Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1970, Blaðsíða 63

Frjáls verslun - 01.04.1970, Blaðsíða 63
FRJÁLS VERZLUrsf 55 Byggingar- efnasýning, fræðslu, og uppiýsinga- starfsemi BYGGINGAÞJÓNUSTA Arkitektafélags íslands hóf starfsemi sína í aprílmánuði 1959. MarkmiS hennar er a'ð auðvelda þeim aðilum starfið, sem á einn eða annan hátt vinna að byggingar- málum. I því skyni rekur hún byggingarefnasýningu, og eins veitir hún upplýsingar og rekur fræðslustarfsemi um byggingar- efni og byggingarhætti. Aðgangur að sýningum stofnunarinnar er ókeypis, svo og upplýsingar. Stofnunin er algjörlega hlutlaus í leiðbeiningum sínum til húsbyggjenda, vísar ekki á ákveðna tilgreinda aðila, sem starfa í þessari grein, heldur bendir einung- is á leiðir. „Um leið og fólk fer að hugleiða með sér að ráðast í byggingu, getur það snúið sér til stofnunarinnar“, segir Ólafur Jensson hjá Byggingaþjónustunni. „Við veitum því upplýsingar um það, hvert beri að leita til að fá lóð og stundum hvaða möguleikar séu á lóð- um. Eins hvaða möguleikar séu í teikningum, og hvaða þjónustu sé að fá varðandi undirbúninginn að sjálfum framkvæmdunum. Þá höfum við ætíð byggingarvísitöluna við hendina, og höfum reynt að hafa nokkuð raunhæfar tölur um kostnað, vísitalan er ekki alltaf sem raunhæfastur grundvöllur. Þjónusta stofnunar- innar hefur verið mikið notuð, — fólk kemur hingað til viðræðu og eins er mikið um það, að hrin gt sé til okkar, sérstaklega fólk úti á landi, sem sparar sér með því ferð í bæinn.“ Byggingaþjónusta AÍ er til húsa að Laugavegi 26, og þar er um 500 ferm. sýningarsalur, þar sem ætíð eru byggingavörur til sýnis frá allt að 70 fyrirtækjum. Þangað getur fólkið komið og borið saman ýmisb yggingarefni, og fengið upplýsingar um verð og gæði. Einn þátturinn í fræðslustarfsemi stofnunarinnar er að efna til fyrirlestrahalds. Hefur stofnunin fengið sérfræðinga til að halda fyrirlestra víðs vegar um land, bæði fyrir almenning og fagmenn. „Á sl. ári var t. d. efnt til ráðstefnu sem kölluð var: Nútíma byggingahættir í íslenzkri veðráttu,“ segir Ólafur. „Þótti hún takast mjög vel, og kom þar margt merkt fram — m. a. að við eigum lítið sameiginlegt með öðrum þjóðum, hvað snertir byggingarefni — þ. e. þó sannað sé að efni reynist vel erlendis, þá er ekki þar með sagt að það reynist vel í okkar veðrátt?u.“ Ólafur segir að áframhald verði á þessum þætti í starfseminni, og á þessu ári verður væntanlega efnt til ráðstefnu, þar sem að mestu verður fjallað um þök á húsum. f framhaldi af þessu víkur Ólafur talinu frekar að byggingar- efnunum, og segir að á því sviði sé þróunin mjög ör og stöðugt séu að koma fram ný og ný efni, sem kynna þarf hér á landi. „Byggingaþjónustan hefur reynt að sinna þessum þætti, en ljóst er að Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins þarf að kanna þessi efni, sérstaklega með tilliti til veðráttunnar hérlendis. Það er nauðsynlegt fyrir okkur íslendinga af ýmsum orsökum að byggja vönduð hús, og því er sérstaklega brýn nauðsyn á því að Rannsóknarstofnuninni sé sköpuð góð aðstaða til að kynna sér ný byggingaefni og reyna þau með tilliti til íslenzkra að- stæðna.“ Talið berst að byggingarkostnaðinum hérlendis, og Ólafur segir, að geysimargt megi gera til að lækka hann, en nefnir stöðlun sér- staklega. „Iðnaðarmálastofnunin vinnur nú að því að láta gera staðla í ýmsum flokkum en það hefur legið lengi niðri, vegna skorts á sérfræðingum. En nú vonar maður að þetta fari að koma í byggingariðnaðinum — ég held, að hið eina, sem þar er staðlað, séu hurðir — og slíkt getur strax lækkað byggingarkostnaðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.