Frjáls verslun - 01.04.1970, Blaðsíða 21
FRJÁLS VERZLUNf
21
Húsaþyrpingin „Habitat“ var byggð í tilefni af heimssýningunni 1967 í Montreal. „Habitat“ er í
raun og veru nokkuð venjulegt einbýlishúsahverfi — byggt upp á rönd — og með herlegu útsýni
yfir stórborgina. Hvert hús hefur eigin verönd, sem þannig er fyrir komið, að enginn treður öðr-
um um tær eða gægist á glugga nágrannans, en íbúafjöldinn verður nægjanlegur til þess að unnt
er að starfrækja hvers kyns þjónustu innan hóflegrar fjarlægðar.
jafn fjölbreytilegar og einstak-
lingarnir sjálfir. Ákvörðun um,
hvaða sjónarmið skuli ráða við
gerð skipulags er því pólitísks
eðlis, en ekki á valdi þess arkí-
tekts, sem að því vinnur. Hver
einstaklingur og hver kynslóð
verður að eiga þess kost að
taka þátt í að móta sitt eigið
umhverfi, byggðin tekur stöð-
ugt breytingum og hið upp-
runalega skipulag verður að
ætla sem mest svigrúm til að-
lögunar að nýjum viðhorfum.
Helzta vandamál, sem við
blasir í skipulagsmálum á síð-
ari árum, er hin öra fólksfjölg-
un í stærstu borgunum, en þó
sérstaklega stóraukin landþörf
þeirra. Síðan bílar urðu al-
menningseign er viðhorf
manna til fjarlægða orðið allt
annað en var og borgir þenj-
ast út hraðar en nokkur dæmi
eru til um. Miklar vegalengdir
innan eins og sama atvinnu-
svæðis skapa þann vanda, að
sjálft samgöngukerfið krefst
stóraukins landrýmis og stuðl-
ar þannig beint að enn frekari
útþenslu byggðarinnar og enn
meiri umferðarþörf. Umferðin
sem slík eykur einskis manns
velferð, heldur er hún bein só-
un á tíma og fjármunum, sem
fæst bæjarfélög ráða við án
þess að draga úr annarri fé-
lagslegri þjónustu við íbúana
að sama skapi. Gott dæmi þess-
arrar þróunar má t. d. sjá í að-
alskipulagi Reykjavíkur á þeim
gífurlegu umferðarmannvirkj-
um, sem talið er að verði nauð-
synleg eftir ein 15 ár til þess
eins að flytja Reykvíkinga
fram og aftur um borgarsvæð-
ið, innvafða í fimmfalda þyngd
sína af blikki.
Þær skipulagslegu aðferðir,
sem helzt hefur verið beitt til
að leysa þessa þraut, miða ann-
ars vegar að því að leysa sam-
gönguþörfina í ríkum mæli
með hraðgengum almennings-
farartækjum, hins vegar að
stuðla að þéttari byggð um-
hverfis þau svæði, sem mesta