Frjáls verslun - 01.04.1970, Blaðsíða 54
46
FRJALS VERZLUN
íbúðabyggingar. Þetta er eðli-
legt, þar sem svo stór hluti af
fjármunafestingu í byggingar-
iðnaðinum er einmitt í íbúða-
byggingum. Raunin hefur hins
vegar orðið sú, að miklu stærii
hluti af starfinu hefur snúizt
um aðra mannvirkjagerð, svo
sem vega, vatnsvirkjunar og
hafnarmannvirki. Orsök til þess
er fólgin í því, að verktakar við
slíka mannvirkjagerð eru jafn-
an miklu stærri, að fjárveiting-
ar til beinna undirstöðurann-
sókna í byggingariðnaði eru
mjög takmarkaðar og þess
vegna hefur orðið að beita rann-
sóknunum að þeim verkefnum,
sem greitt er fyrir beint frá
verktökum. Aðrar stofnanir
byggingariðnaðarins eru og
jafnan fjárvana og lítið fer
fyrir áhrifum lánastofnana á
landinu á rannsóknastarfsem-
ina.
Stefnumörkun er aðkallandi.
Sttefnumörkun í húsnæðis-
málum almennt er mjög aðkall-
andi á íslandi. Húsnæðiskostn-
aður er raunverulega miklu
meiri en þeir vextir og afborg-
anir sem greiða þarf af bygg-
ingalánum og rétt er að gera
sér grein fyrir því hvað í þess-
um útgjöldum felst.
Húsnæðiskostnaður.
Húsnæðiskostnaður saman-
stendur af vöxtum, vaxtakostn-
aði, afborgunum, viðhaldi á í-
búð eða húsi, fasteignaskött-
um, tryggingum og rekstrarfé,
svo sem hita- og rafmagnskostn-
aði og auk þess ber og verður
að taka inn í þennan kostnað
hluta af innansveitarferðakostn-
aði fjölskyldunnar. Ferðakostn-
aðinn er að vísu erfitt að meta,
en augljóst er að hann verður að
telja með í húsnæðiskostnaðin-
um, þar sem staðsetning íbúðar
hefur svo veigamikil áhrif á út-
gjöld fjölskyldna. Eftir kana-
dískri fyrirmynd, sem gerir ráð
fyrir 6% láni til 25 ára má
greina húsnæðiskostnað niður
i eftirtalda liði: Vextir verða
um 50%, afskriftir 14%, við-
hald áætlað á 114% verða 10%,
fasteignaskattar 13%, trygging
1%, rekstur þ. e. hiti, vatn,
ljós og orka 4%, samtals 100%.