Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1971, Síða 8

Frjáls verslun - 01.05.1971, Síða 8
8 FRJÁLS VERZLUN NR. 5 1971 ÍSLAND Ingiríður Danadrottning skoðar deild Islentiinga. á Guld og S01v- messen í Kaupmannahöfn 1.—4. maí sl. f Landsbankanum. Bankarnir Lamdsbankinn með um 42% Um síðustu áramót voru við- skiptabankarnir 6 talsins og innlán (velti-og spariinnlán) í þeim samtals 13.4 milljarðar króna. Landsbankinn var með um 42% af þessari upphæð, og sker sig úr. Hinir ríkisbank- arnir tveir koma næst, Búnað- arbankinn í öðru sæti með rúm- lega 21% og Útvegsbankinn í þriðja sæti með rúmlega 15%. Einkabankarnir þrír eru síðan nokkuð áþekkir, Verzlunar- bankinn með rúm 8%, Iðnað- arbankinn með rúm 7 % og Samvinnubankinn með rúm 6%. Innlánin skiptust nánar til- tekið eins og sýnt er hér á eft- ir, nöfn bankanna eru skamm- stöfuð til styttingar og minni fyrirferðar, tölur eru í þús. kr.: Velti Spari. Lb. 1.510.940 4.102.873 Bb. 673.336 2.207.584 Úb. 522.321 1.506.663 Vb. 187.532 910.765 Ib. 129.852 910.985 Sb. 139.074 711.812 3.127.055 10.279.682 Iðnaður 50% aukning í utflutningi alm. iðnaðarvara Eins og áður hefur komið fram í frétt í FV, varð mikil aukning í útflutningi iðnaðar- vara 1970, sérstaklega þar sem þá hófst að marki útflutning- ur áls og álmelmis. Aukningin varð úr 959 milijónum 1969 í 2.370 milljónir 1970. Raunar varð mikil aukning. þótt litið sé fram hjá áli og álmelmi, eða úr 440 milljónum í 662 millj- ónir, nálægt 50% á einu ári. í skýrslu Útflutningsskrif- stofu FÍI fyrir 1970 kemur fram, að þátttaka í fagkaup- stefnum eða framkvæmd slíkra kaupstefna er talin fljótvirk- asta leið iðnaðarins til að að- laga sig útflutningi. Hefur sú leið gefið góðan árangur und- anfarið. í ár verður því haldið áfram á sömu braut, einkum á sviði fatnaðar og húsgagna, en jafnframt hafa íslenzkir gull- og silfursmiðir þegar tek- ið þátt í kaupstefnu í sinni grein í Kaupmannahöfn. og vöktu ýmsir gripir þeirra at- hygli. Þátttakan í fagkaup- stefnunum hefur reynzt hafa margþætt gildi, bæði sölugildi og fræðslugildi ekki síður, svo dæmi séu nefnd. Það sem er athyglisvert við hina miklu aukningu á útflutn- ingi iðnaðarvara 1970, að sjálf- sögðu auk aukningarinnar sjálfrar. er að hún felur í sér geysilega stækkun markaðar- ins, eða að stækkunin kemur berlega í 1 jós, þar sem útflutn- ingurinn eykst um 50% á sama tíma og framleiðsluaukningin varð þó ekki nema 15%. Norsk kona í ullarfatnaði írá Alís, sem hún keypti í Kaup- mannahöfn.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.