Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1970, Síða 58

Frjáls verslun - 01.04.1970, Síða 58
SD FRJÁLS VERZLUNf GÓLFTEX Terrazzo plast Leiðbeiningar um notkun Gólftex er slitsterkt plast- efni, sem hægt er að leggja á gólf, jafnt í verksmiðjuhúsum sem heimahúsum (ganga, þvottahús, stigahús, bílskúra, vinnusali í frystihúsum, skrif- stofuhúsnæði o. s. frv.). Efnið er hægt að leggja í ýmsum þykktum, og það hefur frábæra viðloðun á tré, stein og járn. Það þolir mjög vel hvers konar kemikalíur, svo sem sýru og lút. Ný steingólf þurfa að fá að standa við herbergishita í minnst 2—3 mánuði, áður en lagt er á þau. í flestum tilfell- um er nauðsynlegt að sýru-þvo þessi gólf, til þess að eyða lausu sementslagi, sem oft vill mynd- ast í efsta lagi steypunnar, og eins þar sem gólf eru mjög slétt (stáldregin), hjálpar sýru- þvottur til þess að gefa betri viðloðun. Nota skal saltsýru 40% og blanda hana með vatni í hlutföllum 1:8. Gólfið þarf að skola vel og kústa eftir þvott- inn, en láta síðan þorna. Ef gólfin hafa verið máluð áður, þarf að fjarlægja vandlega allt, sem laust er, en gera málning- una, sem eftir situr, matta með því að rífa hana með smergel- pappír (nota vélar, ef hægt er), og þvo síðan vel. Strax og gólf- in eru byrjuð að þorna skal gera við sprungur með því að hræra saman Alabastini og Múrtexi og bera í sprungurnar. Steingólf og aðra gljúpa fleti skal grunna með sérstökum Gólftexgrunni, sem er fljótur að þorna, og varast ber að láta hann standa lengur en 24 tíma, áður en sjálft Gólftexið er sett á. Gólftexið þarf herði svo að þornun eigi sér stað. Honum er blandað í hlutföllunum 1 rúm- mál herðir á móti 3 rúmmálum Gólftex. Gæta skal þess að nota ekki meira magn af herði en að ofan getur. Mjög áríðandi er að hræra þessum efnum vel saman og fyrirbyggja að ó- blandað efni liggi eftir í lögg- um og meðfram hliðum blönd- unar-ílátsins. Ef illa er blandað saman koma fram blettir, sem ekki harðna. Gólftexinu er hellt á gólfið og rakað út með sköfum eða stálbrettum, sem skilja hæfi- lega þykkt eftir á gólfinu, (frá 0,7—2,0 mm, eftir því sem henta þykir). Sköfurnar geta annaðhvort verið tenntar líkt og dúkalímspaði, eða þá gerð- ar úr 20—30 cm. löngu blaði með tveim pinnum, og ræður þá lengd þeirra þykktinni. Gólftexið flýtur svo vel út, að förin eftir tennur og pinna hverfa. Varast ber að blanda stærri lögun af gólftexi og herði en svo, að takast megi að koma henni á flötinn innan 30 ■—40 mínútna, því þá byrjar blandan að stirðna. Meðan gólftexið er blautt má strá út í það plastflögum af ýmsum litum, sem gefa gólfun-

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.