Frjáls verslun - 01.04.1970, Blaðsíða 25
FRJÁLS VERZLUN
25
BYGGINGAÞÖRF
FRAM TIL 1980
Grein eftir Pétur Eiríksson hagfrœðing um fjölda íbúða í
notkun, íbúðabyggingar síðustu ár og áœtlaða byggingaþörf
allt fram til 1980.
INNGANGUR
Grein þessi er að nokkru
leyti framhald af grein, sem
birtist í öðru hefti Fjármálatíð-
inda 1967, og nefndist ,,íbúða-
byggingar og húsnæðisþörf
1950—1960 og áætlun um
íbúðabyggingar 1967—1971“.
Hér á eftir mun stuttlega verða
litið á, hvernig áætlunin hefur
staðizt í reynd og síðan eru
settar fram lauslegar hugmynd-
ir um aukningu húsnæðisþarf-
ar næsta áratug. Taka verður
skýrt fram, að hér er engan
veginn um nákvæma áætlun að
ræða; til þess er hvorki tími
né rúm og upplýsingar auk
þess af skornum skammti. Ber
því að taka niðurstöðunum með
nokkurri varúð.
AÐSTÆÐUR 1966
í árslok 1966 má ætla, að
46.750 íbúðir hafi verið í notk-
un á landinu öllu. Samkvæmt
upplýsingum úr þjóðskránni
nam fjöldi hjónabanda 1. des-
ember sama ár 36.131 og fjöldi
óvígðra sambúða 1.893. Fjöldi
einhleypinga yfir 16 ára að
aldri var 46.127. Mikill fjöldi
þessara einhleypinga býr inn-
an fjölskyldu, sérstaklega yngri
árgangarnir. Ef fjöldi karla og
kvenna á aldrinum 16—19 ára
er dreginn frá fjölda einhleyp-
inga verða eftir 31.316 ein-
hleypingar. Hluti þessa síðast
talda hóps er aðili að eftir-
spurninni eftir húsnæði. Með
því að gera ráð fyrir, að öll
hjón og allt sambýlisfólk ráði
yfir íbúð, verða eftir 8.726
íbúðir fyrir einhleypinga, eða
nóg til að sjá 27,9% einhleyp-
inga fyrir eigin íbúðum.
ÁRIN 1967 OG 1968
Árið 1967 var lokið smíði
1.787 íbúða og árið 1968 1.779
íbúða. Með því að gera ráð fyr-
ir, að 566 íbúðir hafi verið
teknar úr notkun á þessum ár-
um, en sú tala samsvarar um
það bil fyrri reynzlu, hefur
heildarfjöldi íbúða numið um
49.750 í árslok 1968. Fjöldi
hjónabanda var 37.816 í des-
ember 1968 og fjöldi óvígðra
sambúða 1.797. Einhleypingar
hafa þá haft umráð yfir 10.135
íbúðum í árslok 1968. Fjöldi
einhleypinga 20 ára og eldri
var um 32.000, þannig að um
31,7% þeirra hefur haft umráð
yfir íbúðum. Hefur því greini-
lega dregið úr húsnæðisskorti
á þesum tveim árum. Sé gerður
samanburður við áðurnefnda
áætlun, kemur í ljós, að lokið
hefur verið smíði 300-500 íbúða
umfram áætlaða þörf.
ÍBÚÐAÞÖRF Á NÆSTA
ÁRATUG
Eins og fram hefur komið
hér að ofan, ákvarðast bygg-
ingaþörfin af þrem atriðum:
1. Fjölgun hjónabanda. 2.
Fjölgun einhleypinga og eftir-
spurn þeirra eftir eigin íbúð-
um. 3. Fjölda þeirra íbúða, sem
teknar eru úr notkun. — Hér á
eftir mun verða reynt að gera
stuttlega grein fyrir hverju
þessara þriggja atriða fram til
1980.
FJÖLGUN
HJÓNABANDA
Á undanförnum fimm árum
hefur hjónaböndum fjölgað um
900 til jafnaðar á ári. Gera
verður ráð fyrir, að þessi tala
hækki í 1000—1100 á fyrri
hluta tímabilsins og í 1100—
1200 á seinni hlutanum. Fjöl-
mennir árgangar eru nú að
komast á giftingaraldurinn, og
koma þá til með að valda auk-
inni eftirspurn eftir húsnæði.
Gera verður ráð fyrir að byggja
þurfi 6000—6500 íbúðir árin
1969—1974 og 6500—7000 íbúð-
ir árin 1975—1980 til þess að
fullnægja þessari þörf.
FJÖLGUN EINHLEYPINGA
OG ÍBÚÐAÞÖRF ÞEIRRA
Fjölgun einhleypinga má
áætla á bilinu 800—900 á ári á
fyrri hluta tímabilsins og 900—
1000 á síðari hlutanum. Til
þess að halda í horfinu, þ.e.a.s.
að hluti einhleypinga, sem hef-
ur umráð yfir íbúð, lækki ekki