Frjáls verslun - 01.05.1971, Page 16
16
ÚTLÖND
FRJÁLS VERZLUN NR. 5 1971
Mest fékkst fyrir vínbók á
þýzku, sem var þýdd úr latínu
eftir verki Arnoldusar Villa-
nova. sem skrifað var á mið-
öldum. Verkið var fyrst gefið
út í Ulm árið 1499 og var bund-
ið í útskorið tré. Það seldist á
660 þúsund. Aðeins er vitað um
þrjú eintök af þeirri bók.
Myndskreytt handrit að
matreiðslubók eftir ítalskan
höfund, sem var uppi á 15. öld
og fjallar um matreiðslu fyrir
fólk, sem þarf megrunarkúr, en
einnig um hvernig framreiða
eigi kræsingar, seldist á um
550 þúsund kr. „Nýja Mat-
reiðslubók“ Max Rumboldts,
sem gefin var út 1581, seldist á
um 370 þúsund.
Ein elzta matreiðslubók. sem
vitað er um í heimi, og sem
var skrifuð á 2. öld og lýsti
matreiðsluháttum í Róm, seld-
ist á um 220 þúsund krónur. Sú
bók var gefin út í kringum
árið 1500.
Danmörk
Og nú eru það
lögfræði-
miðstöðvar
Mogens Glistrup hæstarétt-
arlögmaður í Kaupmannahöfn
er að byggja upp lögfræði-
miðstöð. Stórrekstur er leið
nútímamannsins, segir Mogens,
og nú er komið að lögfræði-
þjónustunni. Ég hef þegar 30-
40 manns í störfum á skrif-
stofu minni, og fyrir árslok
reikna ég með að starfsfólki
hafi fjölgað um helming. Enn-
þá er ég í leiguhúsnæði við
tvær götur, en ég stefni að því
að komast í tilheyrandi hús-
næði áður en langt um líður.
Það sem í rauninni býr á
bak við þetta, segir Mogens
ennfremur, er sú staðreynd, að
sér'hæfing á öllum sviðum vex
dag frá degi. Þess vegna verða
lögfræðingar að gera annað
tveggja. vera einir sér með af-
markaðan vettvang eða starfa
saman hver með sitt hlutverk.
Með því að koma upp lögfræði-
miðstöð gef ég viðskipta-
vinunum kost á að fá í hverju
tilviki þá þjónustu, sem hent-
ar þeim bezt. Þetta er t.d. mik-
ilvægt fyrir fyrirtæki, sem
teygja sig út í marga þætti
þjóðlífsins. Við getum boðið
upplýsingar um hvaðeina og
hvers konar aðstoð lögfræði-
legs eðlis, og með samstarfinu
kostar það viðskiptavinina
miklu minni en ella.
Hafa naumast
ef ni á að gista á
eigin hótelum
Gisting á hótelum í Kaup-
mannahöfn er nú orðin það
dýr, að Danir hafa naumast
efni á því sjálfir að gista þar.
Þetta kemur nú m.a. fram í
minnkandi heimsóknum „utan-
bæjarmanna“.
Ferðamálaráðið hefur gefið
út upplýsingar um hótelverð
1971, og kemur þar fram, að
meðalverðið fyrir tveggja
manna herbergi á hóteli á höf-
uðborgarsvæðinu kostar 200
danskar krónur á nóttu. Dýr-
ast er að gista á Palace Hotel,
þar er verðið 215-315 d.kr. fyr-
ir tveggja manna herbergi.
Raunar er gisting á SAS-hótel-
inu og Royal og hinu nýja Sher-
aton hlutfallslega enn dýrari,
ef um einstakling er að ræða,
hann verður að borga þar 180
d.kr. á nóttu. Ódýrast er hins
vegar að gista Absalon í Helgo-
landsgade, þar er tveggja
manna herbergi á 65 d.kr. Og
auðvitað er hægt að velja um
mörg verð þarna á milli.
í öllum hótelverðunum er
það sama innifalið, þ.e. gisting,
morgunmatur, 15% þjónustu-
gjald og 15% söluskattur. En
aðbúðin og þjónustan er hins
vegar af mismunandi gæðum,
og þar er skýringin á verðmis-
muninum fyrst og fremst. •
JUMBO- fæðið
í tonnatali
Nýjasta þota SAS, Boeing
747 eða Jumbo, hefur kallað á
nýja og stórvirkari tækni hvað
snertir birgðahald af mat og
drykk fyrir farþega og áhöfn.
Það er sitt af hverju sem þarf
að hafa í handraðanum, þegar
flogið er heimsálfa á milli með
slíkum risafugli; 750 máltíðir,
850 dósir af öli og öðrum létt-
um drykkjum, 300 lítra af
áfengi. 750 bolla af kaffi og
te, slatta af hnetum, ávöxtum
og súkkulaði. Alls er það um
eitt tonn af mat og drykk, sem
þarf að hafa um borð við flug-
tak, undir venjulegum kring-
umstæðum.
Til þess að koma öllu þessu
um borð me-ð bolanlegu móti,
keypti SAS Catering (stærsta
flugeldhús Norðurlanda) sér-
stakar lyftur, EDBRO Jumbo
Hi-Lifts, frá EDBRO Europa i
Hollandi, sem hefur sérhæft
sig í smíði þrýstilyftna. Ein
lyfta af slíkri gerð. lyftir 3600
kílóum í einu. Með slíkri tækni
er fljótlegt að lyfta birgðunum
þessa P metra upp í gaphúsið
á Jumbo. i
Grænland
Stórefiing at-
vinnureksturs
í Godtháb
Um þessar mundir er að
hefjast undirbúningur að gerð
11.5 hektara landssvæðis fyrir
nýjan atvinnurekstur í Godt-
háb. Á að fylla upp við Norð-
Hluti af Godtháb.