Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1971, Qupperneq 41

Frjáls verslun - 01.05.1971, Qupperneq 41
FRJÁLS VERZLUN NR. 5 1971 GREINAR OG VIÐTÖL 41 FERÐASKRIFSTOFA RÍKISINS: Róm, Sorrento og vínuppskeran Vínuppskera. Ferðaskrifstofa ríkisins hefur á boðstólnum IT-einstaklings- ferðir, auk hópferða frá Kaupmannahöfn í samvinnu við dönsku ferðaskrifstofuna Tjæreborg Rjeser, til 116 ákvörðunarstaða í Evrópu, Asíu og Afríku. Af þessum ferðum hefur svonefnd Rom-Sorrento ferð notið mestra vinsælda. Ferð þessi kostar frá 25.650.00 kr. og innifalið er flugferðin Reykjavík—Kaupmanna- höfn—Róm og til baka, gisting, hálft fæði í Róm og fullt fæði í Sorrento. Sérstæðasta ferðin, sem Ferðaskrifstofa ríkisins býður upp á er svonefnd vínuppskeruferð, 12 daga ferð, þar sem landakortið víkur fyrir vínkortinu ef svo má segja. Er ekið frá Kaupmanna- höfn suður til vínekra Þýzkalands, og Frakklands en tilgangur ferðarinnar er að bragða hin ýmsu léttu vín sem þarna eru framleidd, skoða fornar hallir með geysistórum víngeymslum og njóta fagurs landslags. Kostar ferðin 24.100.00 kr. Auk skipulagningar á IT- og hópferðum býður Ferðaskrifstofa ríkisins upp á fjölbreytta þjónustu í sambandi við flugfarseðla hótelpantanir, útvegun á farmiðum með skipum, bílum og járn- brautum. Péturskirkjan í Róm. Tryggingar eru nauðsynlegar Allar ferðaskrifstofur sem skipuleggja ferðir til útlanda svo og öll trygg- ingafélög veita ferða- tryggingaþjónustu. Al- gengast er að tryggja sig fyrir 1 milljón króna þeg- ar um er að ræða styttri utanlandsferðir t.d. % mánaðar ferð. Kostar hún um 550 kr. Áríðandi er að athuga hvort sjúkratrygg- in er jafnframt innifalin í ferðatryggingunni því sjúkrakostnaður víða er- lendis er hár ef eitthvað kemur fyrir. Ef sjúkra- tryggingu er bætt við ferðatrygginguna má reikna með að heildar- kostnaður við trygging- una hækki um ca. 35%. Ráðlegt er fyrir þann sem fer til útlanda að - tryggja farangur sinn. Þá má benda á það að öll flugfélög verða að tryggja farþega sína svo og farangur þeirra. Lág- markstrygging fyrir flug- far mun vera 25 þúsund dollarar, en algengt er að flugfélög tryggi farþega sína fyrir 75 þúsund doll- ara, á meðan á flugi stendur. 100- e&a 60 pund í gjaldcyri Þær reglur gilda um gjaldeyriskaup. að hægt er að fá 100 pund eða jafngildi þeirra til styttri ferða utanlands með framvísun á farseðli. Hins vegar er ekki hægt að kaupa nema 60 pund ef hótelkostnaður er inni- falinn í verði farseðilsins. Vai'legast er að kaupa gjaldeyrinn með góðum fyrirvara. Notkun ferðatékka hef- ur farið mjög í vöxt á undanförnum árum og veitir hún farþegum auk- ið öryggi þar sem enginn getur leyst út tékkana nema eigandinn sjálfur hafi áritað þá.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.