Frjáls verslun - 01.04.1970, Blaðsíða 20
zn
FRJÁLB VERZLUN
Valin efni vönduð smíð
Mótaviður — Spónaplötur — Smíðaviður
Krossviður — Þurrkaður viður — Harðtex
Gagnvarinn viður — Olíusoðið masonite
Viðarþiljur — Loftklœðning — Vegg-
klœðning — Innihurðir — TJtihurðir — Bíl-
skúrshurðir — Verksmiðjuhurðir—Carda-
gluggar — Gluggar samkvœmt sér-
teikningum — Þakpappi — Saumur
Timburverzl. VÖLUNDUR HF.
Klapparstíg 1, sími 18430 - Skeifunni 19,
simi 36780 - Reykjavnk.
VERKTAKAR
RÁÐGEFANDI
VERKFRÆÐISTÖRF
Almenna byggingafélagið hf.
Suðurlandsbraut 32, Reykjavik.
Sími 38590.
rekja nokkuð beint til þess, hve
litlu er til rannsókna og til-
rauna kostað á þessu sviði og
raunar hefur skipulagsmálum
sjaldnast verið sinnt fram yf-
ir brýnustu nauðsyn líðandi
stundar. Við höfum valið þá
einföldu leið, að skattleggja
húsbyggingar lítillega í því
skyni að kosta skipulagningu
byggðarinnar, en það fé, sem
þannig fæst, er mjög takmark-
að og rennur að auki aldrei ó-
skipt til þeirra mála. Skipu-
lagsmál eru þannig einn af
tekjustofnum ríkissjóðs, gagn-
stætt því sem þekkt er annars
staðar á byggðu bóli.
Arangurinn er sá, að fæst
bæjarfélög á landinu eru þess
megnug að mæta þeirri þró-
un. sem yfir þau dynur án
miskunnar, byggðin verður ó-
samstæð og tilviljunarkennd
og ýmsar framkvæmdir van-
hugsaðar og dýrar. Öllu verra
er þó, að enn erum við sára-
litlu nær um hvernig hentug-
ast væri að byggja borgir við
þær sérstöku aðstæður, sem
hér eru fyrir hendi, né höfum
við nokkra vitneskju um, hvort
þær íbúðir og íbúðahverfi,
sem byggð eru í dag til að
standa um aldir, muni á nokk-
urn hátt geta svarað þeim
kröfum, sem til þeirra verða
gerðar eftir nokkra áratugi.
Fyi’ir þennan þekkingarskort
eru sjónarmið líðandi stundar
nær einráð um að móta það
umhverfi, sem standa skal um
langa framtíð. í bezta ifalli eru
það meira eða minna óljósar
hugmyndir um þarfir og vel-
ferð einnar kynslóðar, sem
ferðinni ráða, en oft blandast
þó þar inn í jafn skammlíf
sjónarmið og tilviljunarkennd-
ur yfirráðaréttur yfir bygging-
arlandi, lánapólitík eða beinir
persónulegir hagsmunir nokk-
urra fárra.
Enn hefur ekki tekizt að
skilgreina nokkrar nothæfar
eða algildar mælieiningar til að
meta „gæði“ skipulags og hlýt-
ur gerð þess því óhjákvæmi-
lega að mótast verulega af per-
sónulegum viðhorfum og
reynslu þeirra er um það fjalla.
Þarfir og óskir þeirra, sem not
hafa að verkinu fullunnu eru