Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1970, Qupperneq 25

Frjáls verslun - 01.04.1970, Qupperneq 25
FRJÁLS VERZLUN 25 BYGGINGAÞÖRF FRAM TIL 1980 Grein eftir Pétur Eiríksson hagfrœðing um fjölda íbúða í notkun, íbúðabyggingar síðustu ár og áœtlaða byggingaþörf allt fram til 1980. INNGANGUR Grein þessi er að nokkru leyti framhald af grein, sem birtist í öðru hefti Fjármálatíð- inda 1967, og nefndist ,,íbúða- byggingar og húsnæðisþörf 1950—1960 og áætlun um íbúðabyggingar 1967—1971“. Hér á eftir mun stuttlega verða litið á, hvernig áætlunin hefur staðizt í reynd og síðan eru settar fram lauslegar hugmynd- ir um aukningu húsnæðisþarf- ar næsta áratug. Taka verður skýrt fram, að hér er engan veginn um nákvæma áætlun að ræða; til þess er hvorki tími né rúm og upplýsingar auk þess af skornum skammti. Ber því að taka niðurstöðunum með nokkurri varúð. AÐSTÆÐUR 1966 í árslok 1966 má ætla, að 46.750 íbúðir hafi verið í notk- un á landinu öllu. Samkvæmt upplýsingum úr þjóðskránni nam fjöldi hjónabanda 1. des- ember sama ár 36.131 og fjöldi óvígðra sambúða 1.893. Fjöldi einhleypinga yfir 16 ára að aldri var 46.127. Mikill fjöldi þessara einhleypinga býr inn- an fjölskyldu, sérstaklega yngri árgangarnir. Ef fjöldi karla og kvenna á aldrinum 16—19 ára er dreginn frá fjölda einhleyp- inga verða eftir 31.316 ein- hleypingar. Hluti þessa síðast talda hóps er aðili að eftir- spurninni eftir húsnæði. Með því að gera ráð fyrir, að öll hjón og allt sambýlisfólk ráði yfir íbúð, verða eftir 8.726 íbúðir fyrir einhleypinga, eða nóg til að sjá 27,9% einhleyp- inga fyrir eigin íbúðum. ÁRIN 1967 OG 1968 Árið 1967 var lokið smíði 1.787 íbúða og árið 1968 1.779 íbúða. Með því að gera ráð fyr- ir, að 566 íbúðir hafi verið teknar úr notkun á þessum ár- um, en sú tala samsvarar um það bil fyrri reynzlu, hefur heildarfjöldi íbúða numið um 49.750 í árslok 1968. Fjöldi hjónabanda var 37.816 í des- ember 1968 og fjöldi óvígðra sambúða 1.797. Einhleypingar hafa þá haft umráð yfir 10.135 íbúðum í árslok 1968. Fjöldi einhleypinga 20 ára og eldri var um 32.000, þannig að um 31,7% þeirra hefur haft umráð yfir íbúðum. Hefur því greini- lega dregið úr húsnæðisskorti á þesum tveim árum. Sé gerður samanburður við áðurnefnda áætlun, kemur í ljós, að lokið hefur verið smíði 300-500 íbúða umfram áætlaða þörf. ÍBÚÐAÞÖRF Á NÆSTA ÁRATUG Eins og fram hefur komið hér að ofan, ákvarðast bygg- ingaþörfin af þrem atriðum: 1. Fjölgun hjónabanda. 2. Fjölgun einhleypinga og eftir- spurn þeirra eftir eigin íbúð- um. 3. Fjölda þeirra íbúða, sem teknar eru úr notkun. — Hér á eftir mun verða reynt að gera stuttlega grein fyrir hverju þessara þriggja atriða fram til 1980. FJÖLGUN HJÓNABANDA Á undanförnum fimm árum hefur hjónaböndum fjölgað um 900 til jafnaðar á ári. Gera verður ráð fyrir, að þessi tala hækki í 1000—1100 á fyrri hluta tímabilsins og í 1100— 1200 á seinni hlutanum. Fjöl- mennir árgangar eru nú að komast á giftingaraldurinn, og koma þá til með að valda auk- inni eftirspurn eftir húsnæði. Gera verður ráð fyrir að byggja þurfi 6000—6500 íbúðir árin 1969—1974 og 6500—7000 íbúð- ir árin 1975—1980 til þess að fullnægja þessari þörf. FJÖLGUN EINHLEYPINGA OG ÍBÚÐAÞÖRF ÞEIRRA Fjölgun einhleypinga má áætla á bilinu 800—900 á ári á fyrri hluta tímabilsins og 900— 1000 á síðari hlutanum. Til þess að halda í horfinu, þ.e.a.s. að hluti einhleypinga, sem hef- ur umráð yfir íbúð, lækki ekki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.