Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1970, Blaðsíða 58

Frjáls verslun - 01.04.1970, Blaðsíða 58
SD FRJÁLS VERZLUNf GÓLFTEX Terrazzo plast Leiðbeiningar um notkun Gólftex er slitsterkt plast- efni, sem hægt er að leggja á gólf, jafnt í verksmiðjuhúsum sem heimahúsum (ganga, þvottahús, stigahús, bílskúra, vinnusali í frystihúsum, skrif- stofuhúsnæði o. s. frv.). Efnið er hægt að leggja í ýmsum þykktum, og það hefur frábæra viðloðun á tré, stein og járn. Það þolir mjög vel hvers konar kemikalíur, svo sem sýru og lút. Ný steingólf þurfa að fá að standa við herbergishita í minnst 2—3 mánuði, áður en lagt er á þau. í flestum tilfell- um er nauðsynlegt að sýru-þvo þessi gólf, til þess að eyða lausu sementslagi, sem oft vill mynd- ast í efsta lagi steypunnar, og eins þar sem gólf eru mjög slétt (stáldregin), hjálpar sýru- þvottur til þess að gefa betri viðloðun. Nota skal saltsýru 40% og blanda hana með vatni í hlutföllum 1:8. Gólfið þarf að skola vel og kústa eftir þvott- inn, en láta síðan þorna. Ef gólfin hafa verið máluð áður, þarf að fjarlægja vandlega allt, sem laust er, en gera málning- una, sem eftir situr, matta með því að rífa hana með smergel- pappír (nota vélar, ef hægt er), og þvo síðan vel. Strax og gólf- in eru byrjuð að þorna skal gera við sprungur með því að hræra saman Alabastini og Múrtexi og bera í sprungurnar. Steingólf og aðra gljúpa fleti skal grunna með sérstökum Gólftexgrunni, sem er fljótur að þorna, og varast ber að láta hann standa lengur en 24 tíma, áður en sjálft Gólftexið er sett á. Gólftexið þarf herði svo að þornun eigi sér stað. Honum er blandað í hlutföllunum 1 rúm- mál herðir á móti 3 rúmmálum Gólftex. Gæta skal þess að nota ekki meira magn af herði en að ofan getur. Mjög áríðandi er að hræra þessum efnum vel saman og fyrirbyggja að ó- blandað efni liggi eftir í lögg- um og meðfram hliðum blönd- unar-ílátsins. Ef illa er blandað saman koma fram blettir, sem ekki harðna. Gólftexinu er hellt á gólfið og rakað út með sköfum eða stálbrettum, sem skilja hæfi- lega þykkt eftir á gólfinu, (frá 0,7—2,0 mm, eftir því sem henta þykir). Sköfurnar geta annaðhvort verið tenntar líkt og dúkalímspaði, eða þá gerð- ar úr 20—30 cm. löngu blaði með tveim pinnum, og ræður þá lengd þeirra þykktinni. Gólftexið flýtur svo vel út, að förin eftir tennur og pinna hverfa. Varast ber að blanda stærri lögun af gólftexi og herði en svo, að takast megi að koma henni á flötinn innan 30 ■—40 mínútna, því þá byrjar blandan að stirðna. Meðan gólftexið er blautt má strá út í það plastflögum af ýmsum litum, sem gefa gólfun-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.