hafin. Ekki þarf nema nokkur orð í tíma töluð — í síma 17700 — og þér hafið ferða- og farangurstryggingu fró Almennum trygg- ingum. Trygging er nauðsyn. MENNAR TRYGGINGAR P PÓSTHÚSSTRÆTI 9 SflVII 17700 • LÖG UM FERÐAMÁL Núgildandi lög um ferðamál eru nr. 4/1969. Þau eru að meg- inefni byggð á lögum um ferða- mál nr. 29/1964 með nokkrum breytingum í kaflanum um al- mennar ferðaskrifstofur. Þetta er í raun fyrsta tilraun til al- mennra heildarlaga um ferða- mál á fslandi; þó er rétt að geta laga um Ferðaskrifstofu ríkisins nr. 33/1936 ásamt breytingu á þeim lögum nr. 20/ 1947. Samkvæmt lögunum nr. 33/ 1936 var Ferðaskrifstofu ríkis- ins veittur einkaréttur á fyrir- greiðslu hérlendis vegna ferða erlendra ferðamanna, þó með þeirri imdantekningu, að fyrir- tæki, sem störfuðu á þessum vettvangi við gildistöku lag- anna, mættu starfa áfram. Verða áhrif þeirrar ráðstöfun- ar á íslenzk ferðamál ekki rak- in nánar hér. Á árabilinu milli 1950 og 1960, samfara breyttum þjóð- félagsháttum og auknum sam- göngum, fór að örla á ýmis konar starfsemi í þá átt að ann- ast og auka ferðalög íslendinga til útlanda, en slík ferðaþjón- usta fór ekki í bága við þá- gildandi lög um Ferðaskrif- stofu ríkisins. Fór einkarekstur á þessu sviði mjög vaxandi, og sérstaklega eftir 1960 færðist mikið líf í þessa atvinnugrein.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.