Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1971, Side 9

Frjáls verslun - 01.05.1971, Side 9
FRJÁLS VERZLUN NR. 5 1971 ISLAND 9 Fjárfestingarfélagi5 Vfir 40 Klut- hafar á stofin- fundi Skv. lögum nr. 46 frá 6. maí 1970 heimilaði Alþingi stofnun Fjárfestingarfélags íslands hf., en hlutverk þess á að vera efl- ing íslenzks atvinnureksturs með ýmsum hætti, og er fél- aginu ætlað ákveðið svigrúm til þess. Áskilið var að hluta- fé væri ekki undir 80 milljón- um króna. Forganga um stofn- un félagsins var falin Verzlun- arráðinu, Félagi ísl. stórkaup- manna og SÍS. Þátttaka var ákveðin frjáls. Félagið var stofnað 14. maí sl. Hafði þó safnazt rúmlega lágmarkið hjá yfir 40 hluthöfum. Aðalstjórn Fjárfestingarfél- agsins, sem kosin var á aðal- fundinum er þannig skipuð: Gunnar J. Friðriksson formað- ur, Eyjólfur Konráð Jónsson, Kristleifur Jónsson, Guðmund- ur Ólafsson og Hjörtur Jónsson. Stjórnun „Símeiintun‘% umræðuefni aðalfundar SFÍ Tíundi aðalfundur Stiórnun- arfélags fslands var haldinn að Hótel Sögu föstudaginn 14. maí s.l. Auk venjulegra aðalfundar- starfa hélt Sveinn Björnsson framkv'hi príndi sem nefnd- ist: ,.SÍMENNTTTN“. Fiallaði erindið um bá stefnu. sem nú er markvisst unnið að í vms- um löndum. að þekkinearöflun einstaklinvsins. menntun hans og starfsbiálfiin sé dreift yfir alla starfsævina. Þótti vel til failið að bessi mál væru rædd á aðalfnndi félapsins. þar sem helzta starf- semi þess undanfarin ár hefur verið námskpiðahald fvrir starfsfólk fvrirtækia. Þannig voru t.d. síðast liðið st.arfsár haldin 17 sinnum námskeið fvr- ir ýmsa starfshóna og líklegt að um 550 manns hafi sótt þau. Stiórn SFÍ, er hún þannig skipuð: Formaður: Jakob Gíslason, orkumálastjóri. Meðstjórnendur: Ingimundur Sigfússon. forstj. Júlíus S. Ólafsson, framkv.stj. Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, framkv.stj. Hörður Sigurgestsson, MBA. Tvö stjórnunarfélög starfa utan Reykjavíkur, en það eru Stjórnunarfélag Norðurlands, sem stofnað var 1968 og Stjórn- unarfélag Austurlands. sem stofnað var í marz s.l. Námskeið með erlendum fyrir- lesurum Dagana 19.-22. júní n.k. gengst Stjórnunarfélag íslands fyrir námskeiði í tveim hlutum, annars vegar um starfsmanna- hald og hins vegar um gerð fjárhagsáætlana og ákvarðana- töku. Fyrirlesarar verða tveir bandarískir prófessorar, Kapl- an og Weinstein frá Carnegie Mellon University, en þeim til aðstoðar verður Guðmundur Magnússon prófessor. í tengslum við síðari hluta námskeiðsins mun prófessor Kaplan fjalla sérstaklega um verkefni, sem hann vinnur nú að, og er fólgið í lækkun og eftirliti með kostnaði sjúkra- húsa, og mun bað geta orðið fróðlegt fyrir fslendinga, eins og annað það, sem Bandaríkja- mennirnir hafa fram að færa. Þátttakan í námskeiðinu verður takmörkuð, en það er einkum ætlað stjórnendum fyr- irtækja og stofnana. Kaplan. Weinstein. F.Í.S. Stjórnun er höfuðmál 20. aldarinnar Fyrir skömmu gekkst Félag íslenzkra stórkaupmanna fyrir tveggja daga námskeiði, þar sem fjallað var um stjórnun og hagræðingu í heildverzlun. Leiðbeinendur á námskeiðinu voru Olav Gjerdene fram- kvæmdastjóri hagræðingar- skrifstofu norsku heildverzlan- anna og Jan Weyergang full- trúi. M. a. var fjallað um 7 helztu orsakir tapreksturs, og eru þær almenn vandamál í ís- lenzkri heildverzlun, ein eða fleiri í senn, og verður þó að leita grunnorsaka í öllum til- fellum, t. d. varðandi verðlags- og skattamál. Leiðbeinendurnir lögðu á- herzlu á þátt stjórnunarinnar. Þeir sögðu, að eins og iðnþró- unin hefði verið höfuðmál 19. aldarinnar, væri stjórnun höf- uðmál 20. aldarinnar. Þeir bentu á, að í mörgum fyrir- tækjum skorti stjórnendurna yfirsýn yfir afkomu og rekst- ursmöguleika, og hefði það keðjuverkandi áhrif til hins verra. T. d. nýttist vinnuafl illa. með hliðsjón af verkefn- um. hæfni og aðstæðum. Inn- kaup og birgðahald væri e. t. v. ófullkomið eða óhagkvæmt, afgreiðsluöryggi væri ekki fyr- ir hendi. Birgðahaldið og veltu- hraði skiptu ekki minna máli en fjármagnið sjálft. sem í vör- um væri bundið. Þetta væri þeim mun verra, þar sem fjár- magn væri af skornum skammti, eins og hér á landi. Aftur á móti væri fjármagns- skorturinn ekki einhlítur; auk birgðahaldsins skiptu greiðslu- hættir geysimiklu máli, en þeir væru nú mjög seinvirkir hér á landi almennt, t. d. væri víxlanotkun í almennum við- skintum þreföld eða fjórföld á við það sem gerðist í Noregi, og rukkarar væru þar nær ó- þekkt fyrirbæri núorðið. Það kom ljóst fram hjá leið- beinendunum og hjá forsvars- mönnum stórkaunmanna, að margt er líkt með fslendingum nú og Norðmönnum fyrir nokkrum árum, hvað þessi mál snertir. Þá er hugsunar'háttur manna líkur hér og þar, og því ástæða til að læra af reynzlu Norðmanna. Lífeyrissjóður verzlunarmanna 368 milljónir Um síðustu áramót var Líf- eyrissjóður verzlunarmanna 368.2 milljónir króna að höfuð’

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.