Frjáls verslun - 01.04.1970, Blaðsíða 45
FRJÁLS VERZLUN"
37
FRAMKVÆMDA-
IIÆTTIR I BYGG-
INGARIÐNAÐI
Grein eftir Guðmund Einarsson verkfrœðing, sem fjallar um
framkvcemdahœtti í byggingaiðnaðinum og nauðsyn gjör-
breyttrar stefnu til að lcekka bygginga- og húsnceðiskostnað
og fullncegja eftirspurn eftir íbúðarhúsnœði.
INNGANGUR.
Framkvæmdahættir í hús-
næðismálum og byggingastarf-
semi okkar íslendinga eru
meðal stóru þjóðfélagsvanda-
málanna, eins og ástatt er. Við
höfum byggt of dýrt, byggt of
lítið og húsnæðiskostnaður er
of hár. Þetta eru afleiðingar
þess, að stjórnun og skipulagn-
ing hafa ekki verið á réttri
braut um áratugi. Það er ekki
til raunhæfur grundvöllur fyr-
ir húsbyggingafyrirtæki og
hyggingariðnaður er ekki til í
eiginlegri merkingu þess hug-
taks, miðað við nútímaaðstæð-
ur.
Vissulega er það vandamál
út af fyrir sig, að bygginga-
þörfin er ekki nema um hálft
annað þúsund íbúða á ári. Það
haggar þó ekki því, að við
þyrftum ekki að iðka húsa-
byggingar sem handverk eða
byggja hvert hús sem módel.
En það hvort tveggja krefst
miklu meira vinnuafls í bygg-
ingastarfsemi en eðlilegt getur
talizt, nálægt helmingi meira,
og skortur á iðnaðarmönnum
hefur leitt til mjög óeðlilega
mikils launakostnaðar í bygg-
ingastarfseminni, sem hefur þó
stigið enn frekar vegna um-
framálagsins á þenslutímum í
þjóðarbúskapnum. Þegar við
allt þetta bætist að f jármögnun
byggingastarfseminnar hefur
nær algerlega verið einstak-
lingsbundin og meira og minna
eftir pólitískum leiðum, þarf
ekki að undrast það, þó hér
sé eitt af stóru þjóðfélags-
vandamálum.
ORSAKIR VANDANS.
Nánar tiltekið, tel ég helztu
orsakir þess, að framkvæmda-
hættir í húsnæðismálum og
byggingastarfsemi okkar eru
meiriháttar þjóðfélagsmál, eft-
irfarandi:
1. Fjármögnun hefur verið
mjög laus í reipunum, en að
svo miklu leyti, sem hún hef-
ur verið skipulögð, hefur hún
annars vegar miðazt við fram-
kvæmdir hins opinbera, þá
einkum sveitarfélaga og bygg-
ingu verkamannabústaða, sem
hafa þó verið langt um of smá-
ar einingar, til að skipta um-
talsverðu máli fyrir bygginga-
starfsemi, hins vegar við ein-
staklinga og farið fram eftir
pólitískum leiðum.
2. Lóðaúthlutun hefur verið
með svipuðum hætti.
3. Þetta hvort tveggja hef-
ur komið í veg fyrir, að hér risi
upp raunverulegur byggingar-
iðnaður. Rekstrareingingarnar
hafa verið of srnáar. Þær hafa
ekki haft bolmagn til sjálf-
stæðra framkvæmda. Þær hafa
ekki getað vélvætt sig. Það hef-
ur bundið byggingastarfsem-
ina verulega við árstíma.
Byggingatíminn hefur verið of
langur.
4. Handverkið og sú stað-
reynd, að umfang bygginga-
starfseminnar hefur á hverj-
um tíma mótast fremur af
sveiflum í þjóðarbúskapnum
en byggingaþörfinni, hafa
krafizt mun meira vinnuafls
en ella væri um að ræða, að
því er ætla má um helmingi
meira ef miðað er við ná-
grannaþjóðir. Erfitt hefur verið
að fullnægja vinnuaflsþörfinni
á þenslutimum, þegar mest er
byggt, og það hefur gert vinnu-
aflskostnaðinn allt of háan.
5. Fjármögnunarstefnan og
smæð og getuleysi rekstrarein-
inganna hafa verið þröskuldar
á vegi allrar skipulagningar,
hvað snertir húsagerðir, hindr-
að stöðlun og verksmiðjufram-