Frjáls verslun - 01.05.1971, Page 24
24
GREINAR OG VIÐTÖL
FRJÁLS VERZLUN NR. 5 1971
ÞVÍ UMFANGSMEIRI
OG ERjLSAMARI,
SEM DAGLEGUR
REKSTUR FYRIR-
TÆKISINS ER, ÞEIM
MUN MINNI TÍMI
GEFSTTILAÐGERA
HONUM SKIL.
ER BOKHALDIÐ T I LAGI?
Færum allt bókhald i fullkomnum vélum, eftir ströngustu fyrir-
mælum bókhaldslaganna.
SÍ ER BOKHALDIÐ UPPLÝSANDI?
Skipuleggjum og útbúum bókhaldskerfi með hliðsjón af upplýs-
andi þörfum hvers einstaks fyrirtækis.
SÍ GEFUR EITT ÁRSUPPGJÖR NÆGAR UPPLÝSINGAR?
Til að fylgjast með hag og rekstri fyrirtækisins gefst tækifæri á
mánaðarlegu uppgjöri, tveggja mánaða eða ársfjórðungslegu,
þar sem tillit er tekið til birgðamats, afskrrfta, skiptingu árskostn-
aðar o. þ. h. Reikningsskilum fylgir töluleg eða fullkomin endur-
skoðun.
PÍ ER ÞÖRF Á BÆTTU REKSTRARFYRIRKOMULAGI?
Með tíðum og glöggum reikningsskilum sést í tæka tíð, hvort
einhverrar breytingar er þörf.
BÍ ER REKSTURINN GRUNDVALLAÐUR Á ÁÆTLUNUM?
Með fengnum upplýsingum fæst aðstoð við gerð fjárhags-,
rekstrar- og greiðsluáætlana.
ERU SKÝRSLUGERÐIR TÍMAFREKAR?
Önnumst skýrslugerðir fyrir söluskatt og launaskatt, ennfremur
skattskil og aðrar nauðsynlegar skýrslugerðir.
ÞARFNAST FYRIRTÆKIÐ SÉRFRÆÐILEGRAR AÐSTOÐAR?
EÍ
Önnumst og útvegum alla stjórnunar-, viðskipta- og lögfræði-
aðstoð, tryggingaráðgjöf, auglýsingaþjónustu, þýðingar og
bréfaskriftir.
KYNNIÐ YÐUR ÞJÓNUSTUNA.
Upplýsingar gefur Hjörtur Pjetursson, cand oecon.
Hag- og rekstrarráðgjöf ásamt þjónustustarfsemi er varðar við-
skiptalega stjórnun fyrirtækja.
GARÐASTRÆTI 41 — SÍMI 13028
Gistihús, veitingastaðir, mötuneyti!
ViS liöfum jafnan fyi-irliggjandi á lager og úl-
vegum beint frá framleiðendum alls konar áhöld,
tæki og útbúnað fyrir gistihús, veitingabús og
mötuneyti.
Gjörið svo vel að lliafa samband við okkur og
við nmnum veita yður nánari upplýsingar.
JÓN JÓHANNESSON & CO.
Skólavörðustíg la, Reykjavík. Sími 15821.
BBJ: „Já, þess verður vart,
að fólk tali um „árvissar
gengislækkanir“ og telji á-
stæðu til að vænta gengislækk-
ana áfram. Þessi viðhorf byggj-
ast ekki aðeins á upplýsinga-
skorti og vanþekkingu á efna-
hagsmálum, heldur gefur fyrri
reynzla auk þess síður en svo
tilefni til slíkra skoðana.
Gengislækkanir hafa alls ekki
verið árvissar, heldur hefur
viljað svo tií, að þær hafa
ikomið í pörum og allt að því
áratugur á milli. Þannig voru
gengislækkanir árin 1949 og
1950 og svo næst árin 1960
og 1961 og loks 1967 og 1968.
Rekstrargrundvöllur atvinnu-
veganna hefur ætíð ráðið úr-
slitum um gengisbreytingarn-
ar og þær hafa þó ekki verið
gerðar, fyrr en fullreynt var,
að önnur ráð hrukku ekki til
lengur. Nú er ekkert í rekstri
og afkomu atvinnuveganna,
sem gefur tilefni til ótta um
gengislækkun."
FV: „Gefur vertiðin ástæðu
til kvíða?“
BBJ: „Þótt vertiðin hafi
brugðizt vonum manna, þá er
hún ekki lakari en svo, að
bátaflotinn hefur náð svipuð-
um afla og árið 1969, sem var
talið gott ár. Það ræður
mestu, að það hefur frestazt,
að sterkir árgangar, sem búizt
var við á miðin. hafi komið
fram.
Vinnslustig og verðlag af-
urða hefur reynzt hagstæðara
en búizt var við.
Upprunalega gerðu spár fyr-
ir árið ráð fyrir því, að nokk-
urn veginn næðist jöfnuður á
öllum viðskiptum út á við,
væri tekið tillit til hugsan-
legra breytinga á birgðum út-
flutningsvara. Hin mikla aukn-
ing fjárfestingar í stórfram-
kvæmdum gefur hins vegar til-
efni til verulegrar lánsfjáröfl-
unar auk nokkurs eigin fjár,
þannig að gjaldeyrisstaðan
gæti enn styrkzt allmjög með
árinu.“
Hliðstæð ráðuneyti.
Þetta eru hugrenningar for-
stjóra Efnahagsstofnunarinn-
ar í vertíðarlok 1971. Þessi
vandamál eru nú efst á baugi
Þau hafa oft verið stærri. f
hagstjórn verður ávallt um
einhvern „vanda“ að ræða,
þar sem hamla verður gegn
þenslu eða samdrætti á víxl
eða einhverju samblandi þess.
„Sú reynzla, sem við höfum
áður fengið af starfi okkar á