Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1971, Síða 14

Frjáls verslun - 01.05.1971, Síða 14
14 FRJÁLS VERZLUN NR. 5 1971 UTLOIXID Risamarkaðirnir. . . al!t undir sama þaki. . . og hægt að trimma um leið. Evrópa Kapphlaup í byggingu risaverzlana Frakkland er að verða land risaverzlana (Hypermarkets) og nú óttast Bretar af gefnu tilefni, að röðin sé komin að þeim. Eitt stærsta smásölufyr- irtæki Frakka, Carrefour hefur fengið leyfi í gegnum brezkt samstarfsfélag sitt, Wheatsheaf Distribution and Trading, til að byggja 33 þúsund ferm. risa- verzlun í Shropshire, en það var eini staðurinn, sem hægt var að fá byggingarleyfi á. 8 aðrar umsóknir liggja fyrir öðr- um héraðsstjórnum og nú hef- ur brezka skipulagsráðið ákveðið að setja reglur um hve- nær og hvar megi byggja risa- verzlanir. Verzlunarhættir risaverzlan- anna enr stórbrotnari og verzl- unarsvæðið stærra en Bretar hafa nokkurn tíma séð og hér er eingöngu um sjálfsafgreiðslu að ræða. Brezka verðlagsráðið lýsti því yfir fyrir skömmu að það væri verzlunarmiðstöðvum (supermarkets) að þakka, að tekizt hefði að halda verðlagi í skefjum á matvörum og öðr- um nauðsynjavörum. Risa- verzlanirnar í Evrópu eiga á- reiðanlega sinn þátt í því. að miðstjórn brezka íhaldsflokks- ins gat lýst því yfir við brezk- an almenning í sambandi við samninga Breta um inngöngu í EBE, að verðlagið í Efnahags- bandalagslöndunum væri ekki nærri eins hátt og sumir and- stæðingar aðildar Breta að bandalaginu hafa látið í veðri vaka. Meðalstærð risaverzlananna er um 50 þús. ferm., og er um helmingur þess pláss notaður undir sölusvæði. Verzlunarmið- stöðvar geta orðið allt að 13 þús. ferm. að stærð, en allt það- an af stærra flokkast sem risa- verzlun. Frakkar eru nú gripn- ir algeru risaverzlanaæði og nú eru um 115 slíkar verzlanir þar í landi. Svo er nú komið að risaverzlun er byggð hvar sem byggingarleyfi fæst og liggur við að staður og íbúða- fjöldi skipti ekki lengur máli. Skipuleggjendur telja bezt að um 100 þúsund manns búi á svæði innan 30 kílómetra radíus frá sjálfri verzluninni, en þar sem þeim reynist sífellt erfiðara að fá byggingarleyfi, láta þeir slíkt ekki standa í veginum fyrir sér. En erfið- leikararnir hafa haft það í för með sér, að á sl. ári voru að- eins byggðar 42 risaverzlanir, en áætlunin hljóðaði upp á 74. Sömu sögu er að segja um verzlunarmiðstöðvarnar, byggð ar voru 219 nýjar. en 327 höfðu verið áætlaðar. Ástæðurnar fyrir þessu eru strangara eftirlit með skipu- lagningu og einnig að verzlun- arhringirnir gerðu sér grein fyrir að útþenslan gekk of langt á tímum, er skortur var á lánsfjármagni, svo og að neytandinn hélt fastar um budduna sína. Smákaupmenn hafa orðið hvað harðast úti í þessum málum, en þeim hefur tekizt að tryggja lagasetningu, sem segir fyrir um að 1% af tekjum verzlunarhringanna skuli skipt á milli þeirra kaup- manna, sem hafa orðið að hætta verzlun, vegna þess að þeir voru ekki lengur sam- keppnisfærir við verzlunar- hringina. Tilgangurinn að baki bygg- ingu risaverzlananna í útjaðri borganna. er að byggja verzl- un, þar sem viðskiptavinirnir geta keypt allt á einum stað, allt frá húsgögnum og heimil- istækjum niður í egg, án þess að þurfa að aka á milli staða. Að vísu getur það orðið dálítið þreytandi fyrir fæturnar. að mæla gólfin í þessum risaverzl- unum, en neytandinn leggur mest upp úr þægindunum, svo og hagstæðu verði á vörunum. Hugmyndin að risaverzlun- unum er komin frá Bandaríkj- unum, en stærð þeirra þar er svipuð og í Frakklandi. Þó er talið að bandarísku verzlanirn- ar þurfi færri viðskiptavini til að skila hagnaði en þær frönsku, eða 6000 á móti 40000, sem er talsverður munur, svo ekki sé sterkara tekið til orða. Bandaríkjamenn eru hér 10 ár- um á undan Evrópubúum. en allt bendir nú til að þörfinni fyrir fleiri stórverzlanir þar verði brátt fullnægt og nú leggja verzlunarhringirnir æ meira upp úr því að stækka og fullkomna þær verzlanir, sem eru fyrir. Stjórnendur verzlunarhring- anna spá því í dag, að á næstu árum, verði stórfelld aukning í byggingu risaverzlana í Ev- rópu. í Frakklandi er gert ráð fyr- ir að fjöldi þeirra verði um

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.