Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1970, Blaðsíða 45

Frjáls verslun - 01.04.1970, Blaðsíða 45
FRJÁLS VERZLUN" 37 FRAMKVÆMDA- IIÆTTIR I BYGG- INGARIÐNAÐI Grein eftir Guðmund Einarsson verkfrœðing, sem fjallar um framkvcemdahœtti í byggingaiðnaðinum og nauðsyn gjör- breyttrar stefnu til að lcekka bygginga- og húsnceðiskostnað og fullncegja eftirspurn eftir íbúðarhúsnœði. INNGANGUR. Framkvæmdahættir í hús- næðismálum og byggingastarf- semi okkar íslendinga eru meðal stóru þjóðfélagsvanda- málanna, eins og ástatt er. Við höfum byggt of dýrt, byggt of lítið og húsnæðiskostnaður er of hár. Þetta eru afleiðingar þess, að stjórnun og skipulagn- ing hafa ekki verið á réttri braut um áratugi. Það er ekki til raunhæfur grundvöllur fyr- ir húsbyggingafyrirtæki og hyggingariðnaður er ekki til í eiginlegri merkingu þess hug- taks, miðað við nútímaaðstæð- ur. Vissulega er það vandamál út af fyrir sig, að bygginga- þörfin er ekki nema um hálft annað þúsund íbúða á ári. Það haggar þó ekki því, að við þyrftum ekki að iðka húsa- byggingar sem handverk eða byggja hvert hús sem módel. En það hvort tveggja krefst miklu meira vinnuafls í bygg- ingastarfsemi en eðlilegt getur talizt, nálægt helmingi meira, og skortur á iðnaðarmönnum hefur leitt til mjög óeðlilega mikils launakostnaðar í bygg- ingastarfseminni, sem hefur þó stigið enn frekar vegna um- framálagsins á þenslutímum í þjóðarbúskapnum. Þegar við allt þetta bætist að f jármögnun byggingastarfseminnar hefur nær algerlega verið einstak- lingsbundin og meira og minna eftir pólitískum leiðum, þarf ekki að undrast það, þó hér sé eitt af stóru þjóðfélags- vandamálum. ORSAKIR VANDANS. Nánar tiltekið, tel ég helztu orsakir þess, að framkvæmda- hættir í húsnæðismálum og byggingastarfsemi okkar eru meiriháttar þjóðfélagsmál, eft- irfarandi: 1. Fjármögnun hefur verið mjög laus í reipunum, en að svo miklu leyti, sem hún hef- ur verið skipulögð, hefur hún annars vegar miðazt við fram- kvæmdir hins opinbera, þá einkum sveitarfélaga og bygg- ingu verkamannabústaða, sem hafa þó verið langt um of smá- ar einingar, til að skipta um- talsverðu máli fyrir bygginga- starfsemi, hins vegar við ein- staklinga og farið fram eftir pólitískum leiðum. 2. Lóðaúthlutun hefur verið með svipuðum hætti. 3. Þetta hvort tveggja hef- ur komið í veg fyrir, að hér risi upp raunverulegur byggingar- iðnaður. Rekstrareingingarnar hafa verið of srnáar. Þær hafa ekki haft bolmagn til sjálf- stæðra framkvæmda. Þær hafa ekki getað vélvætt sig. Það hef- ur bundið byggingastarfsem- ina verulega við árstíma. Byggingatíminn hefur verið of langur. 4. Handverkið og sú stað- reynd, að umfang bygginga- starfseminnar hefur á hverj- um tíma mótast fremur af sveiflum í þjóðarbúskapnum en byggingaþörfinni, hafa krafizt mun meira vinnuafls en ella væri um að ræða, að því er ætla má um helmingi meira ef miðað er við ná- grannaþjóðir. Erfitt hefur verið að fullnægja vinnuaflsþörfinni á þenslutimum, þegar mest er byggt, og það hefur gert vinnu- aflskostnaðinn allt of háan. 5. Fjármögnunarstefnan og smæð og getuleysi rekstrarein- inganna hafa verið þröskuldar á vegi allrar skipulagningar, hvað snertir húsagerðir, hindr- að stöðlun og verksmiðjufram-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.