Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1971, Qupperneq 36

Frjáls verslun - 01.04.1971, Qupperneq 36
GREINAR OG VIÐTÖL FRJÁLS VERZLUN NR. 4 1971 36 Verzlun, þjónusta Hekla hf. er að sprengja utan af sér 18.400 rúmm. húsnæði „Við verðum að leigja út skrifstofuhúsnæði á sama tíma og ukkur skortir húsnæði fyrir ýmislegt annað“. Viðtal við Ingimund Sigfússon, forstjóra. Sigfús í Heklu er nafn, sem þarfnast ekki nánari skýringa. Þó er Sigfús Bjarnason látinn fyrir nær 4 árum. Hann lézt fyrir aldur fram, á hátindi framkvæmdamannsins í ís- lenzku athafnalífi. Samhent fjölskylda hans hefur haldið merkinu uppi og hvergi látið deigan síga. Elzti sonur Sig- fúsar, Ingimundur, tók við forstöðu Heklu hf., aðeins 30 ára gamall. Hann hefur einn- ig tekið til hendinni, Hekla vex áfram og er nú að sprengja ut- an af sér 18400 rúmmetra hús- næði, sem tekið var í notkun fyrir 8 árum. Fyrirtækið er forvitnilegt fyrir margra hluta sakir, bæði í fortíð og nútíð. FV heimsótti Ingimund Sigfús- son forstjóra og ræddi við hann um það, sem Hekla hefur ver- ið og er, og einnig örlítið um framtíðaráætlanirnar. HEKLA STOFNUÐ 1933 FV: Hvert er upphaf Heklu hf.? IS: Faðir minn, Sigfús Biarnason. stofnaði Heildverzl- unina Heklu hf. 1933, og þá með nokkrum fleiri mönnum. Fyrstu misserin snérist rekstur- inn mest um innflutning á vefnaðarvörum og ávöxtum frá Spáni. Þegar borgarstyrjöldin þar brauzt út 1936, var^ við- skintunum beint til Ítalíu, Þýzkalands og Bretlands. og keyptar þaðan svipaðar vörur. Um sama leyti varð faðir minn aðaleigandi fvrirtækisins, það hefur verið fiölskyldufyrir tæki síðan. Jafnframt hóf fað- ir minn umsvifamikinn verk- smiðiurekstur, stofnaði m. a. Vinnufataverksmiðjuna hf. og Fataverksmiðiuna Herkules. Sá rekstur stóð um árabil, en var hætt, þegar Hekla hf. tók að sér ný verkefni og aðstæð- ur breyttust. Á árunum 1937- 1940 óx rekstur Heklu hf. mik- ið, og var í stríðsbyrjun orðið eitt af meiriháttar fyrirtækjum hér á landi. í ársbyrjun 1942 urðu á ný breytingar. Hófst þá innflutn- ingur frá Bandaríkjunum, og Hekla hf. opnaði skrifstofu í New York í því sambandi. Fluttar voru inn fleiri vöru- tegundir. m. a. var þá bætt við raftækjum og vélum, og til þess að sjá um sölu og dreif- ingu þeirra var stofnuð Véla- og raftækiaverzlunin Hekla. Eftir heimsstyrjöldina var s'ðan innflutningnum beint í æ ríkara mæli að vélum margs konar. Hafin var innflutning- ur á bílum, bungavinnuvélum og landbúnaðartækjum til við- bótar við innflutning heimilis- tækia. Og má segia, að þar með hafi framtíð Heklu hf. ver- ið ráðin. Ýmsar utanaðkom- andi aðstæður höfðu þá kallað á breytingar æ oni æ, og bíla- og vélainnflutningur orðið of- an á. TÍMAMÓT 1952. Árið 1952 urðu enn tíma- mót í sögu Heklu hf., en nú á nokkuð annan veg. Faðir minn keypti megnið af hlutabréfum í fyrirtækinu P. Stefánsson hf., sem hafði starfað frá 1908. í kaupunum fylgdi mjög gott hús að Hverfisgötu 103, og þar með komst Hekla hf. í eigið hús næði. Starfsemin var þarna tii 1963. STÓRHÝSI 1963. FV: Og þá var flutt í stór- hýsið við Laugaveg? IS: Já, rekstur Heklu óx hratt, sérstaklega í innflutningi bíla, þungavinnuvéla og ým- issa annarra véla. þ. á. m. véla í báta og skin. Innfiutningur landbúnaðarvéla var og mikill :im tíma. en s’ðan varð að fækka vélagerðunum. til að unnt væri að standa undir góðri þiónustu. og þá var dreg- ið úr innflutningi á landbún- aðarvélum. Þegar bvgging hússins hér við T-augaveg hófst. voru enn í gildi hömlur og levfisveitingar. Það fékkst þó að bvggja. en ekki eins og bezt hefði verið, og húsið nýtist okk- ur því ekki eins og skyldi. Þetta eru 18.400 rúmmetrar, og það er út af fyrir sig töluvert húsrými. En skipting hússins er óhentug á margan hátt. DEILDASKIPTING. FV: Rekstrinum var breytt, þegar þið fluttuð 1963. IS: Þá var tekin upp deilda- skipting, sem hefur haldizt síðan og verið nánar útfærð eftir því, sem reynslan og enn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.