Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1971, Page 36

Frjáls verslun - 01.04.1971, Page 36
GREINAR OG VIÐTÖL FRJÁLS VERZLUN NR. 4 1971 36 Verzlun, þjónusta Hekla hf. er að sprengja utan af sér 18.400 rúmm. húsnæði „Við verðum að leigja út skrifstofuhúsnæði á sama tíma og ukkur skortir húsnæði fyrir ýmislegt annað“. Viðtal við Ingimund Sigfússon, forstjóra. Sigfús í Heklu er nafn, sem þarfnast ekki nánari skýringa. Þó er Sigfús Bjarnason látinn fyrir nær 4 árum. Hann lézt fyrir aldur fram, á hátindi framkvæmdamannsins í ís- lenzku athafnalífi. Samhent fjölskylda hans hefur haldið merkinu uppi og hvergi látið deigan síga. Elzti sonur Sig- fúsar, Ingimundur, tók við forstöðu Heklu hf., aðeins 30 ára gamall. Hann hefur einn- ig tekið til hendinni, Hekla vex áfram og er nú að sprengja ut- an af sér 18400 rúmmetra hús- næði, sem tekið var í notkun fyrir 8 árum. Fyrirtækið er forvitnilegt fyrir margra hluta sakir, bæði í fortíð og nútíð. FV heimsótti Ingimund Sigfús- son forstjóra og ræddi við hann um það, sem Hekla hefur ver- ið og er, og einnig örlítið um framtíðaráætlanirnar. HEKLA STOFNUÐ 1933 FV: Hvert er upphaf Heklu hf.? IS: Faðir minn, Sigfús Biarnason. stofnaði Heildverzl- unina Heklu hf. 1933, og þá með nokkrum fleiri mönnum. Fyrstu misserin snérist rekstur- inn mest um innflutning á vefnaðarvörum og ávöxtum frá Spáni. Þegar borgarstyrjöldin þar brauzt út 1936, var^ við- skintunum beint til Ítalíu, Þýzkalands og Bretlands. og keyptar þaðan svipaðar vörur. Um sama leyti varð faðir minn aðaleigandi fvrirtækisins, það hefur verið fiölskyldufyrir tæki síðan. Jafnframt hóf fað- ir minn umsvifamikinn verk- smiðiurekstur, stofnaði m. a. Vinnufataverksmiðjuna hf. og Fataverksmiðiuna Herkules. Sá rekstur stóð um árabil, en var hætt, þegar Hekla hf. tók að sér ný verkefni og aðstæð- ur breyttust. Á árunum 1937- 1940 óx rekstur Heklu hf. mik- ið, og var í stríðsbyrjun orðið eitt af meiriháttar fyrirtækjum hér á landi. í ársbyrjun 1942 urðu á ný breytingar. Hófst þá innflutn- ingur frá Bandaríkjunum, og Hekla hf. opnaði skrifstofu í New York í því sambandi. Fluttar voru inn fleiri vöru- tegundir. m. a. var þá bætt við raftækjum og vélum, og til þess að sjá um sölu og dreif- ingu þeirra var stofnuð Véla- og raftækiaverzlunin Hekla. Eftir heimsstyrjöldina var s'ðan innflutningnum beint í æ ríkara mæli að vélum margs konar. Hafin var innflutning- ur á bílum, bungavinnuvélum og landbúnaðartækjum til við- bótar við innflutning heimilis- tækia. Og má segia, að þar með hafi framtíð Heklu hf. ver- ið ráðin. Ýmsar utanaðkom- andi aðstæður höfðu þá kallað á breytingar æ oni æ, og bíla- og vélainnflutningur orðið of- an á. TÍMAMÓT 1952. Árið 1952 urðu enn tíma- mót í sögu Heklu hf., en nú á nokkuð annan veg. Faðir minn keypti megnið af hlutabréfum í fyrirtækinu P. Stefánsson hf., sem hafði starfað frá 1908. í kaupunum fylgdi mjög gott hús að Hverfisgötu 103, og þar með komst Hekla hf. í eigið hús næði. Starfsemin var þarna tii 1963. STÓRHÝSI 1963. FV: Og þá var flutt í stór- hýsið við Laugaveg? IS: Já, rekstur Heklu óx hratt, sérstaklega í innflutningi bíla, þungavinnuvéla og ým- issa annarra véla. þ. á. m. véla í báta og skin. Innfiutningur landbúnaðarvéla var og mikill :im tíma. en s’ðan varð að fækka vélagerðunum. til að unnt væri að standa undir góðri þiónustu. og þá var dreg- ið úr innflutningi á landbún- aðarvélum. Þegar bvgging hússins hér við T-augaveg hófst. voru enn í gildi hömlur og levfisveitingar. Það fékkst þó að bvggja. en ekki eins og bezt hefði verið, og húsið nýtist okk- ur því ekki eins og skyldi. Þetta eru 18.400 rúmmetrar, og það er út af fyrir sig töluvert húsrými. En skipting hússins er óhentug á margan hátt. DEILDASKIPTING. FV: Rekstrinum var breytt, þegar þið fluttuð 1963. IS: Þá var tekin upp deilda- skipting, sem hefur haldizt síðan og verið nánar útfærð eftir því, sem reynslan og enn

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.