Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1970, Page 57

Frjáls verslun - 01.04.1970, Page 57
FRJÁLS VERZLUN' 49 upplýsingar um verð og kostnað eru af mjög skornum skammti. Samhliða skorti á verðupplýs- ingum er í byggingariðnaðinum verulegur skortur á skilgrein- ingum á mælieiningum, en það hefur í för með sér að óhægt er Um allan samanburð og afleið- ingin kemur fram í óraunhæf- um kostnaðaráætlunum, sem oft eru skaðlegar fyrir bygging- ariðnaðinn. Byggingamáti. Sá byggingamáti, sem hér er algengastur, er að vísu á ýmsan hátt gallaður og á öðrum svið- um er hann staðnaður. En hinu má ekki gleyma, að hann hefur ekki orðið ríkjandi í landinu eingöngu af tilviljun. Hann skyldi því ekki fordæma með- an vitund okkar um verðlag er jafn óglögg og nú er. Tækni- framfarir eru mjög örar og okk- ur er mikill vandi að fylgjast nægjanlega vel með. Upplýs- ingar þurfa að berast í aðgengi- legu formi fyrir hinn íslenzka byggjanda eins og kollega hans annars staðar í heiminum. Niðurstöður. Af framanskráðum íhugun- um má draga þá ályktun, að þörf sé mikið aukinna bygginga- rannsókna á íslandi. Efling rannsóknastarfseminnar er þó ekk ieinhlít, enda ekki æski- legt að opinber stofnun sé eina forsjá iðnaðarins. íhuganirnar benda jafnframt á það að við þörfnumst aukinnar hönnunar, sem til grundvallar mætti liggja fyrir ákveðna stefnumörkun í húsnæðismálum. Vandaðrar, skólaðrar íhugunar í þessum víðfeðmu og áhrifamiklu þjóð- málum er vissulega þörf. Rann- sóknastofnun byggingariðnað- arins gæti verið í lykilaðstöðu til þess að safna og dreifa upp- lýsingum og niðurstöðum rann- sókna, er yrðu byggingariðnað- inum til hagsbóta. TRITON BAÐSETTIN Baðkör Siurtubotnar Handlaugar . C. Bidet Blöndunartæki Blöndunarventlar Hitastillar (thermostat-sjálfvirk blöndun) Veggflísar Gólfflisar Ekta hábrend postulínsvara í úrvali gerða og lita TRITON UmboðiS ^ SIGHVATUR EINARSSON&CO SlMI 24133 SKIPHOLT 15 .. I I III ........... 111111111111.........

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.